Skutu drónann ekki niður vegna misskilnings Samúel Karl Ólason skrifar 29. janúar 2024 18:57 Herstöðin Tower 22 í Jórdaníu. AP/Planet Labs Bandarískir hermenn í herstöðinni Tower 22 í Jórdaníu töldu að dróninn sem banaði þremur hermönnum og særði 34 í gær væri þeirra eigin sem verið væri að fljúga aftur til herstöðvarinnar. Þess vegna hafi hann ekki verið skotinn niður. Þetta hefur AP fréttaveitan eftir tveimur heimildarmönnum og eru þetta sagðar bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar á því hvernig sjálfsprengidróninn komst í gegnum varnir herstöðvarinnar. Dróninn er sagður hafa lent á svefnskála hermanna. Drónanum var flogið með jörðinni í átt að herstöðinni en von var á bandarískum dróna á sama tíma. Honum var flogið frá Írak af meðlimum Kataib Hezbollah, vígahóps sem studdur er af yfirvöldum í Íran. Hópurinn er einn margra í Írak sem nýtur stuðnings klerkastjórnarinnar í Íran. Þeir voru stofnaðir þegar baráttan gegn ISIS stóð sem hæst en þessir hópar heyra formlega séð undir írakska herinn. Sjá einnig: Ræða veru bandarískra hermanna í Írak Herstöðin Tower 22 er ein nokkurra sem Bandaríkjamenn hafa byggt þar sem landamæri Jórdaníu, Íraks og Sýrlands mætast. Upprunalega var her Jórdaníu með viðveru í herstöðinni en bandarískir hermenn komu sér fyrir þar árið 2015. Nú eru þar um 350 bandarískir hermenn, samkvæmt AP. Um tíma voru fleiri hermenn á svæðinu en eftir að vígamenn Íslamska ríkisins mynduðu kalífadæmi sitt árið 2014 héldu rúmlega hundrað þúsund manns til í flóttamannabúðum nærri Tower 22. Nú er áætlað að um 7.500 manns búi í flóttamannabúðunum. Um tuttugu kílómetrum norðar, innan landamæra Sýrlands, er Al-Tanf herstöðin. Hún var sett upp til að berjast gegn Íslamska ríkinu og situr á þjóðveg sem liggur inn í Írak og til Mósúl, sem vígamenn ISIS stjórnuðu lengi. Þjóðvegurinn liggur einnig til Írans. Al-Tanf er að mestu mönnuð af bandarískum sérsveitarmönnum og sýrlenskum sveitum sem börðust með Bandaríkjunum gegn vígamönnum Íslamska ríkisins. Bandarískir hermenn Í Írak og Sýrlandi hafa orðið fyrir árásum frá Kataib Hezbollah og öðrum hópum tengdum Íran um árabil. Frá því stríð Ísrael og Hamas-samtakanna hófst í október hefur þeesum árásum fjölgað gífurlega. Fréttakona Politico, sem sérhæfir sig í varnarmálum, segir að frá 17. október hafi bandarískir hermenn á svæðinu orðið fyrir minnst 165 árásum. Flestar hafa þær verið í Sýrlandi, alls 98. Þá hafa 66 árásir verið gerðar í Írak og nú ein í Jórdaníu. Árásin í gær var sú fyrsta um langt skeið þar sem bandarískir hermenn láta lífið. JUST IN: Initial reports show an attack this morning at US patrol base al-Shaddadi, in northeast Syria, per US official. US troops have been attacked 165 times overall since Oct. 17: 66 in Iraq, 98 in Syria, and once in Jordan— Lara Seligman (@laraseligman) January 29, 2024 Sagður vilja forðast átök við Íran Ráðamenn Í Bandaríkjunum hafa beint spjótum sínum að Írönum, sem segjast ekki hafa komið að árásinni. