Írak

Fréttamynd

Oscar einn af fimm­tíu sem fá ís­lenskan ríkis­borgara­rétt

Oscar Andreas Boganegra Florez frá Kólumbíu er einn þeirra fimmtíu sem mun fá íslenskan ríkisborgararétt á Alþingi í dag þegar þingmenn munu taka fyrir frumvarp um veitingu ríkisborgararéttar. Frumvarpið var lagt fram í dag af allsherjar- og menntamálanefnd, á síðasta degi þings fyrir frí.

Innlent
Fréttamynd

Trump segir fólki að yfir­gefa Tehran hið snarasta

Íranar halda áfram að skjóta eldflaugum á Ísrael, eftir að Ísraelar hafa gert umfangsmiklar loftárásir í Íran. Eldflaugunum virðist þó fara sífellt fækkandi og Ísraelar segjast hafa tryggt sér yfirráð í háloftunum yfir Íran. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í kvöld að allir íbúar Tehran, höfuðborgar Íran, ættu að flýja en Bandaríkin hafa verið að flytja umtalsverðan herafla til Mið-Austurlanda.

Erlent
Fréttamynd

Fækka í sendi­ráðinu í Bagdad vegna öryggisógnar

Bandaríkjastjórn ætlar að flytja hluta starfsmanna sendiráðsins í Írak úr landi hið snarasta. Allir starfsmenn sem ekki eru taldir nauðsynlegir og fjölskyldur þeirra verða fluttir á brott en þetta mun vera gert af öryggisástæðum.

Erlent
Fréttamynd

Óttast að næstu „ljónsungar“ kalífadæmisins valdi usla

Aðstæður í al Hol búðunum í Sýrlandi, þar sem sýrlenskir Kúrdar hafa um árabil haldið eiginkonum og börnum ISIS-liða, hafa versnað til muna að undanförnu. Árásir eru tíðar og ógnin frá Íslamska ríkinu hefur aukist, bæði utan búðanna og innan.

Erlent
Fréttamynd

Feldu næst­ráðandi leið­toga Íslamska ríkisins

Bandaríkjamenn felldu á dögunum leiðtoga Íslamska ríkisins í Írak og Sýrlandi í loftárás. Abdallah Makki Muslih al-Rifai, sem gekk einnig undir nafninu Abu Khadijah var felldur í Anbar-héraði í Írak, auk annars vígamanns, þegar bíll þeirra var sprengdur í loft upp en hann er sagður hafa verið næstráðandi innan hryðjuverkasamtakanna á heimsvísu.

Erlent
Fréttamynd

Morð á kóran­brennu­manni gæti tengst er­lendu ríki

Forsætisráðherra Svíþjóðar segir að mögulegt sé að erlent ríki hafi komið nálægt morði á írökskum flóttamanni sem vakti athygli fyrir að brenna trúarrit múslima á miðvikudag. Fimm menn eru í haldi lögreglu vegna morðsins.

Erlent
Fréttamynd

Sýr­lenska þjóðin á kross­götum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani?

Abu Mohammed al-Jolani er fyrirferðarmikill þessa dagana enda leiddi skyndisókn hans og bandamanna hans í gegnum varnir Aleppo, Hama og Homs í Sýrlandi til falls einræðisstjórnar sem hafði verið við völd í Sýrlandi í meira en hálfa öld. Þykir hann líklegur til að reyna að mynda nýja ríkisstjórn í Sýrlandi en hvort honum takist það og hvernig sú ríkisstjórn mun líta út er erfitt að segja til um.

Erlent
Fréttamynd

Sækja að annarri stórri borg í Sýr­landi

Harðir bardagar eru sagðir eiga sér stað milli uppreisnar- og vígamanna annars vegar og stjórnarhers Bashars al-Assad, forseta Sýrlands, og annarra sveita honum hliðhollar hinsvegar norður af borginni Hama. Það er ein af stærstu borgum Sýrlands og höfuðborg Hama-héraðs og hafa uppreisnarmennirnir tekið nokkra bæi norður af borginni í dag.

Erlent
Fréttamynd

Mörg hundruð víga­menn frá Írak til að­stoðar Assad-liðum

Hundruð meðlima írakskra vopnahópa hafa streymt yfir landamærin til Sýrlands í dag. Þar ætla þeir að aðstoða sveitir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, gegn uppreisnar- og vígamönnum sem tóku stjórn á borginni Aleppo og stórum nærliggjandi svæðum í vikunni.

Erlent
Fréttamynd

Íranar segja skaðann „tak­markaðan“ eftir á­rásir næturinnar

Klerkastjórn Íran er þegar byrjuð að gera lítið úr árásum Ísrael á landið í nótt. Þær eru sagðar hafa beinst gegn hernaðarskotmörkum í landinu og segja ráðamenn í Íran að skaðinn hafi verið „takmarkaður“. Ísraelar segja árásunum lokið og að þær hafi verið gerðar á loftvarnarkerfi, eldflaugaverksmiðjur og önnur skotmörk.

Erlent
Fréttamynd

Gerðu loft­á­rásir á Kúrda í Írak og Sýr­landi

Tyrkneski herinn hefur gert loftárásir á meintar stöðva Verkamannaflokks Kúrda í Sýrlandi og Írak eftir að fimm létu lífið í hryðjuverkaárás í Ankara, höfuðborg Tyrklands, í gær. Ráðamenn segja tugi vígamanna hafa verið fellda.

Erlent
Fréttamynd

Stærsta að­gerð gegn ISIS í Írak í nokkur ár

Bandarískir og írakskir sérsveitarmenn gerðu í síðustu viku áhlaup á nokkra staði í vesturhluta Íraks og felldu þeir minnst fjórtán vígamenn Íslamska ríkisins. Aðgerðin er sögð sú umfangsmesta gegn ISIS í Írak um nokkurra ára skeið en hún var framkvæmd á sama tíma og yfirvöld Bandaríkjanna og Íraks ræða það hvernig binda eigi enda á viðveru bandarískra hermanna í Írak eða draga verulega úr henni.

Erlent
Fréttamynd

Rann­saka banda­ríska á­lits­gjafa rúss­neskrar sjón­varps­stöðvar

Umdeildur fyrrverandi vopnaeftirlitsmaður Sameinuðu þjóðanna í Írak er annar tveggja Bandaríkjamanna sem sæta sakamálarannsókn vegna starfa sinna fyrir rússneska ríkissjónvarpsstöð. Rannsóknin er sögð liður í að berjast gegn tilraunum Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í haust.

Erlent
Fréttamynd

Ekkja leið­toga ISIS leysir frá skjóðunni

Umm Hudaifa, ekkja Abu Bakr al-Baghdadi fyrrverandi stjórnanda hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkisins, hefur tjáð sig um hjónaband þeirra, eiginmanninn og gjörðir þeirra í viðtali við BBC. Hudaifa situr nú í fangelsi í Írak á meðan stjórnvöld þar í landi rannsaka meinta glæpi hennar.

Erlent
Fréttamynd

„Trúði því ekki að þetta væri ég“

Karlmaður á flótta sem dvelur í Neyðarskýli Rauða krossins segist ekki hafa trúað eigin augum þegar hann horfði á myndband af sjálfum sér með hróp og köll á þingpöllum Alþingis.

Innlent
Fréttamynd

Ögur­stund í máli Julian Assange

Hæstiréttur í Lundúnum tekur fyrir í dag og á morgun síðustu áfrýjun Julian Assange, eins stofnanda Wikileaks, um framsal til Bandaríkjanna. Þar á hann yfir höfði sér lífstíðarfangelsi verði hann fundinn sekur um brot á njósnalagalöggjöf landsins.

Erlent
Fréttamynd

Felldu einn af leið­togum Kataib Hezbollah í drónaárás

Einn af æðstu leiðtogum vígahópsins Kataib Hezbollah var felldur í drónaárás Bandaríkjamanna í Bagdad í Írak í gær. Hann er sagður hafa komið með beinum hætti að skipulagningu og framkvæmd árása á bandaríska hermenn í Írak, Sýrlandi og Jórdaníu.

Erlent
Fréttamynd

Biden segist búinn að á­kveða sig

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segist búinn að ákveða sig hvernig brugðist verði við drónaárás í Jórdaníu, þar sem þrír bandarískir hermenn létu lífið og minnst þrjátíu særðust. Forsvarsmenn hópsins sem gerði árásina segjast hættir að gera árásir á Bandaríkjamenn í bili.

Erlent
Fréttamynd

Skutu drónann ekki niður vegna mis­skilnings

Bandarískir hermenn í herstöðinni Tower 22 í Jórdaníu töldu að dróninn sem banaði þremur hermönnum og særði 34 í gær væri þeirra eigin sem verið væri að fljúga aftur til herstöðvarinnar. Þess vegna hafi hann ekki verið skotinn niður.

Erlent
Fréttamynd

Ræða veru banda­rískra her­manna í Írak

Ráðamenn í Bandaríkjunum og Írak munu á næstunni hefja viðræður um að binda enda á bandalagið gegn Íslamska ríkinu, sem stofnað var til að berjast gegn vígamönnum hryðjuverkasamtakanna í Írak. Meðal þess sem ræða á um er hvort bandarískir hermenn verða áfram í landinu og þá hve umfangsmikil viðvera þeirra verður.

Erlent
Fréttamynd

Felldu hátt­settan byltingarvörð í loft­á­rás í Damaskus

Ísraelar gerðu í morgun loftárás á Damaskus, höfuðborg Sýrlands, og eru þeir sagðir hafa fellt minnst einn háttsettan meðlim byltingarvarða íranska hersins. Ísraelar gera reglulega árásir í Sýrlandi, sem beinast iðulega gegn Írönum þar, en árásir að degi til eru sjaldgæfar.

Erlent
Fréttamynd

Drápu hátt­settan leið­toga Hesbollah

Ísraelar felldu í morgun einn af yfirmönnum Hesbollah-samtakanna í loftárás í suðurhluta Líbanon. Wissam Tawill stýrði úrvala hópi vígamanna og er æðsti leiðtogi Hesbollah sem felldur er af Ísraelum frá því átökin hófust fyrir botni Miðjarðarhafsins í október.

Erlent
Fréttamynd

For­dæma Banda­ríkja­menn vegna drónaárásar í Baghdad

Ríkisstjórn Íraks fordæmdi í gær drónaárás Bandaríkjamanna í Baghdad, höfuðborg landsins, í gærmorgun. Í árásinni féll leiðtogi vopnahóps sem tengist yfirvöldum í Íran og öryggissveitum Íraks. Sá er sagður hafa skipulagt fjölmargar árásir á bandaríska hermenn í Írak.

Erlent
Fréttamynd

Hussein yfir­gaf Ís­land á­samt fjöl­skyldu sinni

Hælisleitandinn Hussein Hussein, sem er í hjólastól, ákvað á síðustu stundu að yfirgefa Ísland og fór með fjölskyldu sinni til Grikklands í gær. Fjölskylduvinur segir að Hussein hafi ekki getað hugsað sér að dvelja hér án fjölskyldu sinnar, sem vísað var úr landi. Aðstæður séu ömurlegar hjá þeim úti.

Innlent