Íranskir hermenn féllu líklega í árásum Bandaríkjamanna Samúel Karl Ólason skrifar 15. nóvember 2023 10:29 Embættismenn í Bandaríkjunum segja íranska hermenn líklega hafa fallið í árásunum. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna birti í gærkvöldi myndbönd af loftárásum hersins á byltingarverði Íran og vígahópa sem Írans styður í austurhluta Sýrlands á dögunum. Árásirnar voru gerðar vegna ítrekaðra árása meðlima vígahópa í Írak og Sýrlandi á bandaríska hermenn þar. Ein árás var gerð á þjálfunarmiðstöð í Abu Kamal í Sýrlandi og á meinta stjórnstöð byltingarvarða Íran og tengdra sveita í Mayadin. Byltingarverðir Íran, sem er stærsta og valdamesta deild hers landsins, heyrir eingöngu undir Ayatollah Ali Khamenei, æðstaklerk Íran, sem stjórnar landinu. Þeir hafa lengi verið í Íran og flytja þessar hersveitir meðal annars vopn til vígahópa sem yfirvöld í Íran styðja víðsvegar um Mið-Austurlönd. Sjá einnig: Varpa enn sprengjum á byltingarverði í Sýrlandi Heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs segja líklegt að mannfall hafi orðið í loftárásunum og að markmiðið hafi einnig verið að granda vopnabirgðum sem voru á báðum stöðunum. Einn embættismaður sagði blaðamanni AP fréttaveitunnar til að mynda talið væri að byltingarverðir Íran hefðu verið í húsnæðinu í Mayadin og hefðu líklega fallið. Árásirnar voru gerðar á sunnudaginn og var það í þriðja sinn sem Bandaríkjamenn gera árásir sem þessar á tveimur vikum. Með þeim vilja Bandaríkjamenn þvinga Írana og vígahópa þeirra til að hætta árásum á bandaríska hermenn í Írak og Sýrlandi. Tölur um fjölda þessara árása eru á nokkru kreiki eða allt frá rúmlega fimmtíu í rúmlega sjötíu á undanförnum mánuði. Þær hófust eftir að sprenging varð við sjúkrahús á Gasaströndinni þann 17. október. Í flestum tilfellum hefur eldflaugum verið skotið að bandarískum herstöðvum eða sjálfsprengidrónum flogið að þeim. Ekki virðist sem það hafi tekist, þar sem fregnir hafa borist af áframhaldandi árásum á bandaríska hermenn. CNN sagði í gær að minnst fjórar árásir hefðu verið gerðar á bandaríska hermenn í Sýrlandi frá því á sunnudaginn. Enginn er þó sagður hafa særst í þessum árásum. Heimildarmenn miðilsins segja árásirnar bæði hafa gerðar með eldflaugum og sjálfsprengidrónum. Sýrland Bandaríkin Hernaður Íran Átök í Ísrael og Palestínu Írak Tengdar fréttir Varpa enn sprengjum á byltingarverði í Sýrlandi Bandaríkjamenn gerðu í gærkvöldi aftur loftárásir gegn Írönum og vígahópum sem þeir styðja í Sýrlandi. Sprengjum var varpað á vopnageymslu byltingarvarða Írans og á þjálfunarmiðstöð í austurhluta landsins en þetta er í þriðja sinn á rúmum tveimur vikum sem Bandaríkjamenn gera slíkar árásir. 13. nóvember 2023 12:02 Áfram árásir á Bandaríkjamenn í Írak og Sýrlandi Minnst þrjár árásir voru gerðar á bandaríska hermenn í Írak í dag og minnst ein í Sýrlandi í gærkvöldi. Enginn er sagður hafa fallið í þessum árásum. Bandaríkjamenn vörpuðu í gær sprengjum á vopnageymslu byltingarvarða Íran í Sýrlandi í gær og var það gert vegna fjölda árásá vígahópa sem Íranar styðja á bandaríska hermenn í Írak og Sýrlandi. 9. nóvember 2023 23:38 Vörpuðu sprengjum á byltingarverði í Sýrlandi Bandaríkjamenn gerðu í kvöld loftárásir í austurhluta Sýrlands, sem sagðar eru hafa beinst gegn byltingarvörðum Írans og vígahópum sem Íran styður. Þá var bandarískur dróni skotinn niður af Hútum yfir Rauðahafinu. 8. nóvember 2023 23:09 Málaliðar Wagner færa Hezbollah loftvarnarkerfi Málaliðhópurinn rússneski, Wagner Group, er sagður ætla að senda hryðjuverkasamtökunum Hezbollah í Líbanon rússneskt loftvarnarkerfi, með mögulegri aðstoð Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Óttast er að Hezbollah ætli að opna nýja víglínu gegn Ísrael í norðurhluta landsins. 3. nóvember 2023 11:43 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Ein árás var gerð á þjálfunarmiðstöð í Abu Kamal í Sýrlandi og á meinta stjórnstöð byltingarvarða Íran og tengdra sveita í Mayadin. Byltingarverðir Íran, sem er stærsta og valdamesta deild hers landsins, heyrir eingöngu undir Ayatollah Ali Khamenei, æðstaklerk Íran, sem stjórnar landinu. Þeir hafa lengi verið í Íran og flytja þessar hersveitir meðal annars vopn til vígahópa sem yfirvöld í Íran styðja víðsvegar um Mið-Austurlönd. Sjá einnig: Varpa enn sprengjum á byltingarverði í Sýrlandi Heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs segja líklegt að mannfall hafi orðið í loftárásunum og að markmiðið hafi einnig verið að granda vopnabirgðum sem voru á báðum stöðunum. Einn embættismaður sagði blaðamanni AP fréttaveitunnar til að mynda talið væri að byltingarverðir Íran hefðu verið í húsnæðinu í Mayadin og hefðu líklega fallið. Árásirnar voru gerðar á sunnudaginn og var það í þriðja sinn sem Bandaríkjamenn gera árásir sem þessar á tveimur vikum. Með þeim vilja Bandaríkjamenn þvinga Írana og vígahópa þeirra til að hætta árásum á bandaríska hermenn í Írak og Sýrlandi. Tölur um fjölda þessara árása eru á nokkru kreiki eða allt frá rúmlega fimmtíu í rúmlega sjötíu á undanförnum mánuði. Þær hófust eftir að sprenging varð við sjúkrahús á Gasaströndinni þann 17. október. Í flestum tilfellum hefur eldflaugum verið skotið að bandarískum herstöðvum eða sjálfsprengidrónum flogið að þeim. Ekki virðist sem það hafi tekist, þar sem fregnir hafa borist af áframhaldandi árásum á bandaríska hermenn. CNN sagði í gær að minnst fjórar árásir hefðu verið gerðar á bandaríska hermenn í Sýrlandi frá því á sunnudaginn. Enginn er þó sagður hafa særst í þessum árásum. Heimildarmenn miðilsins segja árásirnar bæði hafa gerðar með eldflaugum og sjálfsprengidrónum.
