Greiða atkvæði í skugga mikilla mótmæla Samúel Karl Ólason skrifar 24. júlí 2023 11:25 Frá mótmælum nærri Knesset, ísraelska þinginu, þar sem vatnbyssum hefur verið beitt gegn mótmælendum. AP/Mahmoud Illean Atkvæðagreiðsla um umdeilt frumvarp ríkisstjórnar Ísraels um dómstóla landsins er hafin. Mikil mótmæli hafa verið haldin vegna frumvarpsins en gagnrýnendur segja það ógna lýðræði Ísrael. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, og ríkisstjórn hans hafa um nokkuð skeið reynt að gera umfangsmiklar og verulega umdeildar breytingar á dómstólum Ísraels. Frumvarpið felur í stuttu máli sagt í sér að ríkisstjórnin fengi frjálsari hendur við val á dómurum og hlutverk hæstaréttar í að úrskurða um lögmæti laga yrði útþynnt. Netanjahú myndaði mjög hægri sinnaða ríkisstjórn í desember í fyrra eftir langvarandi þrátefli og margar kosningar þar sem ekki náðist að mynda ríkisstjórn. Benjamín Netanjahú á þingi í morgun. Fyrr í morgun var hann á sjúkrahúsi eftir aðgerð þar sem gangþráður var settur í hann.AP/Maya Alleruzzo Þessum ætlunum hefur verið mótmælt víða í Ísrael og í mjög umfangsmiklum mótmælum frá því í vetur. Hundruð þúsunda hafa mótmælt frumvarpinu og margir hermenn og varaliðshermenn hafa gert það einnig. Netanjahú frestaði atkvæðagreiðslu um frumvarpið fyrr á árinu, vegna mikilla mótmæla. Þúsundir varaliðshermanna hafa sagt að nái frumvarpið í gegn, muni þeir ekki bjóða sig fram til herþjónustu og Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísraels, hefur sagt að framganga frumvarpsins muni grafa undan öryggi landsins. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur í morgun fyrir að ætla að greiða atkvæði með frumvarpinu, þó hann segi það ógna öryggi landsins. Þá hafa erlendir þjóðhöfðingjar, eins og Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, gagnrýnt frumvarpið. Viðræðum milli ríkisstjórnarflokkanna og stjórnarandstöðunnar um málamiðlun var slitið nýverið. Netanjahú, sem er 73 ára gamall og stendur frammi fyrir ýmsum ákærum og rannsóknum, fékk nýverið gangþráð en hann var útskrifaður af sjúkrahúsi í morgun, eftir skurðaðgerð, svo hann gæti tekið þátt í atkvæðagreiðslunni. Búist er við því að atkvæðagreiðslan muni taka um þrjá tíma en hún hófst um klukkan ellefu. Í vakt Times of Israel segir að meðlimir ríkisstjórnarflokkanna séu þó enn að deila sín á milli og leita að einhvers konar samkomulagi um framhaldið, þó að atkvæðagreiðslan sé hafin. Ísrael Tengdar fréttir Níu bornir til grafar í Jenin eftir innrás Ísraelsmanna Íbúar í flóttamannabúðunum í Jenin á hernumdu svæðunum á Vesturbakkanum í Palestínu báru þá sem féllu í innrás Ísraelshers á búðirnar til grafar í dag. 5. júlí 2023 20:01 Ísraelsmenn segja aðgerðum í Jenín lokið Ísraelsmenn segjast hafa hætt aðgerðum sínum í flóttamannabúðunum í Jenín á Vesturbakkanum eftir tveggja sólarhringa átök. 5. júlí 2023 07:30 Vegfarandi myrti árásarmann í Tel Aviv Ísraelsmenn hafa haldið hernaðaraðgerðum sínum í flóttamannabúðum í borginni Jenin á Vesturbakkanum áfram í dag. Ellefu Palestínumenn hafa fallið í innrás Ísraelshers í búðirnar, yfir hundrað særst og um 120 verið handteknir. 4. júlí 2023 19:21 Mesta hernaðaríhlutun Ísraels í 20 ár Ísraelski herinn réðst í morgun inn í borgina Jenin á yfirráðasvæði Palestínumanna á Vesturbakkanum í veigamestu hernaðaraðgerð sinni þar í um tuttugu ár. Að minnsta kosti átta Palestínumenn hafa verið felldir og tugir særðir. 3. júlí 2023 19:30 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira
Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, og ríkisstjórn hans hafa um nokkuð skeið reynt að gera umfangsmiklar og verulega umdeildar breytingar á dómstólum Ísraels. Frumvarpið felur í stuttu máli sagt í sér að ríkisstjórnin fengi frjálsari hendur við val á dómurum og hlutverk hæstaréttar í að úrskurða um lögmæti laga yrði útþynnt. Netanjahú myndaði mjög hægri sinnaða ríkisstjórn í desember í fyrra eftir langvarandi þrátefli og margar kosningar þar sem ekki náðist að mynda ríkisstjórn. Benjamín Netanjahú á þingi í morgun. Fyrr í morgun var hann á sjúkrahúsi eftir aðgerð þar sem gangþráður var settur í hann.AP/Maya Alleruzzo Þessum ætlunum hefur verið mótmælt víða í Ísrael og í mjög umfangsmiklum mótmælum frá því í vetur. Hundruð þúsunda hafa mótmælt frumvarpinu og margir hermenn og varaliðshermenn hafa gert það einnig. Netanjahú frestaði atkvæðagreiðslu um frumvarpið fyrr á árinu, vegna mikilla mótmæla. Þúsundir varaliðshermanna hafa sagt að nái frumvarpið í gegn, muni þeir ekki bjóða sig fram til herþjónustu og Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísraels, hefur sagt að framganga frumvarpsins muni grafa undan öryggi landsins. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur í morgun fyrir að ætla að greiða atkvæði með frumvarpinu, þó hann segi það ógna öryggi landsins. Þá hafa erlendir þjóðhöfðingjar, eins og Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, gagnrýnt frumvarpið. Viðræðum milli ríkisstjórnarflokkanna og stjórnarandstöðunnar um málamiðlun var slitið nýverið. Netanjahú, sem er 73 ára gamall og stendur frammi fyrir ýmsum ákærum og rannsóknum, fékk nýverið gangþráð en hann var útskrifaður af sjúkrahúsi í morgun, eftir skurðaðgerð, svo hann gæti tekið þátt í atkvæðagreiðslunni. Búist er við því að atkvæðagreiðslan muni taka um þrjá tíma en hún hófst um klukkan ellefu. Í vakt Times of Israel segir að meðlimir ríkisstjórnarflokkanna séu þó enn að deila sín á milli og leita að einhvers konar samkomulagi um framhaldið, þó að atkvæðagreiðslan sé hafin.
Ísrael Tengdar fréttir Níu bornir til grafar í Jenin eftir innrás Ísraelsmanna Íbúar í flóttamannabúðunum í Jenin á hernumdu svæðunum á Vesturbakkanum í Palestínu báru þá sem féllu í innrás Ísraelshers á búðirnar til grafar í dag. 5. júlí 2023 20:01 Ísraelsmenn segja aðgerðum í Jenín lokið Ísraelsmenn segjast hafa hætt aðgerðum sínum í flóttamannabúðunum í Jenín á Vesturbakkanum eftir tveggja sólarhringa átök. 5. júlí 2023 07:30 Vegfarandi myrti árásarmann í Tel Aviv Ísraelsmenn hafa haldið hernaðaraðgerðum sínum í flóttamannabúðum í borginni Jenin á Vesturbakkanum áfram í dag. Ellefu Palestínumenn hafa fallið í innrás Ísraelshers í búðirnar, yfir hundrað særst og um 120 verið handteknir. 4. júlí 2023 19:21 Mesta hernaðaríhlutun Ísraels í 20 ár Ísraelski herinn réðst í morgun inn í borgina Jenin á yfirráðasvæði Palestínumanna á Vesturbakkanum í veigamestu hernaðaraðgerð sinni þar í um tuttugu ár. Að minnsta kosti átta Palestínumenn hafa verið felldir og tugir særðir. 3. júlí 2023 19:30 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira
Níu bornir til grafar í Jenin eftir innrás Ísraelsmanna Íbúar í flóttamannabúðunum í Jenin á hernumdu svæðunum á Vesturbakkanum í Palestínu báru þá sem féllu í innrás Ísraelshers á búðirnar til grafar í dag. 5. júlí 2023 20:01
Ísraelsmenn segja aðgerðum í Jenín lokið Ísraelsmenn segjast hafa hætt aðgerðum sínum í flóttamannabúðunum í Jenín á Vesturbakkanum eftir tveggja sólarhringa átök. 5. júlí 2023 07:30
Vegfarandi myrti árásarmann í Tel Aviv Ísraelsmenn hafa haldið hernaðaraðgerðum sínum í flóttamannabúðum í borginni Jenin á Vesturbakkanum áfram í dag. Ellefu Palestínumenn hafa fallið í innrás Ísraelshers í búðirnar, yfir hundrað særst og um 120 verið handteknir. 4. júlí 2023 19:21
Mesta hernaðaríhlutun Ísraels í 20 ár Ísraelski herinn réðst í morgun inn í borgina Jenin á yfirráðasvæði Palestínumanna á Vesturbakkanum í veigamestu hernaðaraðgerð sinni þar í um tuttugu ár. Að minnsta kosti átta Palestínumenn hafa verið felldir og tugir særðir. 3. júlí 2023 19:30