Vegfarandi myrti árásarmann í Tel Aviv Heimir Már Pétursson skrifar 4. júlí 2023 19:21 Bíll árásarmannsins í Tel Aviv í dag. AP/Oded Balilty Ísraelsmenn hafa haldið hernaðaraðgerðum sínum í flóttamannabúðum í borginni Jenin á Vesturbakkanum áfram í dag. Ellefu Palestínumenn hafa fallið í innrás Ísraelshers í búðirnar, yfir hundrað særst og um 120 verið handteknir. Yfirlýstur tilgangur Ísraelsmanna með aðgerðinni er að handsama og eyðileggja búðir meintra hryðjuverkamanna í búðunum. The Guardian segir hins vegar að að um hefndaraðgerð hafi verið að ræða eftir að fjórir ólöglegir ísraelskir landtökumenn féllu í skotárásum Palestínumanna. Ísraelskir landtökumenn flæma Palestínumenn frá jörðum sínum og heimilum og yfirtaka eða eyðileggja eignir þeirra með stuðningi eigin hersveita með velþóknun stjórnvalda í Ísrael. Undanfarin ár hafa þessir landtökumenn smátt og smátt dreift sér ólöglega um stóran hluta Vesturbakkans sem tilheyrir Palestínu, án þess að alþjóðasamfélagið bregðist við með öðru fordæmingum án þess að gripið sé til nokkurra aðgerða. Um þrjú þúsund manns hafa flúið búðirnar sem eru aflokað hverfi í Jenin. Íbúar í flóttamannabúðunum í Jenen halda á manni sem ísraelskir hermenn skutu og særðu eftir að hann kastaði sprengju að þeim.AP/Majdi Mohammed Í dag slösuðust átta manns, þar af tveir alvarlega, eftir að Palestínumaður ók bíl inn í hóp fólks í borginni Tel Aviv í Ísrael. Vegfarandi skaut bílstjórann til bana þegar hann gekk að manninum á meðan hann lá í götunni og skaut í höfuðið af stuttu færi. Búið að breiða plastábreiðu yfir lík mannsins sem ók bílnum. Vegfarandi skaut hann til bana eftir að hann keyrði á fólkið.AP/Oded Balilty Kobi Shabtai lögreglustjóri í Tel Aviv segir ökumanninn hafa verið palestínskan hryðjuverkamanna. „Einn hryðjuverkamaður var drepinn og átta særðust. Tveir þeirra eru í lífshættu og ástand þriggja er stöðugt. Hinir eru illa slasaðir. Hryðjuverkamaðurinn býr á svæði Palstínumanna og nokkrir tengdir honum voru handteknir. Ég fer ekki út í smáatriði því málið er enn í rannsókn,“ sagði lögreglustjórinn á vettvangi í dag. Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ók á vegfarendur og stakk í Tel Aviv Ungur Palestínumaður ók bíl inn í hóp fólks á strætisvagnabiðstöð og stakk fólk með eggvopni í Tel Aviv í Ísrael í dag. Herskáir hópar Palestínumanna líta á hryðjuverkið sem svar við umfangsmikilli hernaðaraðgerð Ísraela á Vesturbakkanum. 4. júlí 2023 14:50 Mesta hernaðaríhlutun Ísraels í 20 ár Ísraelski herinn réðst í morgun inn í borgina Jenin á yfirráðasvæði Palestínumanna á Vesturbakkanum í veigamestu hernaðaraðgerð sinni þar í um tuttugu ár. Að minnsta kosti átta Palestínumenn hafa verið felldir og tugir særðir. 3. júlí 2023 19:30 Segja aðgerðirnar á Vesturbakkanum geta varað í fleiri daga Fulltrúi Ísraelshers segir að aðgerðir hans gegn vígahópum á Vesturbakkanum gætu varað í nokkra daga. Átta Palestínumenn eru nú sagðir látnir í aðgerðum Ísraelsmanna sem er lýst sem þeim umfangsmestu í tuttugu ár. 3. júlí 2023 16:01 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Sjá meira
Yfirlýstur tilgangur Ísraelsmanna með aðgerðinni er að handsama og eyðileggja búðir meintra hryðjuverkamanna í búðunum. The Guardian segir hins vegar að að um hefndaraðgerð hafi verið að ræða eftir að fjórir ólöglegir ísraelskir landtökumenn féllu í skotárásum Palestínumanna. Ísraelskir landtökumenn flæma Palestínumenn frá jörðum sínum og heimilum og yfirtaka eða eyðileggja eignir þeirra með stuðningi eigin hersveita með velþóknun stjórnvalda í Ísrael. Undanfarin ár hafa þessir landtökumenn smátt og smátt dreift sér ólöglega um stóran hluta Vesturbakkans sem tilheyrir Palestínu, án þess að alþjóðasamfélagið bregðist við með öðru fordæmingum án þess að gripið sé til nokkurra aðgerða. Um þrjú þúsund manns hafa flúið búðirnar sem eru aflokað hverfi í Jenin. Íbúar í flóttamannabúðunum í Jenen halda á manni sem ísraelskir hermenn skutu og særðu eftir að hann kastaði sprengju að þeim.AP/Majdi Mohammed Í dag slösuðust átta manns, þar af tveir alvarlega, eftir að Palestínumaður ók bíl inn í hóp fólks í borginni Tel Aviv í Ísrael. Vegfarandi skaut bílstjórann til bana þegar hann gekk að manninum á meðan hann lá í götunni og skaut í höfuðið af stuttu færi. Búið að breiða plastábreiðu yfir lík mannsins sem ók bílnum. Vegfarandi skaut hann til bana eftir að hann keyrði á fólkið.AP/Oded Balilty Kobi Shabtai lögreglustjóri í Tel Aviv segir ökumanninn hafa verið palestínskan hryðjuverkamanna. „Einn hryðjuverkamaður var drepinn og átta særðust. Tveir þeirra eru í lífshættu og ástand þriggja er stöðugt. Hinir eru illa slasaðir. Hryðjuverkamaðurinn býr á svæði Palstínumanna og nokkrir tengdir honum voru handteknir. Ég fer ekki út í smáatriði því málið er enn í rannsókn,“ sagði lögreglustjórinn á vettvangi í dag.
Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ók á vegfarendur og stakk í Tel Aviv Ungur Palestínumaður ók bíl inn í hóp fólks á strætisvagnabiðstöð og stakk fólk með eggvopni í Tel Aviv í Ísrael í dag. Herskáir hópar Palestínumanna líta á hryðjuverkið sem svar við umfangsmikilli hernaðaraðgerð Ísraela á Vesturbakkanum. 4. júlí 2023 14:50 Mesta hernaðaríhlutun Ísraels í 20 ár Ísraelski herinn réðst í morgun inn í borgina Jenin á yfirráðasvæði Palestínumanna á Vesturbakkanum í veigamestu hernaðaraðgerð sinni þar í um tuttugu ár. Að minnsta kosti átta Palestínumenn hafa verið felldir og tugir særðir. 3. júlí 2023 19:30 Segja aðgerðirnar á Vesturbakkanum geta varað í fleiri daga Fulltrúi Ísraelshers segir að aðgerðir hans gegn vígahópum á Vesturbakkanum gætu varað í nokkra daga. Átta Palestínumenn eru nú sagðir látnir í aðgerðum Ísraelsmanna sem er lýst sem þeim umfangsmestu í tuttugu ár. 3. júlí 2023 16:01 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Sjá meira
Ók á vegfarendur og stakk í Tel Aviv Ungur Palestínumaður ók bíl inn í hóp fólks á strætisvagnabiðstöð og stakk fólk með eggvopni í Tel Aviv í Ísrael í dag. Herskáir hópar Palestínumanna líta á hryðjuverkið sem svar við umfangsmikilli hernaðaraðgerð Ísraela á Vesturbakkanum. 4. júlí 2023 14:50
Mesta hernaðaríhlutun Ísraels í 20 ár Ísraelski herinn réðst í morgun inn í borgina Jenin á yfirráðasvæði Palestínumanna á Vesturbakkanum í veigamestu hernaðaraðgerð sinni þar í um tuttugu ár. Að minnsta kosti átta Palestínumenn hafa verið felldir og tugir særðir. 3. júlí 2023 19:30
Segja aðgerðirnar á Vesturbakkanum geta varað í fleiri daga Fulltrúi Ísraelshers segir að aðgerðir hans gegn vígahópum á Vesturbakkanum gætu varað í nokkra daga. Átta Palestínumenn eru nú sagðir látnir í aðgerðum Ísraelsmanna sem er lýst sem þeim umfangsmestu í tuttugu ár. 3. júlí 2023 16:01