Erlent

Ísraelsmenn segja aðgerðum í Jenín lokið

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Mikil eyðilegging blasir við íbúum flóttamannabúðanna í Jenín eftir árásir Ísraelshers. 
Mikil eyðilegging blasir við íbúum flóttamannabúðanna í Jenín eftir árásir Ísraelshers.  AP Photo/Majdi Mohammed

Ísraelsmenn segjast hafa hætt aðgerðum sínum í flóttamannabúðunum í Jenín á Vesturbakkanum eftir tveggja sólarhringa átök.

Tólf Palestínumenn og einn Ísraelskur hermaður liggja í valnumhið minnsta  og hundruð íbúa í búðunum særðust. Enn loga þó eldar víða í hverfinu en Ísraelsher beitti meðal annars drónum til að gera sprengjuárásir á svæðið.

Í morgun hafa einnig borist fregnir af því að Ísraelsher hafi gert loftárásir á Gaza ströndina, til þess að svara eldflaugaskothríð þaðan í nótt. Fimm flaugum hefur verið skotið í átt að Ísrael en ekkert tjón hlaust af þeim.

Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels segir aðgerðina í Jenín hafa heppnast vel og ítrekar hann að ekki hafi verið um eitt einangrað tilvik að ræða heldur megi vígamenn Palestínumanna búast við slíkum árásum í framtíðinni. 


Tengdar fréttir

Vegfarandi myrti árásarmann í Tel Aviv

Ísraelsmenn hafa haldið hernaðaraðgerðum sínum í flóttamannabúðum í borginni Jenin á Vesturbakkanum áfram í dag. Ellefu Palestínumenn hafa fallið í innrás Ísraelshers í búðirnar, yfir hundrað særst og um 120 verið handteknir.

Tíu látnir í Jenín og þúsundir flýja búðirnar

Þúsundir Palestínumanna hafa nú flúið flóttamannabúðirnar í borginni Jenín eftir að Ísraelsher gerði árásir á búðirnar úr lofti og af jörðu niðri. Herinn segist vera í aðgerðum gegn palestínskum vígamönnum sem hafi aðsetur í búðunum.

Mesta hernaðaríhlutun Ísraels í 20 ár

Ísraelski herinn réðst í morgun inn í borgina Jenin á yfirráðasvæði Palestínumanna á Vesturbakkanum í veigamestu hernaðaraðgerð sinni þar í um tuttugu ár. Að minnsta kosti átta Palestínumenn hafa verið felldir og tugir særðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×