Átök í Ísrael og Palestínu

Fréttamynd

Mót­mæltu komu „spilltrar“ der Leyen

Hópur fólks mótmæli komu Ursulu Von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, til landsins á Austurvelli í dag. Hún mætir til landsins á miðvikudag, meðal annars til að funda með Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Fröken þjóðar­morð: Þér er ekki boðið!

Fréttir bárust þess efnis í dag að von væri á Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í “vinnuheimsókn” til landsins. Þar mun hún funda með forsætis- og utanríkisráðherra og sækja bæði Grindavík og Þingvelli heim. Heimsóknina kallar Kristrún Frostadóttir „mikið fagnaðarefni“ - en er það svo?

Skoðun
Fréttamynd

Ursula von der Leyen styður þjóðar­morð!

Ursulu von der Leyen framkvæmdastjóra Evrópusambandsins er boðið til Íslands meðan þjóðarmorð stendur á Gaza. Hún hefur lýst því yfir að Ísrael fylgi sömu gildum og Evrópa, hún segir frelsi Ísraels vera frelsi Evrópu og hún segir að Ísrael sé að verja sig. Ursula styður þjóðarmorðið.

Skoðun
Fréttamynd

Reyna aftur að sigla til Gasa

Aðgerðarsinnar í Freedom Flotilla Coalition hyggjast reyna að sigla aftur til Gasastrandarinnar. Greta Thunberg, sænskur loftlagsaðgerðarsinni, var með í síðustu för hópsins sem endaði á að hópurinn var stöðvaður af ísraelska hernum.

Erlent
Fréttamynd

Ég vona að þú gleymir mér ekki

"Ég vona að þú gleymir mér ekki" eru skilaboð sem ég fæ á hverjum degi frá tugum fjölskyldna á Gaza sem ég er í sambandi við. Neyð fólks á Gaza eykst með degi hverjum og vestrænar þjóðir hafa staðið að fullu aðgerðalausar hjá á meðan murkað er lífið úr börnum Gaza með sprengjum, byssum og herkví.

Skoðun
Fréttamynd

Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans

Skorið hefur verið á fána­böndin þar sem þjóðfánar Palestínu og Úkraínu hafa blakt við ráðhús Reykjavíkur. Gerist þetta aðeins um fjórum dögum eftir að hinum palestínska var flaggað á fimmtudag. Borgin ætlar að draga þá aftur að húni þegar búið er að gera við fánaböndin.

Innlent
Fréttamynd

Stöðvum hel­víti á jörðu

Orð fá ekki lýst þeirri skelfingu sem ríkir á Gaza. Mannúðarsamtök hafa þó gert tilraunir til þess að finna orð. Forseti Alþjóðaráðs Rauða krossins hefur sagt ástandið á Gaza verra en helvíti og segir mannkynið hafa brugðist. Talsmaður UNICEF hefur kallað Gaza grafreit barna. Framkvæmdastýra UN Women hefur sagt fordæmalausa eyðileggingu rigna yfir íbúa Gaza. Framkvæmdastjóri alþjóðasamtaka Barnaheilla hefur líkt lífi allra barna á Gaza við lifandi martröð.

Skoðun
Fréttamynd

Nýjasta út­spil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nas­istanna

„Auschwitz var ekki mannúðarborg, við skulum orða það þannig,“ segir Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Fram kom í fréttum í morgun að Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísraels, hafi fyrirskipað hernum að undirbúa flóttamannabúðir, eða „mannúðarborg“ eins og hann kallar það, á rústum Rafah-borgar á Gasa.

Innlent
Fréttamynd

Vonir um vopna­hlé eins og hálm­strá

Í dag, þann 7.7.2025, ferðast stríðsglæpaforinginn Netanyahu til Washington að heimsækja helsta stuðningsmann sinn, Donald Trump í Hvíta húsinu. Netanyahu verður áreiðanlega ekki handtekinn við komuna, þrátt fyrir að vera eftirlýstur af Alþjóða stríðsglæpadómstólnum. Bandaríkin eru ekki með í þeirri mikilvægu stofnun.

Skoðun
Fréttamynd

Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury

Hljómsveitin Bob Vylan var meðal sjö atriða á Glastonbury-tónlistarhátíðinni sem stjórnendur BBC höfðu metið sem há-áhættu atriði. Menn töldu sig hins vegar hafa gert ráðstafanir til að grípa inn í ef eitthvað kæmi upp á en svo reyndist ekki vera.

