Enski boltinn

Chelsea gæti tapað stigum eftir að gagna­leki leiddi í ljós mögu­legt svindl

Smári Jökull Jónsson skrifar
Roman Abramovich er fyrrum eigandi Chelsea.
Roman Abramovich er fyrrum eigandi Chelsea. Vísir/AP

Chelsea er í vandræðum eftir að rannsókn á skjölum sli leiddu í ljós í gagnaleka sem bendir til svindls. Ólöglegar greiðslur virðast hafa verið greiddar til umboðsmanna í eigendatíð Roman Abramovich.

Roman Abramovich var eigandi Chelsea frá árinu 2003 og allt þar til á síðasta ári. Todd Boehly keypti þá félagið á 4,2 milljarða punda eftir að breska ríkisstjórnin frysti eignir Abramovich í kjölfar innrás Rússa í Úkraínu.

Nú virðist hins vegar Chelsea vera komið í vandræði. Skjöl sem komið hafa í ljós í gagnaleka benda til þess að í eigendatíð Abramovich hafi Chelsea brotið fjárhagsreglur UEFA. Skjölin sýna mögulegar, ólöglegar greiðslur upp á fleiri milljarða króna í eigendatíð Abramovich.

Greiðslurnar eru meðal annars til samstarfsmanns Antonio Conte, umboðsmanns Eden Hazard og aðra yfirmenn Chelsea. Þær tengjast líka kaupunum á Willian og Samuel Eto´o en frá því máli var greint í síðasta mánuði.

Enska úrvalsdeildin og enska knattspyrnusambandið hafa hafið rannsókn á málinu og UEFA hefur nú þegar sektað Chelsea um 8,6 milljónir punda eftir að núverandi eigendur greindu frá að þeir hefðu fengið ófullnægjandi upplýsingar um fjármál félagsins í tíð Rússans.

Nýju skjölin benda til ítrekaðra brota Abramovich og gæti niðurstaðan verið sú að stig verða dregin af Chelsea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×