Ísraelsher segist hafa tekið yfir og Selenskí skýtur á Íran Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. október 2023 08:43 Íbúar í Ashkelon virða fyrir sér skemmdirnar í kjölfar loftárása Hamaz á laugardag. AP/Erik Marmor Daniel Hagari, talsmaður ísraelska hersins, segir herinn nú við stjórnvölinn á öllum svæðum. Eins og stendur sé ekki barist innan Ísrael en mögulega séu liðsmenn Hamas þar í felum. Unnið er að rýmingu allra byggða við varnarlínu Ísraels og þá sé aukinn viðbúnaður í norðurhluta landsins, þar sem einhverjar uppákomur hafa orðið frá árásunum á laugardag. Þar sé þó ekki barist. Herinn gerir nú umfangsmiklar árásir á Gaza á fjögurra tíma fresti, að sögn Hagari. Skotmörkin eru mörg hundruð talsins en aðeins er um að ræða staði þar sem hryðjuverkamenn eru taldir hafast við. Hagari segir hundruð liðsmanna Hamas hafa fallið í árásum hersins. Ekkert rafmagn er á Gaza né internet. Fregnir hafa borist af birgðaskorti hjá Ísraelsmönnum en Hagari segir þetta ekki rétt, Nóg sé af búnaði og mat fyrir herliðið. Búið er að kalla til 300.000 varaliða en 73 hermenn hafa fallið í átökunum. Aðspurður um gíslana sem Hamas-liðar tóku sagði Hagari aðeins að unnið væri að því að hafa samband við fjölskyldur viðkomandi og að nánari upplýsingar yrðu veittar að því loknu. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur tjáð sig opinberlega um þróun mála og segir alþjóðasamfélagið verða að koma saman í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökum og -ríkjum. Sagði hann engan myndu gleyma árásinni á laugardag. Hryðjuverkamennirnir hefðu sjálfir deilt myndskeiðum af voðaverkum sínum og hrósað sér af þeim. Ríki heims þyrft að ná sátt um grundvallaratriði; ekki nauðga, ekki myrða. Ekki taka börn sem verðlaunagripi. Engar blóðsúthellingar meðal almennra borgara. Selenskí skaut föstum skotum að Íran og sagði þarlend stjórnvöld ekki getað firrað sig ábyrgð á innrás Rússa í Úkraínu á meðan þau seldu Rússum dróna. Þá gætu þau ekki sagst ábyrgðarlaus gagnvart árás Hamas ef þau fordæmdu hana ekki. Ísrael Palestína Hernaður Íran Átök Ísraela og Palestínumanna Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Unnið er að rýmingu allra byggða við varnarlínu Ísraels og þá sé aukinn viðbúnaður í norðurhluta landsins, þar sem einhverjar uppákomur hafa orðið frá árásunum á laugardag. Þar sé þó ekki barist. Herinn gerir nú umfangsmiklar árásir á Gaza á fjögurra tíma fresti, að sögn Hagari. Skotmörkin eru mörg hundruð talsins en aðeins er um að ræða staði þar sem hryðjuverkamenn eru taldir hafast við. Hagari segir hundruð liðsmanna Hamas hafa fallið í árásum hersins. Ekkert rafmagn er á Gaza né internet. Fregnir hafa borist af birgðaskorti hjá Ísraelsmönnum en Hagari segir þetta ekki rétt, Nóg sé af búnaði og mat fyrir herliðið. Búið er að kalla til 300.000 varaliða en 73 hermenn hafa fallið í átökunum. Aðspurður um gíslana sem Hamas-liðar tóku sagði Hagari aðeins að unnið væri að því að hafa samband við fjölskyldur viðkomandi og að nánari upplýsingar yrðu veittar að því loknu. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur tjáð sig opinberlega um þróun mála og segir alþjóðasamfélagið verða að koma saman í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökum og -ríkjum. Sagði hann engan myndu gleyma árásinni á laugardag. Hryðjuverkamennirnir hefðu sjálfir deilt myndskeiðum af voðaverkum sínum og hrósað sér af þeim. Ríki heims þyrft að ná sátt um grundvallaratriði; ekki nauðga, ekki myrða. Ekki taka börn sem verðlaunagripi. Engar blóðsúthellingar meðal almennra borgara. Selenskí skaut föstum skotum að Íran og sagði þarlend stjórnvöld ekki getað firrað sig ábyrgð á innrás Rússa í Úkraínu á meðan þau seldu Rússum dróna. Þá gætu þau ekki sagst ábyrgðarlaus gagnvart árás Hamas ef þau fordæmdu hana ekki.
Ísrael Palestína Hernaður Íran Átök Ísraela og Palestínumanna Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira