Ræða veru bandarískra hermanna í Írak Samúel Karl Ólason skrifar 26. janúar 2024 14:59 Meðlimir Kataib Hezbollah jarða mann sem féll í einni af loftárásum Bandaríkjanna í Írak. AP/Hadi Mizban Ráðamenn í Bandaríkjunum og Írak munu á næstunni hefja viðræður um að binda enda á bandalagið gegn Íslamska ríkinu, sem stofnað var til að berjast gegn vígamönnum hryðjuverkasamtakanna í Írak. Meðal þess sem ræða á um er hvort bandarískir hermenn verða áfram í landinu og þá hve umfangsmikil viðvera þeirra verður. Bandarískir hermenn í Írak hafa orðið fyrir fjölmörgum árásum þar í landi frá vopnahópum, sem eru óformlegur hluti af írakska hernum en eru studdir og jafnvel fjármagnaðir af yfirvöldum í Íran og tengjast klerkastjórninni nánum böndum. Hóparnir voru myndaðir þegar baráttan gegn vígamönnum ISIS stóð hvað hæst. Her Bandaríkjanna hefur svarað þessum árásum með loftárásum innan landamæra Íraks og hefur ríkisstjórn Íraks kvartað yfir þeim. Forsætisráðherra Íraks hefur sagt að hann muni ræða við ráðamenn í Bandaríkjunum um að flytja hermenn þeirra úr landinu. Sjá einnig: Fordæma Bandaríkjamenn vegna drónaárásar í Baghdad AP fréttaveitan hefur þó eftir embættismönnum í Bandaríkjunum að viðræðurnar hafi verið skipulagðar um síðasta sumar, áður en þessar árásir hófust. Talskona varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna sagði svo í gær að engin beiðni um að flytja hermenn á brott hefði borist frá ríkisstjórn Íraks. Allra fyrstu viðræðurnar eiga að fara fram á morgun en þær á að nota til að leggja línurnar fyrir áframhaldandi viðræður. Ítrekaðar árásir á hermenn Frá því stríð Ísrael og Hamas hófst hafa að minnsta kosti sextíu árásir verið gerðar á bandaríska hermenn í Írak og Sýrlandi. Þær hafa verið gerðar með drónum, eldflaugum, bæði skamm- og langdrægum, og sprenguvörpum. Um síðustu helgi skutu meðlimir hóps sem kallast Kataib Hezbollah nokkrum langdrægum eldflaugum að stórri herstöð í Vesturhluta Íraks, þar sem bandarískir hermenn hafa þjálfað írakskar öryggissveitir. Þeirri árás var svarað með loftárásum gegn hópum tengdum Íran og féllu einhverjir meðlimir hópanna í þeim árásum. Ríkisstjórn Íraks mótmælti loftárásunum en meðlimir hennar hafa einnig mótmælt skæðri eldflaugaárás Írana á borgina Erbil í norðurhluta Íraks. Írak Bandaríkin Hernaður Sýrland Íran Mest lesið „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Fleiri fréttir Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Sjá meira
Bandarískir hermenn í Írak hafa orðið fyrir fjölmörgum árásum þar í landi frá vopnahópum, sem eru óformlegur hluti af írakska hernum en eru studdir og jafnvel fjármagnaðir af yfirvöldum í Íran og tengjast klerkastjórninni nánum böndum. Hóparnir voru myndaðir þegar baráttan gegn vígamönnum ISIS stóð hvað hæst. Her Bandaríkjanna hefur svarað þessum árásum með loftárásum innan landamæra Íraks og hefur ríkisstjórn Íraks kvartað yfir þeim. Forsætisráðherra Íraks hefur sagt að hann muni ræða við ráðamenn í Bandaríkjunum um að flytja hermenn þeirra úr landinu. Sjá einnig: Fordæma Bandaríkjamenn vegna drónaárásar í Baghdad AP fréttaveitan hefur þó eftir embættismönnum í Bandaríkjunum að viðræðurnar hafi verið skipulagðar um síðasta sumar, áður en þessar árásir hófust. Talskona varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna sagði svo í gær að engin beiðni um að flytja hermenn á brott hefði borist frá ríkisstjórn Íraks. Allra fyrstu viðræðurnar eiga að fara fram á morgun en þær á að nota til að leggja línurnar fyrir áframhaldandi viðræður. Ítrekaðar árásir á hermenn Frá því stríð Ísrael og Hamas hófst hafa að minnsta kosti sextíu árásir verið gerðar á bandaríska hermenn í Írak og Sýrlandi. Þær hafa verið gerðar með drónum, eldflaugum, bæði skamm- og langdrægum, og sprenguvörpum. Um síðustu helgi skutu meðlimir hóps sem kallast Kataib Hezbollah nokkrum langdrægum eldflaugum að stórri herstöð í Vesturhluta Íraks, þar sem bandarískir hermenn hafa þjálfað írakskar öryggissveitir. Þeirri árás var svarað með loftárásum gegn hópum tengdum Íran og féllu einhverjir meðlimir hópanna í þeim árásum. Ríkisstjórn Íraks mótmælti loftárásunum en meðlimir hennar hafa einnig mótmælt skæðri eldflaugaárás Írana á borgina Erbil í norðurhluta Íraks.
Írak Bandaríkin Hernaður Sýrland Íran Mest lesið „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Fleiri fréttir Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Sjá meira