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir að árásinni verði svarað. Fyrri árásum hefur verið svarað með einstaka loftárásum í Sýrlandi og í Írak. Íslamska andspyrnuhreyfingin, nokkurs konar regnhlífasamtök vopnaðra hreyfinga í Mið-Austurlöndum sem studdar eru af Íran, hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Kataib Hezbollah er í þessari hreyfingu. Lloyd Austin, varnarmálráðherra, sagði í dag að hann og Biden myndu ekki sætta sig við frekari árásir og að öryggi bandarískra hermanna verði tryggt. Biden er sagður vilja forðast möguleg átök við Íran en hann er undir töluverðum pólitískum þrýstingi varðandi það að svara árásinni á Tower 22. Meðal annars gæti hann valið að gera fleiri árásir gegn Írönum í Sýrlandi eða frekari árásir á Kataib Hezbollah og aðra svipaða hópa í Írak. Hann gæti einnig gert árásir innan Íran eða sökkt írönskum skipum, eins og til dæmis njósnaskipi sem Íranir eru sagðir sigla undan ströndum Jemen og notað er til að finna skotmörk fyrir Húta. Sérfræðingur sem Wall Street Journal ræddi við segir að árásir áðurnefndra hópa á bandaríska hermenn munu líklega ekki hætta í bráð. Jafnvel þó loftárásir verði gerðar á meðlimi þessara hópa. Hann segir einu leiðina til að breyta hegðun hópanna sé að finna leiðir til að láta Írana þrýsta á þá. WSJ hefur eftir írönskum erindreka að þar á bæ sé ekki búist við árásum innan landamæra Írans. Bandaríkin Jórdanía Íran Írak Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Íranir segjast ekki hafa átt aðkomu að árásinni á Bandaríkjamenn Stjórnvöld í Íran hafa neitað að hafa átt aðkomu að drónaárásinni sem varð þremur hermönnum Bandaríkjanna að bana á herstöð í Jórdaníu um helgina. 29. janúar 2024 06:33 Bandarískir hermenn féllu í drónaárás í Jórdaníu Þrír bandarískir hermenn féllu og 25 særðust í drónaárás á herstöð Bandaríkjanna í Jórdaníu við landamærin að Sýrlandi í nótt. 28. janúar 2024 17:44 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Sjá meira
Þetta hefur AP fréttaveitan eftir tveimur heimildarmönnum og eru þetta sagðar bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar á því hvernig sjálfsprengidróninn komst í gegnum varnir herstöðvarinnar. Dróninn er sagður hafa lent á svefnskála hermanna. Drónanum var flogið með jörðinni í átt að herstöðinni en von var á bandarískum dróna á sama tíma. Honum var flogið frá Írak af meðlimum Kataib Hezbollah, vígahóps sem studdur er af yfirvöldum í Íran. Hópurinn er einn margra í Írak sem nýtur stuðnings klerkastjórnarinnar í Íran. Þeir voru stofnaðir þegar baráttan gegn ISIS stóð sem hæst en þessir hópar heyra formlega séð undir írakska herinn. Sjá einnig: Ræða veru bandarískra hermanna í Írak Herstöðin Tower 22 er ein nokkurra sem Bandaríkjamenn hafa byggt þar sem landamæri Jórdaníu, Íraks og Sýrlands mætast. Upprunalega var her Jórdaníu með viðveru í herstöðinni en bandarískir hermenn komu sér fyrir þar árið 2015. Nú eru þar um 350 bandarískir hermenn, samkvæmt AP. Um tíma voru fleiri hermenn á svæðinu en eftir að vígamenn Íslamska ríkisins mynduðu kalífadæmi sitt árið 2014 héldu rúmlega hundrað þúsund manns til í flóttamannabúðum nærri Tower 22. Nú er áætlað að um 7.500 manns búi í flóttamannabúðunum. Um tuttugu kílómetrum norðar, innan landamæra Sýrlands, er Al-Tanf herstöðin. Hún var sett upp til að berjast gegn Íslamska ríkinu og situr á þjóðveg sem liggur inn í Írak og til Mósúl, sem vígamenn ISIS stjórnuðu lengi. Þjóðvegurinn liggur einnig til Írans. Al-Tanf er að mestu mönnuð af bandarískum sérsveitarmönnum og sýrlenskum sveitum sem börðust með Bandaríkjunum gegn vígamönnum Íslamska ríkisins. Bandarískir hermenn Í Írak og Sýrlandi hafa orðið fyrir árásum frá Kataib Hezbollah og öðrum