Mesta hernaðaríhlutun Ísraels í 20 ár Heimir Már Pétursson skrifar 3. júlí 2023 19:30 Bekkjafélagar bera lík fimmtán ára skólasystur sinnar sem féll í árás Ísraelsmanna í dag. AP/Majdi Mohammed Ísraelski herinn réðst í morgun inn í borgina Jenin á yfirráðasvæði Palestínumanna á Vesturbakkanum í veigamestu hernaðaraðgerð sinni þar í um tuttugu ár. Að minnsta kosti átta Palestínumenn hafa verið felldir og tugir særðir. Ísraelsher hóf árásir á flóttamannabúðirnar í Jenin með drónum upp úr miðnætti og sprengdi meðal annars upp hús sem þeir segja hafa verið dvalarstaður hryðjuverkamanna. Skömmu síðar réðust eitt til tvö þúsund ísraelskir hermenna inn í búðirnar og skotbardagar milli þeirra og íbúa brutust út. Að minnsta kosti átta Palestínumenn hafa fallið og um eða yfir 50 særst þar af tíu alvarlega. Reyk hefur lagt frá búðunum í allan dag. Þar dvelja Palestínumenn sem Ísraelsher, eða ólöglegir landtökumenn þeirra, hafa hrakið frá heimilum sínum allt frá stofnun ísraelsríkis árið 1948. Forsætisráðherra Palestínu segir Ísraelsmenn ætla að uppræta búðirnar. Árás Ísraelshers á Jenin í dag er mesta hernaðaraðgerð sem Ísrael hefur gripið til frá uppreisn Palestínumanna á hernumdu svæðunum árið 2002.AP/Majdi Mohammed „Við hvetjum heimsbyggðina til að stöðva þegar í stað árásirnar á fólkið okkar í Jenin. Við krefjumst þess að tekið verði á þessu og landtökugengjunum mætt af hörku. Við krefjumst þess að öllum hugsanlegum refsiaðgerðum verði beitt gegn Ísrael, árásarríkinu sem styður hryðjuverkastarfsemi landtökuliðanna,““ sagði Shtayyeh í dag. Um fjórtán þúsund manns búa í búðunum sem eru í raun um 0,4 ferkílómetra stór hluti borgarinnar, samsvarandi Þingholtunum í Reykjavík. Eli Cohen utanríkisráðherra Ísraels segir að hryðjuverkamenn fái engan griðastað. „Vegna skipulagningar hryðjuverka og fjármuna sem þeir fá frá Íran eru búðirnar í Jenin orðnar að miðstöð hryðjuverkastarfsemi,“ segir Cohen. Særður palestínumaður færður úr Jenin flóttamannabúðunum í dag.AP/Nasser Nasser Í vikunni sagði Gideon Levy, margverðlaunaður ísraelskur blaðamaður, í viðtali viðokkur nýleg ríkisstjórn Ísraels væri versta fasista - og öfgatrúarstjórn frá stofnun Ísraelsríkis. Ísraelsmenn muni ekki láta af aðskilnaðarstefnu sinni og hernaði gegn Palestínumönnum fyrr alþjóðasamfélagiðrefsaði þeim. „Tvær og hálf til þrjár milljónir manna búa þar við mjög óvægna harðstjórn og hernám. Hvaða nótt sem er geta hermenn komið inn ísvefnherbergi manns með hunda og handtekið eitt af börnum manns. Á hverri stundu er virðing manns, eignir og líf í hættu. Á nóttu sem degi,“ sagði Levy meðal annars í viðtali við fréttastofuna. Ísrael Palestína Tengdar fréttir Segja aðgerðirnar á Vesturbakkanum geta varað í fleiri daga Fulltrúi Ísraelshers segir að aðgerðir hans gegn vígahópum á Vesturbakkanum gætu varað í nokkra daga. Átta Palestínumenn eru nú sagðir látnir í aðgerðum Ísraelsmanna sem er lýst sem þeim umfangsmestu í tuttugu ár. 3. júlí 2023 16:01 Refsa þurfi Ísraelsmönnum til að koma á friði Margverðlaunaður ísraelskur blaðamaður segir að Ísraelsmenn muni ekki láta af hernaði sínum og aðskilnaðarstefnu gagnvart Palestínumönnum fyrr en alþjóðasamfélagið refsi þeim. Núverandi ríkisstjórn landsins væri versta fasista- og öfgatrúarstjórn frá stofnun Ísraelsríkis. 29. júní 2023 23:31 Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Um átta þúsund norður-kóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Bæjarstjóri austurrísks bæjar skotinn til bana Jafnaðarmenn í Litháen unnu sigur Vara eindregið við mengun frá gashelluborðum Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Vill hvorki gera meira né minna úr árásunum en ástæða er til Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Líkamsleifar manns úr Sverris sögu frá 1197 fundnar Þingmanni vikið úr Verkamannaflokknum eftir líkamsárás Sjá meira
Ísraelsher hóf árásir á flóttamannabúðirnar í Jenin með drónum upp úr miðnætti og sprengdi meðal annars upp hús sem þeir segja hafa verið dvalarstaður hryðjuverkamanna. Skömmu síðar réðust eitt til tvö þúsund ísraelskir hermenna inn í búðirnar og skotbardagar milli þeirra og íbúa brutust út. Að minnsta kosti átta Palestínumenn hafa fallið og um eða yfir 50 særst þar af tíu alvarlega. Reyk hefur lagt frá búðunum í allan dag. Þar dvelja Palestínumenn sem Ísraelsher, eða ólöglegir landtökumenn þeirra, hafa hrakið frá heimilum sínum allt frá stofnun ísraelsríkis árið 1948. Forsætisráðherra Palestínu segir Ísraelsmenn ætla að uppræta búðirnar. Árás Ísraelshers á Jenin í dag er mesta hernaðaraðgerð sem Ísrael hefur gripið til frá uppreisn Palestínumanna á hernumdu svæðunum árið 2002.AP/Majdi Mohammed „Við hvetjum heimsbyggðina til að stöðva þegar í stað árásirnar á fólkið okkar í Jenin. Við krefjumst þess að tekið verði á þessu og landtökugengjunum mætt af hörku. Við krefjumst þess að öllum hugsanlegum refsiaðgerðum verði beitt gegn Ísrael, árásarríkinu sem styður hryðjuverkastarfsemi landtökuliðanna,““ sagði Shtayyeh í dag. Um fjórtán þúsund manns búa í búðunum sem eru í raun um 0,4 ferkílómetra stór hluti borgarinnar, samsvarandi Þingholtunum í Reykjavík. Eli Cohen utanríkisráðherra Ísraels segir að hryðjuverkamenn fái engan griðastað. „Vegna skipulagningar hryðjuverka og fjármuna sem þeir fá frá Íran eru búðirnar í Jenin orðnar að miðstöð hryðjuverkastarfsemi,“ segir Cohen. Særður palestínumaður færður úr Jenin flóttamannabúðunum í dag.AP/Nasser Nasser Í vikunni sagði Gideon Levy, margverðlaunaður ísraelskur blaðamaður, í viðtali viðokkur nýleg ríkisstjórn Ísraels væri versta fasista - og öfgatrúarstjórn frá stofnun Ísraelsríkis. Ísraelsmenn muni ekki láta af aðskilnaðarstefnu sinni og hernaði gegn Palestínumönnum fyrr alþjóðasamfélagiðrefsaði þeim. „Tvær og hálf til þrjár milljónir manna búa þar við mjög óvægna harðstjórn og hernám. Hvaða nótt sem er geta hermenn komið inn ísvefnherbergi manns með hunda og handtekið eitt af börnum manns. Á hverri stundu er virðing manns, eignir og líf í hættu. Á nóttu sem degi,“ sagði Levy meðal annars í viðtali við fréttastofuna.
Ísrael Palestína Tengdar fréttir Segja aðgerðirnar á Vesturbakkanum geta varað í fleiri daga Fulltrúi Ísraelshers segir að aðgerðir hans gegn vígahópum á Vesturbakkanum gætu varað í nokkra daga. Átta Palestínumenn eru nú sagðir látnir í aðgerðum Ísraelsmanna sem er lýst sem þeim umfangsmestu í tuttugu ár. 3. júlí 2023 16:01 Refsa þurfi Ísraelsmönnum til að koma á friði Margverðlaunaður ísraelskur blaðamaður segir að Ísraelsmenn muni ekki láta af hernaði sínum og aðskilnaðarstefnu gagnvart Palestínumönnum fyrr en alþjóðasamfélagið refsi þeim. Núverandi ríkisstjórn landsins væri versta fasista- og öfgatrúarstjórn frá stofnun Ísraelsríkis. 29. júní 2023 23:31 Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Um átta þúsund norður-kóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Bæjarstjóri austurrísks bæjar skotinn til bana Jafnaðarmenn í Litháen unnu sigur Vara eindregið við mengun frá gashelluborðum Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Vill hvorki gera meira né minna úr árásunum en ástæða er til Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Líkamsleifar manns úr Sverris sögu frá 1197 fundnar Þingmanni vikið úr Verkamannaflokknum eftir líkamsárás Sjá meira
Segja aðgerðirnar á Vesturbakkanum geta varað í fleiri daga Fulltrúi Ísraelshers segir að aðgerðir hans gegn vígahópum á Vesturbakkanum gætu varað í nokkra daga. Átta Palestínumenn eru nú sagðir látnir í aðgerðum Ísraelsmanna sem er lýst sem þeim umfangsmestu í tuttugu ár. 3. júlí 2023 16:01
Refsa þurfi Ísraelsmönnum til að koma á friði Margverðlaunaður ísraelskur blaðamaður segir að Ísraelsmenn muni ekki láta af hernaði sínum og aðskilnaðarstefnu gagnvart Palestínumönnum fyrr en alþjóðasamfélagið refsi þeim. Núverandi ríkisstjórn landsins væri versta fasista- og öfgatrúarstjórn frá stofnun Ísraelsríkis. 29. júní 2023 23:31