Ísraelsher segist hafa tekið yfir og Selenskí skýtur á Íran Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. október 2023 08:43 Íbúar í Ashkelon virða fyrir sér skemmdirnar í kjölfar loftárása Hamaz á laugardag. AP/Erik Marmor Daniel Hagari, talsmaður ísraelska hersins, segir herinn nú við stjórnvölinn á öllum svæðum. Eins og stendur sé ekki barist innan Ísrael en mögulega séu liðsmenn Hamas þar í felum. Unnið er að rýmingu allra byggða við varnarlínu Ísraels og þá sé aukinn viðbúnaður í norðurhluta landsins, þar sem einhverjar uppákomur hafa orðið frá árásunum á laugardag. Þar sé þó ekki barist. Herinn gerir nú umfangsmiklar árásir á Gaza á fjögurra tíma fresti, að sögn Hagari. Skotmörkin eru mörg hundruð talsins en aðeins er um að ræða staði þar sem hryðjuverkamenn eru taldir hafast við. Hagari segir hundruð liðsmanna Hamas hafa fallið í árásum hersins. Ekkert rafmagn er á Gaza né internet. Fregnir hafa borist af birgðaskorti hjá Ísraelsmönnum en Hagari segir þetta ekki rétt, Nóg sé af búnaði og mat fyrir herliðið. Búið er að kalla til 300.000 varaliða en 73 hermenn hafa fallið í átökunum. Aðspurður um gíslana sem Hamas-liðar tóku sagði Hagari aðeins að unnið væri að því að hafa samband við fjölskyldur viðkomandi og að nánari upplýsingar yrðu veittar að því loknu. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur tjáð sig opinberlega um þróun mála og segir alþjóðasamfélagið verða að koma saman í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökum og -ríkjum. Sagði hann engan myndu gleyma árásinni á laugardag. Hryðjuverkamennirnir hefðu sjálfir deilt myndskeiðum af voðaverkum sínum og hrósað sér af þeim. Ríki heims þyrft að ná sátt um grundvallaratriði; ekki nauðga, ekki myrða. Ekki taka börn sem verðlaunagripi. Engar blóðsúthellingar meðal almennra borgara. Selenskí skaut föstum skotum að Íran og sagði þarlend stjórnvöld ekki getað firrað sig ábyrgð á innrás Rússa í Úkraínu á meðan þau seldu Rússum dróna. Þá gætu þau ekki sagst ábyrgðarlaus gagnvart árás Hamas ef þau fordæmdu hana ekki. Ísrael Palestína Hernaður Íran Átök Ísraela og Palestínumanna Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Sjá meira
Unnið er að rýmingu allra byggða við varnarlínu Ísraels og þá sé aukinn viðbúnaður í norðurhluta landsins, þar sem einhverjar uppákomur hafa orðið frá árásunum á laugardag. Þar sé þó ekki barist. Herinn gerir nú umfangsmiklar árásir á Gaza á fjögurra tíma fresti, að sögn Hagari. Skotmörkin eru mörg hundruð talsins en aðeins er um að ræða staði þar sem hryðjuverkamenn eru taldir hafast við. Hagari segir hundruð liðsmanna Hamas hafa fallið í árásum hersins. Ekkert rafmagn er á Gaza né internet. Fregnir hafa borist af birgðaskorti hjá Ísraelsmönnum en Hagari segir þetta ekki rétt, Nóg sé af búnaði og mat fyrir herliðið. Búið er að kalla til 300.000 varaliða en 73 hermenn hafa fallið í átökunum. Aðspurður um gíslana sem Hamas-liðar tóku sagði Hagari aðeins að unnið væri að því að hafa samband við fjölskyldur viðkomandi og að nánari upplýsingar yrðu veittar að því loknu. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur tjáð sig opinberlega um þróun mála og segir alþjóðasamfélagið verða að koma saman í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökum og -ríkjum. Sagði hann engan myndu gleyma árásinni á laugardag. Hryðjuverkamennirnir hefðu sjálfir deilt myndskeiðum af voðaverkum sínum og hrósað sér af þeim. Ríki heims þyrft að ná sátt um grundvallaratriði; ekki nauðga, ekki myrða. Ekki taka börn sem verðlaunagripi. Engar blóðsúthellingar meðal almennra borgara. Selenskí skaut föstum skotum að Íran og sagði þarlend stjórnvöld ekki getað firrað sig ábyrgð á innrás Rússa í Úkraínu á meðan þau seldu Rússum dróna. Þá gætu þau ekki sagst ábyrgðarlaus gagnvart árás Hamas ef þau fordæmdu hana ekki.
Ísrael Palestína Hernaður Íran Átök Ísraela og Palestínumanna Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Sjá meira