hópum tengdum Íran um árabil. Frá því stríð Ísrael og Hamas-samtakanna hófst í október hefur þeesum árásum fjölgað gífurlega. Fréttakona Politico, sem sérhæfir sig í varnarmálum, segir að frá 17. október hafi bandarískir hermenn á svæðinu orðið fyrir minnst 165 árásum. Flestar hafa þær verið í Sýrlandi, alls 98. Þá hafa 66 árásir verið gerðar í Írak og nú ein í Jórdaníu. Árásin í gær var sú fyrsta um langt skeið þar sem bandarískir hermenn láta lífið. JUST IN: Initial reports show an attack this morning at US patrol base al-Shaddadi, in northeast Syria, per US official. US troops have been attacked 165 times overall since Oct. 17: 66 in Iraq, 98 in Syria, and once in Jordan— Lara Seligman (@laraseligman) January 29, 2024 Sagður vilja forðast átök við Íran Ráðamenn Í Bandaríkjunum hafa beint spjótum sínum að Írönum, sem segjast ekki hafa komið að árásinni. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir að árásinni verði svarað. Fyrri árásum hefur verið svarað með einstaka loftárásum í Sýrlandi og í Írak. Íslamska andspyrnuhreyfingin, nokkurs konar regnhlífasamtök vopnaðra hreyfinga í Mið-Austurlöndum sem studdar eru af Íran, hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Kataib Hezbollah er í þessari hreyfingu. Lloyd Austin, varnarmálráðherra, sagði í dag að hann og Biden myndu ekki sætta sig við frekari árásir og að öryggi bandarískra hermanna verði tryggt. Biden er sagður vilja forðast möguleg átök við Íran en hann er undir töluverðum pólitískum þrýstingi varðandi það að svara árásinni á Tower 22. Meðal annars gæti hann valið að gera fleiri árásir gegn Írönum í Sýrlandi eða frekari árásir á Kataib Hezbollah og aðra svipaða hópa í Írak. Hann gæti einnig gert árásir innan Íran eða sökkt írönskum skipum, eins og til dæmis njósnaskipi sem Íranir eru sagðir sigla undan ströndum Jemen og notað er til að finna skotmörk fyrir Húta. Sérfræðingur sem Wall Street Journal ræddi við segir að árásir áðurnefndra hópa á bandaríska hermenn munu líklega ekki hætta í bráð. Jafnvel þó loftárásir verði gerðar á meðlimi þessara hópa. Hann segir einu leiðina til að breyta hegðun hópanna sé að finna leiðir til að láta Írana þrýsta á þá. WSJ hefur eftir írönskum erindreka að þar á bæ sé ekki búist við árásum innan landamæra Írans.
Bandaríkin Jórdanía Íran Írak Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Íranir segjast ekki hafa átt aðkomu að árásinni á Bandaríkjamenn Stjórnvöld í Íran hafa neitað að hafa átt aðkomu að drónaárásinni sem varð þremur hermönnum Bandaríkjanna að bana á herstöð í Jórdaníu um helgina. 29. janúar 2024 06:33 Bandarískir hermenn féllu í drónaárás í Jórdaníu Þrír bandarískir hermenn féllu og 25 særðust í drónaárás á herstöð Bandaríkjanna í Jórdaníu við landamærin að Sýrlandi í nótt. 28. janúar 2024 17:44 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Sjá meira
Íranir segjast ekki hafa átt aðkomu að árásinni á Bandaríkjamenn Stjórnvöld í Íran hafa neitað að hafa átt aðkomu að drónaárásinni sem varð þremur hermönnum Bandaríkjanna að bana á herstöð í Jórdaníu um helgina. 29. janúar 2024 06:33
Bandarískir hermenn féllu í drónaárás í Jórdaníu Þrír bandarískir hermenn féllu og 25 særðust í drónaárás á herstöð Bandaríkjanna í Jórdaníu við landamærin að Sýrlandi í nótt. 28. janúar 2024 17:44
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila