Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Heilbrigðisráðherra mun styrkja heilbrigðisþjónustu og bráðaviðbragð í Öræfum árið um kring. Starfshópur verður skipaður um verkefnið til að móta fyrirkomulag þess og á hann að skila tillögum til ráðherra í lok október. Frá þessu er greint í tilkynningu frá stjórnarráðinu. Innlent 1.7.2025 16:06
Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Vegagerðin segir vonir standa til að hægt verði að klæða Dynjandisveg, það er veginn inn að fossinum Dynjanda, í ágústmánuði. Þetta er stuttur vegarkafli sem liggur frá Vestfjarðavegi að þessu helsta náttúrudjásni fjórðungsins. Innlent 1.7.2025 11:17
Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Norðurþing hefur með sérstöku markaðsátaki náð að fjölga umtalsvert komum minni skemmtiferðaskipa sem hafa samfélagsábyrgð og umhverfisvernd að leiðarljósi. Markaðsstjóri hafnanna í Norðurþingi segir komur leiðangursskipanna skipta sköpum fyrir samfélögin vítt og breitt um landið. Innlent 30.6.2025 23:00
Tekjur meiri af erlendum ferðamönnum og færri starfandi í ferðaþjónustu Tekjur af ferðamönnum eru aðeins meiri á fyrsta ársfjórðungi þessa árs en í fyrra. Starfsmönnum hefur fækkað í greininni síðast liðið ár og gistinóttum fækkað. Flugfarþegum fer þó enn fjölgandi og umferð er að aukast um íslenska vegi. Þetta kemur fram í Skammtímahagvísum Hagstofunnar um ferðaþjónustu í júní sem voru birtir í gær. Viðskipti innlent 20. júní 2025 08:49
Kaldar kveðjur frá forsætisráðherrra til ferðaþjónustunnar Það er fagnaðarefni að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur ætli að leggja áherslu á langtímahugsun í verðmætasköpun næstu misserin. Við þurfum sannarlega skýra langtímasýn, ekki síst núna þegar störf í mörgum atvinnugreinum eru í hættu vegna örra tæknibreytinga og mikil óvissa er í viðskiptakerfum heimsins. Skoðun 19. júní 2025 12:16
Vinir Gunnfaxa vonast til að bjarga Flugfélagsþristinum Áhugamenn um Flugfélagsþristinn Gunnfaxa hafa ákveðið að hefja fjársöfnun til að bjarga þessari sögufrægu flugvél frá því að eyðileggjast á Sólheimasandi. Þeir hyggjast koma henni í sýningarhæft ástand í von um að Samgöngusafnið á Skógum taki við henni. Innlent 18. júní 2025 22:44
Hrund nýr fjármálastjóri Íslandshótela Hrund Hauksdóttir hefur verið ráðin fjármálastjóri Íslandshótela. Viðskipti innlent 16. júní 2025 10:30
Umhverfisráðherra á réttri leið Veitingastaðir og Samtök ferðaþjónustunnar hafa lengi vel bent á seinagang og flækjustig við leyfisveitingaferli þegar kemur að opnum veitingastaða. Þá hefur verið bent á að einfalt væri að gera rekstur veitingastaða skráningarskyldan í stað starfsleyfisskyldu. Skoðun 16. júní 2025 10:30
Ólga meðal þristavina vegna örlaga Gunnfaxa Sú ákvörðun stjórnar Þristavinafélagsins að selja Flugfélagsþristinn Gunnfaxa til landeigenda á Sólheimasandi hefur valdið ólgu meðal þristavina. Bóndinn á Ytri-Sólheimum, kaupandi flugvélarinnar, segir þeim frjálst að fá hana til baka, svo fremi að þeir endurgreiði kaupverðið og kostnað við flutninginn. Innlent 15. júní 2025 07:00
Eru með 28 husky hunda inn á heimilinu sínu Um sextíu Husky hundar og eigendur þeirra hafa skráð sig í husky hundakeppni, sem fer fram í Eyjafirði í lok mánaðarins. Hjón, sem standa að keppninni og eiga heiðurinn af henni eru sjálf með 28 husky hunda inn á heimilinu sínu. Lífið 14. júní 2025 13:03
Yfir 90% ferðamanna eru ánægðir með dvöl sína á höfuðborgarsvæðinu Við megum svo sannarlega vera stolt af gestrisni okkar á höfuðborgarsvæðinu en 94% ferðamanna eru ánægðir með heimsókn sína. Að taka vel á móti gestum okkar er lykilatriði í að þeir upplifi sig velkomna og njóti sín. Skoðun 13. júní 2025 11:17
