Enski boltinn

Rann­saka sér­stak­lega kaup Chelsea á Eto'o og Willi­an

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Samuel Eto'o kláraði eins árs samning hjá Chelsea og fór svo til Everton.
Samuel Eto'o kláraði eins árs samning hjá Chelsea og fór svo til Everton. Getty/Jamie McDonald

Félagsskipti Samuel Eto'o og Willian eru meðal þess sem gæti komið Chelsea í vandræði vegna hugsanlegra brota á fjárhagsreglum ensku úrvalsdeildarinnar.

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, sektaði Chelsea um 8,6 milljónir í júlí fyrir brot á rekstrarreglum en þetta kom til vegna skorts á skilum á upplýsingum um rekstur félagsins frá 2012 til 2019.

UEFA fékk að vita af brotunum frá nýju eigendum Chelsea, Clearlake fjárfestingafélaginu, eftir að þeir keyptu Chelsea í maí 2022. Þeir létu ensku úrvalsdeildina einnig vita á sama tíma.

Leikmennirnir voru keyptir af rússneska félaginu Anzhi Makhachkala í lok ágúst fyrir tíu árum síðan. Chelsea borgaði Anzhi 30 milljónir punda fyrir Willian 28. ágúst 2013 og keypti Samuel Eto'o síðan á tvær milljónir punda daginn eftir.

Willian lék með Chelsea í sjö tímabil eða til ársins 2020 en Eto'o aðeins þetta eina tímabil. Árið eftir samdi Kamerúnmaðurinn við Everton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×