Illvænlegar vendingar á veðurspánni fyrir helgina Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 30. júlí 2024 11:47 Útlit er fyrir vætu um allt land. Vísir/Sigurjón Illvænlegar vendingar hafa orðið á veðurspánni fyrir verslunarmannahelgina að mati Einar Sveinbjörnssonar veðurfræðings. Hann heldur uppi síðunni Bliku.is en þar birti hann uppfærslu í morgun þar sem hann segir lægðina djúpu sem fer fyrir austan land virðast ætla að hætta sér nær Íslandsströndum og sækja í sig veðrið. Í gær spáði hann besta degi sumarsins í Reykjavík á laugardaginn og hlýjum blæstri með svolítilli vætu víða um land. Hann sagði lægðina djúpu ekki koma til með að skemma fjör Íslendinga í ferðahug um helgina. Í dag segir hann breytingu hafa orðið í spánni frá evrópsku reiknimiðstöðinni. Breytingarnar felist einkum í því að þessi téða djúpa lægð verði nærgöngulli og kraftmeiri en ætlað var. Sjá lægðina á spákorti evrópsku reiknimiðstöðvarinnar.Evrópska reiknimiðstöðin „Sjáum á spákorti fyrir laugardag að lægðinni er nú spáð nánast uppi í landsteinunum. Og það sem er mestu um vert að í stað þess að hún haldi áfram í rólegheitunum í átt til Skotlands, hægir hún á sér og verður frekar á hringsóli,“ skrifar Einar á síðu sinni. Hann segir það eiga eftir að hafa mikil áhrif. Meira verði úr rigningunni og nýr bakki fari vestur með suðurströndinni. Jafnframt verði minna úr hlýja loftinu sem spáð var norðan- og norðvestantil og meira úr vindi. „Miðað við þetta sleppur enginn landshluti alveg við vætu. Mest suðaustantil og á Austfjörðum, en um norðvestanvert landið einkum framan af eða fram á laugardag, en síðan að líkindum alveg þurrt,“ skrifar Einar. Hann segir þó spá GFS, bandarískrar veðurvakt, talsvert heillavænlegri. Veður Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Reikna með talsverðri rigningu austantil Varað við snörpum hviðum Leiðin opnast fyrir lægðir að sækja að landinu Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Áfram sól og hlýtt í veðri Getur víða farið yfir tuttugu stig Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Hitamet maímánaðar frá 1960 næstum fallið Hiti getur farið yfir 20 stig „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Ekkert lát á sumarveðrinu Nýtt hitamet slegið á Egilsstöðum Gæti náð 24 stigum þar sem best lætur „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Hiti á bilinu tíu til 18 stig í dag Allt að tuttugu stiga hiti á Norðausturlandi Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Vindur, skúrir og kólnandi veður Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Sólríkt og fremur hlýtt í dag Skýjað og rigning af og til Hiti gæti náð fimmtán stigum Styttir víða upp og kólnar Von á allhvössum vindi og rigningu Gengur á með skúrum sunnan- og vestanlands Útlit fyrir þokkalegt veður Hægfara lægð yfir landinu Sjá meira
Hann heldur uppi síðunni Bliku.is en þar birti hann uppfærslu í morgun þar sem hann segir lægðina djúpu sem fer fyrir austan land virðast ætla að hætta sér nær Íslandsströndum og sækja í sig veðrið. Í gær spáði hann besta degi sumarsins í Reykjavík á laugardaginn og hlýjum blæstri með svolítilli vætu víða um land. Hann sagði lægðina djúpu ekki koma til með að skemma fjör Íslendinga í ferðahug um helgina. Í dag segir hann breytingu hafa orðið í spánni frá evrópsku reiknimiðstöðinni. Breytingarnar felist einkum í því að þessi téða djúpa lægð verði nærgöngulli og kraftmeiri en ætlað var. Sjá lægðina á spákorti evrópsku reiknimiðstöðvarinnar.Evrópska reiknimiðstöðin „Sjáum á spákorti fyrir laugardag að lægðinni er nú spáð nánast uppi í landsteinunum. Og það sem er mestu um vert að í stað þess að hún haldi áfram í rólegheitunum í átt til Skotlands, hægir hún á sér og verður frekar á hringsóli,“ skrifar Einar á síðu sinni. Hann segir það eiga eftir að hafa mikil áhrif. Meira verði úr rigningunni og nýr bakki fari vestur með suðurströndinni. Jafnframt verði minna úr hlýja loftinu sem spáð var norðan- og norðvestantil og meira úr vindi. „Miðað við þetta sleppur enginn landshluti alveg við vætu. Mest suðaustantil og á Austfjörðum, en um norðvestanvert landið einkum framan af eða fram á laugardag, en síðan að líkindum alveg þurrt,“ skrifar Einar. Hann segir þó spá GFS, bandarískrar veðurvakt, talsvert heillavænlegri.
Veður Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Reikna með talsverðri rigningu austantil Varað við snörpum hviðum Leiðin opnast fyrir lægðir að sækja að landinu Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Áfram sól og hlýtt í veðri Getur víða farið yfir tuttugu stig Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Hitamet maímánaðar frá 1960 næstum fallið Hiti getur farið yfir 20 stig „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Ekkert lát á sumarveðrinu Nýtt hitamet slegið á Egilsstöðum Gæti náð 24 stigum þar sem best lætur „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Hiti á bilinu tíu til 18 stig í dag Allt að tuttugu stiga hiti á Norðausturlandi Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Vindur, skúrir og kólnandi veður Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Sólríkt og fremur hlýtt í dag Skýjað og rigning af og til Hiti gæti náð fimmtán stigum Styttir víða upp og kólnar Von á allhvössum vindi og rigningu Gengur á með skúrum sunnan- og vestanlands Útlit fyrir þokkalegt veður Hægfara lægð yfir landinu Sjá meira