Átök í Ísrael og Palestínu

Fréttamynd

Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Ís­lands

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sótti fund varnarmálaráðherra Atlantshafsbandalagsins í Brussel í gær, þar sem varnir bandalagsríkja gegn fjölþáttaógnum og stuðningur bandalagsins við Úkraínu voru meðal annars í brennidepli. Þá átti hún meðal annars spjall við Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, um Gasa auk þess sem Þorgerður hvatti hann til að koma í heimsókn til Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Hamas að­eins skilað tveimur líkum til við­bótar en ekki sagðir hafa svikið sam­komu­lag

Stjórnvöld í Bandaríkjunum gefa lítið fyrir tal um að Hamas-samtökin hafi rofið samkomulag um vopnahlé með því að hafa ekki enn látið haf hendi lík allra þeirra ísraelsku gísla sem enn hefur ekki verið skilað til baka líkt og samkomulagið kveður á um. Líkum tveggja gísla til viðbótar var skilað í gær en aðeins hefur jarðneskum leifum níu af þeim 28 látnu gíslum sem Hamas bar að láta af hendi verið skilað til fjölskyldna hinna látnu.

Erlent
Fréttamynd

Neyðar­kall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað

Nú er rykið að setjast á Gaza. Við blasir gríðarleg eyðilegging sem tvö ár af vopnuðum átökum hafa skilið eftir sig. Og í henni miðri eru örmagna almennir borgarar sem hafa upplifað ólýsanlegar þjáningar og missi og búið við stöðugan ótta undir þyt orrustuþota, dróna og sprengjuregns.

Skoðun
Fréttamynd

Segja eitt líkanna ekki vera gísl

Forsvarsmenn ísraelska hersins segja að eitt líkanna sem Hamas-liðar afhentu í gær sé ekki lík gísls. Ísraelar fengu fjögur lík afhent í gær og fjögur daginn þar áður en í heildina sögðust Ísraelar vilja fá lík 28 gísla sem Hamas-liðar áttu að halda enn.

Erlent
Fréttamynd

Við­kvæmur friður þegar í hættu?

Aðeins um vika er liðin frá því að samkomulag náðist um vopnahlé á Gasa en það virðist nú þegar í hættu. Ísraelsmenn ákváðu í gær að falla frá opnun Rafah hliðsins milli Gasa og Egyptalands og hægja á flutningum neyðarbirgða inn á svæðið.

Erlent
Fréttamynd

Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, og aðrir embættismenn og erindrekar munu seinna í vikunni ferðast til Bandaríkjanna á fund með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og ráðherrum hans. Þar munu Úkraínumenn líklega falast eftir frekari hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum og að fá að kaupa bandarískar stýriflaugar en Trump og Selenskí hafa talað mikið saman á undanförnum vikum.

Erlent
Fréttamynd

„Að­stoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“

Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands, segir neyðarsöfnun samtakanna fyrir Gasa fara vel af stað. Það sé risa verkefni framundan við að koma hjálpargögnum og vinnuvélum inn á Gasa og hefja uppbyggingu innviða á ný. Alþjóðaráð Rauða krossins tók í gær á móti Ísraelum og Palestínumönnum sem voru í haldi Ísraela og Hamas og vinnur nú að því að koma mannúðaraðstoð inn á svæðið. 

Innlent
Fréttamynd

Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir annan fasa friðaráætlunarinnar varðandi Gasaströndina hafinn nú þegar búið sé að koma á vopnahléi á Gasa og Hamas-liðar sleppt gíslum þeirra. Bandarískir erindrekar hafa varað við því að annar fasinn sé flókinn og erfiður.

Erlent
Fréttamynd

Bein út­sending: Mikil fagnaðar­læti í Palestínu og Ísrael

Hamas-liðar slepptu í morgun þeim tuttugu gíslum sem voru enn í haldi þeirra í morgun og samhliða því slepptu Ísraelar tæplega tvö þúsund manns sem þeir hafa haldið föngnum. Mikil fagnaðarlæti hafa átt sér stað bæði í Ísrael og á Gasaströndinni og Vesturbakkanum.

Erlent
Fréttamynd

Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni

Þeir tuttugu gíslar sem voru enn lifandi í haldi Hamas-samtakanna var sleppt og þeir afhentir Rauða krossinum í morgun. Þetta staðfestir Ísraelsher. Gert er ráð fyrir að líkum 28 gísla til viðbótar verði skilað síðar í dag.

Erlent
Fréttamynd

Flóð­gáttir þurfi að opnast í Gasa

Framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir birgðaflutninga á Gasaströndinni fara of hægt af stað. Flutningabílar eru farnir að berast inn á svæðið en flóðgáttir þurfi að opnast til að bregðast við neyðarástandinu.