Kínverskur dómur um banaslys skipti engu máli og TM slapp Landsréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að kínversk ferðaskrifstofa eigi ekki rétt á bótum úr hendi TM vegna banaslyss sem varð árið 2017. Ferðaskrifstofan hefur þegar greitt aðstandendum þeirra tveggja sem létust bætur og taldi sig því hafa eignast kröfu þeirra á hendur TM. Landsréttur hélt nú ekki. Innlent 13. júní 2025 10:50
Dæmdur skattsvikari beri enga ábyrgð á fjármálum fyrirtækisins Forstjóri Úrvals Útsýnar segir að Viktor Heiðdal Sveinsson, sem sakfelldur var árið 2021 fyrir skattalagabrot í tengslum við ferðaskrifstofur sínar en starfar nú sem ráðgjafi hjá Úrval Útsýn, hafi ekkert með fjármál fyrirtækisins að gera. Hann sjái aðeins um skipulagningu ferða. Viðskipti innlent 12. júní 2025 21:52
Gömlum Flugfélagsþristi bætt við á Sólheimasand Gömul Douglas Dakota-flugvél, sem landeigendur Sólheimasands keyptu í vetur af Þristavinafélaginu, verður í kvöld flutt eftir þjóðvegum austur í sveitir frá Keflavíkurflugvelli. Fyrirhugað er að skrokknum verði komið fyrir á sandinum nálægt gamla flugvélarflakinu sem verið hefur einn helsti ferðamannastaður Suðurlands. Innlent 12. júní 2025 21:42
„Fólk er í áfalli yfir þessu“ Fréttir af fyrirhuguðum breytingum hjá flugfélaginu Play voru áfall fyrir starfsfólk að sögn forseta Íslenska flugstéttafélagsins. Hann segir lagalega óvissu fylgja því að flugrekstur Play verði skráður í öðru landi og að fréttirnar hafi komið starfsfólki í opna skjöldu. Innlent 11. júní 2025 21:49
Aukinn samdráttur á flugi til Íslands með breyttu Play Fyrirhugaðar breytingar á rekstri flugfélagsins Play mun auka samdrátt á framboði flugsæta til Íslands að sögn greinanda. Gengi hlutabréfa Play rauk upp við opnun markaða í morgun. Viðskipti innlent 11. júní 2025 13:22
Rannsókn banaslyss í Brúará miði vel Rannsókn á banaslysi við Brúará miðar ágætlega að sögn yfirlögregluþjóns. Ferðamaður lést er hún féll í ána á föstudag síðastliðinn. Innlent 10. júní 2025 15:33
Þotur notaðar í flugi Icelandair til Nuuk Icelandair hefur ákveðið að nota Boeing 737 Max-þotur í áætlunarflugi sínu milli Keflavíkur og Nuuk. Þetta er í fyrsta sinn sem farþegaþotur eru notaðar í flugi milli Íslands og höfuðstaðar Grænlands. Innlent 9. júní 2025 08:51
Yfirfara þurfi öryggismál við Brúará Erlendur ferðamaður, kona á fertugsaldri, sem féll í Brúará í gær var úrskurðuð látin á vettvangi. Um er að ræða þriðja banaslysið í Brúará á aðeins nokkrum árum. Sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir þetta mikið áhyggjuefni, mikilvægt sé að yfirfara öryggismál við ána sem sé á landi í einkaeigu. Innlent 7. júní 2025 13:01
Loka hluta útsýnispallsins vegna aurskriðu Hluta af útsýnispalli við Dettifoss hefur verið lokað vegna aurskriðu sem féll í gær. Innlent 6. júní 2025 19:28
Erlendur ferðamaður féll í Brúará Fjölmennt lið frá björgunarsveitum auk þyrlu Landhelgisgæslunnar var kallað út á fimmta tímanum í dag vegna einstaklings sem féll í ána Brúará við Hlauptungufoss. Einstaklingurinn er fundinn en lögregla hefur ekki veitt neinar upplýsingar um líðan hans. Um er að ræða erlendan ferðamann. Innlent 6. júní 2025 17:05
Keypti hús við Sóleyjargötu af borginni á 310 milljónir Reykjavíkurborg hefur selt húsið við Sóleyjargötu 27 til félags í gistiheimilarekstri á 310 milljónir króna. Um er að ræða um 360 fermetra eign, en ljóst er að ráðast þarf í viðamiklar endurbætur. Viðskipti innlent 6. júní 2025 14:12
Gestum ráðið frá að heimsækja Dettifoss vegna stórrar skriðu Þjóðgarðsverðir í Vatnajökulsþjóðgarði ráða gestum frá því að heimsækja Dettifoss. Stór aurskriða féll úr klettabrúnum Jökulsárgljúfra við útsýnispalla rétt norðvestan við fossinn. Innlent 5. júní 2025 21:15
Parísarhjólið rís á ný Reykjavíkurborg hyggst endurtaka leikinn frá síðasta sumri og semur við Taylor's Tivoli Iceland um uppsetningu á parísarhjóli í miðborginni. Innlent 5. júní 2025 17:41