Erlent
Fréttamynd

Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá

Við höfum horft á þjóðarmorð á Gaza í beinni útsendingu í bráðum tvö ár. Enn eru engin merki um að leiðtogar áhrifamestu ríkja á Vesturlöndum geri nokkuð til að stöðva það. Stuðningurinn við Ísrael virðist óskiljanlegur en á rætur í gegndarlausum áróðri síonista fyrir rétti til lands, landráni byggðu á trúarsetningum um Guðs útvöldu þjóð sem eru gróflega rasískar í eðli sínu og órafjarri allri sagnfræði og nútímaþekkingu. Önnur rót er í rasískri yfirburðahyggju nýlendustefnunnar, sem gerir ráð fyrir að megi fara með lifandi fólk eins og skepnur.

Skoðun
Fréttamynd

Tvö­falt sið­gæði EBU mikið áhyggju­efni

Samband evrópskra sjónvarpsstöðva EBU kemur saman í London á fimmtudag og föstudag á aðalfundi þar sem þátttaka Ísrael í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva verður meðal annars til umræðu. Stjórnarformaður Ríkisútvarpsins segir ólíðandi að söngvakeppnin sé notuð í pólitísku áróðursstríði og að ekkert réttlæti þátttöku Ísraels. 

Innlent
Fréttamynd

Er Ísrael enn­þá út­valin þjóð Guðs?

Þann 25.06.2025 birti Helen Ólafsdóttir, öryggisráðgjafi hjá SÞ, grein varðandi viðvarandi stríðsátök í heiminum, allt frá Írak til Gaza. Niðurlag greinarinnar er verðugt: „Þetta er ákall um skynsemi og mannúðlegri utanríkisstefnu – stefnu sem byggir á siðferðilegri ábyrgð, vernd alþjóðalaga og raunverulegum hagsmunum friðar og stöðugleika.“

Skoðun
Fréttamynd

Mig langar að byggja heim með frið og um­lykja með ást

Ég er friðarsinni og hef alltaf verið og tel að við Íslendingar ættum alltaf að tala með og stuðla að friði alls staðar, en það telst ekki fínt í dag að tala fyrir friði oftast erum við úthrópuð sem Pútínisti og eða Trumpisti og flestir leggja ekki í það skítkast sem dynur á manni ef maður lætur sér koma til hugar að tala um frið.

Skoðun
Fréttamynd

Setja 150 milljónir auka­lega í að að­stoða Palestínu­menn

Íslensk stjórnvöld ætla að veita 150 milljónum króna aukalega til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) vegna átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs. Fyrri ríkisstjórn stöðvaði framlög Íslands til stofnunarinnar tímabundið vegna ásakana Ísraela um tengsl hennar við Hamas-samtökin.

Innlent
Fréttamynd

Trumpistar eru víða

Í dag eins og alla aðra daga fer fram þjóðarmorð í Palestínu. NATO þjóðir hafa frá upphafi skaffað þjóðarmorðingjunum vopn til ætlunverks síns. Nýjustu tölur benda til að um 400.000 manns hafi verið útrýmt frá því helförin hófst.

Skoðun
Fréttamynd

Komu sex­tán dvalarleyfishöfum af Gasasvæðinu

Fulltrúar á vegum utanríkisráðuneytisins aðstoðuðu í dag sextán einstaklinga á Gasa, þar af sjö börn, með dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar, að komast til Amman, höfuðborgar Jórdaníu. Hópurinn heldur svo til Íslands í kjölfarið.

Innlent
Fréttamynd

Orð Krist­rúnar vöktu „gott bros“ Banda­ríkja­for­seta

Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins sem fram fór í Haag í Hollandi í dag gekk vel og mikil samstaða var í hópi leiðtoga að sögn Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra. Hún segir að mikill skilningur ríki gagnvart stöðu Íslands sem herlauss ríkis en hún lagði á fundinum meðal annars áherslu á áframhaldandi stuðning við Úkraínu, öryggismál á Norðurslóðum og hvatti bandalagsríki, einkum Donald Trump Bandaríkjaforseta, til að beita sér fyrir vopnahléi á Gasa.

Innlent
Fréttamynd

Kross­ferðir - Íslamófóbía - Palestína

Þegar Greta Thunberg ræddi við fréttafólk eftir heimkomu sína frá Palestínu um daginn, eftir að hafa tekið þátt í siglingu með neyðargögn til sveltandi fólks á Gaza, sagði hún að ástandið snerist fyrst og fremst um rasisma.

Skoðun