Innlent
Fréttamynd

Neyðar­að­stoð flæðir inn í Gasa

Flutningabílum hlöðnum hjálpargögnum var ekið inn í Gasa snemma í morgun. Ísraelsher segir fimm hundruð slíka bíla hafa farið yfir egypsku landamærin í dag en hjálparsamtök kalla eftir mun meiri aðstoð.

Erlent
Fréttamynd

Funda um friðar­sátt­mála í Egypta­landi á mánu­dag

Leiðtogar tuttugu ríkja, þeirra á meðal Donald Trump Bandaríkjaforseti, Abdel Fattah el-Sisi Egyptlandsforseti og Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands, munu koma saman í strandbænum Sharm El-Sheikh við Rauðahafið til að ræða það hvernig megi binda enda á stríðið á Gasaströndinni.

Erlent
Fréttamynd

Hafa frest til mánu­dags til að sleppa gíslunum

Hamas-samtökin hafa frest til hádegis á mánudag til þess að sleppa öllum tuttugu gíslunum sem enn eru í haldi samtakanna og eru taldir á lífi. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir samtökin nú vinna að því að safna saman gíslunum og segist fullviss um að samtökin og Ísraelsstjórn haldi áætlun samkvæmt vopnahléssamkomulaginu. 

Erlent
Fréttamynd

Magga Stína komin til Amsterdam

Margrét Kristín Blöndal, Magga Stína, lenti í Amsterdam seint í gærkvöldi eftir að hún var látin laus úr haldi Ísraela. Fyrr í vikunni var hún handtekin ásamt öðrum meðlimum Frelsisflotans við tilraun til þess að koma hjálpargögnum á Gasa. 

Innlent
Fréttamynd

Hótar að beita Hamas hörðu af­vopnist sam­tökin ekki

Forsætisráðherra Ísraels hótaði því að afvopna Hamas-samtökin með valdi ef þau gera það ekki í sjálf í þjóðarávarpi eftir að vopnahlé tók gildi á Gasa í dag. Þúsundir íbúa á Gasa sem hafa þurft að flýja árásir Ísraela byrjuðu að streyma til síns heima í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið

Nóbelsnefndin sannaði með vali sínu á friðarverðlaunahafa Nóbels að hún setur pólitík ofar friði. Þetta segir samskiptastjóri Hvíta hússins í yfirlýsingu vegna vals á friðarverðlaunahafa Nóbels en Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur horft hýru auga til verðlaunanna í þó nokkurn tíma.

Erlent
Fréttamynd

Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl

Margrét Kristín Blöndal, Magga Stína, er nú laus úr haldi Ísraela og á leið til Istanbúl í Tyrklandi. Þaðan mun hún fljúga til Amsterdam í Hollandi þar sem hún mun hitta Salvöru Gullbrá Þórarinsdóttur, dóttur sína. Þar mun hún hvíla sig í nokkra daga áður en hún heldur heim til Íslands. 

Innlent
Fréttamynd

Vopna­hlé tekur gildi

Ríkisstjórn Ísrael hefur staðfest samkomulag um vopnahlé á Gasaströndinni. Leiðtogar Hamas-samtakanna hafa einnig samþykkt samkomulagið og hefur vopnahlé því tekið gildi.

Erlent
Fréttamynd

Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael

Lögmenn Frelsisflotans hittu í gær 100 af 145 aðgerðasinnum sem Ísraelsher handtók í gær á leið sinn til Gasa með hjálpargögn. Þeir lýsa meiðandi og niðurlægjandi framkomu í sinni garð af hálfu Ísraelshers á meðan stöðvun skipanna stóð og eftir handtöku. Ræðismaður Finnlands í Ísrael mun í dag hitta Margréti Kristínu Blöndal, Möggu Stínu, og aðra norræna aðgerðasinna sem voru um borð í skipinu Conscience. 

Innlent
Fréttamynd

Myndir: Há­grátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi

Tilfinningar báru íbúa ofurliði og víða mátti sjá tár á hvarmi á Gasa þar sem margir trúðu ekki eigin eyrum þegar fregnir bárust af því að friðarsamkomulag á milli Hamas og Ísrael væri í höfn. Hið sama var uppi á teningnum í Ísrael þar sem margir ættingjar hafa óttast um örlög gísla sem hafa verið í haldi Hamas síðustu tvö ár. Myndir má sjá neðst í fréttinni.

Erlent
Fréttamynd

Utan­ríkis­ráð­herra Palestínu á Ís­landi á sögu­legum tímum

„Það er mér mikill heiður að vera hér í dag. Ísland á sérstakan stað í hjarta palestínsku þjóðarinnar.“ Þetta var það fyrsta sem Dr. Varsen Aghabekian, utanríkisráðherra Palestínu, sagði þegar hún ávarpaði íslenska fjölmiðla rétt fyrir fund hennar með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra í utanríkisráðuneytinu.

Innlent