Sýrland Bandaríkin Hernaður Íran Átök í Ísrael og Palestínu Írak Tengdar fréttir Varpa enn sprengjum á byltingarverði í Sýrlandi Bandaríkjamenn gerðu í gærkvöldi aftur loftárásir gegn Írönum og vígahópum sem þeir styðja í Sýrlandi. Sprengjum var varpað á vopnageymslu byltingarvarða Írans og á þjálfunarmiðstöð í austurhluta landsins en þetta er í þriðja sinn á rúmum tveimur vikum sem Bandaríkjamenn gera slíkar árásir. 13. nóvember 2023 12:02 Áfram árásir á Bandaríkjamenn í Írak og Sýrlandi Minnst þrjár árásir voru gerðar á bandaríska hermenn í Írak í dag og minnst ein í Sýrlandi í gærkvöldi. Enginn er sagður hafa fallið í þessum árásum. Bandaríkjamenn vörpuðu í gær sprengjum á vopnageymslu byltingarvarða Íran í Sýrlandi í gær og var það gert vegna fjölda árásá vígahópa sem Íranar styðja á bandaríska hermenn í Írak og Sýrlandi. 9. nóvember 2023 23:38 Vörpuðu sprengjum á byltingarverði í Sýrlandi Bandaríkjamenn gerðu í kvöld loftárásir í austurhluta Sýrlands, sem sagðar eru hafa beinst gegn byltingarvörðum Írans og vígahópum sem Íran styður. Þá var bandarískur dróni skotinn niður af Hútum yfir Rauðahafinu. 8. nóvember 2023 23:09 Málaliðar Wagner færa Hezbollah loftvarnarkerfi Málaliðhópurinn rússneski, Wagner Group, er sagður ætla að senda hryðjuverkasamtökunum Hezbollah í Líbanon rússneskt loftvarnarkerfi, með mögulegri aðstoð Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Óttast er að Hezbollah ætli að opna nýja víglínu gegn Ísrael í norðurhluta landsins. 3. nóvember 2023 11:43 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Varpa enn sprengjum á byltingarverði í Sýrlandi Bandaríkjamenn gerðu í gærkvöldi aftur loftárásir gegn Írönum og vígahópum sem þeir styðja í Sýrlandi. Sprengjum var varpað á vopnageymslu byltingarvarða Írans og á þjálfunarmiðstöð í austurhluta landsins en þetta er í þriðja sinn á rúmum tveimur vikum sem Bandaríkjamenn gera slíkar árásir. 13. nóvember 2023 12:02
Áfram árásir á Bandaríkjamenn í Írak og Sýrlandi Minnst þrjár árásir voru gerðar á bandaríska hermenn í Írak í dag og minnst ein í Sýrlandi í gærkvöldi. Enginn er sagður hafa fallið í þessum árásum. Bandaríkjamenn vörpuðu í gær sprengjum á vopnageymslu byltingarvarða Íran í Sýrlandi í gær og var það gert vegna fjölda árásá vígahópa sem Íranar styðja á bandaríska hermenn í Írak og Sýrlandi. 9. nóvember 2023 23:38
Vörpuðu sprengjum á byltingarverði í Sýrlandi Bandaríkjamenn gerðu í kvöld loftárásir í austurhluta Sýrlands, sem sagðar eru hafa beinst gegn byltingarvörðum Írans og vígahópum sem Íran styður. Þá var bandarískur dróni skotinn niður af Hútum yfir Rauðahafinu. 8. nóvember 2023 23:09
Málaliðar Wagner færa Hezbollah loftvarnarkerfi Málaliðhópurinn rússneski, Wagner Group, er sagður ætla að senda hryðjuverkasamtökunum Hezbollah í Líbanon rússneskt loftvarnarkerfi, með mögulegri aðstoð Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Óttast er að Hezbollah ætli að opna nýja víglínu gegn Ísrael í norðurhluta landsins. 3. nóvember 2023 11:43