„Vonandi er þetta síðasti dagurinn með svona skítviðri“ Árni Sæberg og Sigurður Orri Kristjánsson skrifa 28. maí 2023 23:00 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur boðar betri tíð. Vísir Von er á vonskuveðri víða um land á morgun og gular veðurviðvaranir hafa verið gefnar út fyrir Norðurland, Vestfirði og Breiðafjörð. Veðurfræðingur segist vonast til þess að morgundagurinn verði síðastur í röð illviðrisdaga. Á morgun lýkur hvítasunnuhelginni, sem oft er kölluð fyrsta ferðahelgi sumarsins, og því má vænta að margir verði á ferð um landið. Þeir sem ferðast um Norð- og Norðvesturland mega búast við því að lenda í vondu veðri. Suðvestan hvassviðri er spáð og á Norðurlandi eystra og vestra tekur gul viðvörun gildi klukkan 15, á vestfjörðum tekur gul viðvörun gildi klukkan 14 og á Breiðafirði á hádegi. „Það er enn þá svona hálfgert skakviðri, það er vindasamt á landinu og á morgun er útlit fyrir að það hlýni. Og um leið og það hlýnar gerist alltaf suðvestanátt. Það verður hvasst, sérstaklega um norðvestanvert landið og það eru kviður sem fylgja, ekkert miklar kviður, en kviðuveður samt,“ sagði Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir þó ekki ástæðu til þess að hætta við heimferð á morgun eftir ferðalög helgarinnar. Þó ættu þeir sem aka ökutækjum sem taka á sig mikinn vind eða með aftanívagna að íhuga að vera fyrr á ferðinni í fyrramálið. Von á að hiti fari yfir tuttugu stig Sem áður segir er hlýnar í veðri á morgun með tilheyrandi suðvestanátt. Sem og svo oft áður eru það Austfirðingar sem fá mesta hitann á morgun. „Það er stroka sem fer yfir austanvert landið og ég var nú að skoða á Bliku áðan að mesti hiti gæti alveg farið í 21 gráðu þar sem best lætur, til dæmis á Héraði eða sunnanverðum Austfjörðum, seinni partinn á morgun,“ segir Einar. Breytingar í vændum Einar segir að veðrið á morgun verði frábrugðið því sem hefur verið undanfarið. Ekki sé von á hagli, slyddu, snjó og hálku, eða neinu slíku. „Vonandi er þetta síðasti dagurinn með svona skítviðri eins og verið hefur hérna síðustu tíu daga og það lítur út fyrir að það séu dálítið stórar breytingar í veðrinu í vikunni,“ segir Einar að lokum. Veður Tengdar fréttir Ekkert ferðaveður á morgun og hinn Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi fram eftir degi. Veðurfræðingur segir enn eina lægðina á leið til landsins en veður eigi að batna eftir helgi. 27. maí 2023 13:29 Illviðri yfir fyrstu ferðahelgina: „Bílar gætu jafnvel fokið“ Lítið sem ekkert ferðaveður verður yfir hvítasunnuhelgina, sem oft er kölluð fyrsta ferðahelgi ársins. Veðurfræðingur segir bálhvasst verða í nótt og í fyrramálið en að bjart og fallegt verði yfir laugardaginn á vestanverðu landinu. 26. maí 2023 19:59 Mest lesið Töpuðu málinu og stefnt að því að loka TikTok Erlent Var hótað eftir útgáfu bókarinnar Innlent Hafi brugðið að sjá dönsk egg í verslunum hér á landi Innlent Ráðamenn uggandi vegna væntanlegrar niðurstöðu starfshóps Innlent Íslendingur handtekinn í Rússlandi Erlent Talin hafa yfirgefið borgina um borð í rútu Erlent Reykjavíkurborg salti auðan stíg en ekki flughálan Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Segja Bjarna að fara til andskotans og taka hvalveiðileyfið með Innlent Hafró og Fiskistofa skiluðu umsögnum um hvalveiðar fyrir kosningar Innlent Fleiri fréttir Köld norðanátt og víða él Stöku él og vaxandi norðaustanátt Skúrir eða él á víð og dreif Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Gular viðvaranir í borginni og víðar Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Frost fór víða yfir tuttugu stig í nótt Kaldri norðlægri átt beint til landsins Gul viðvörun á Vestfjörðum Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Skúrir eða slyddu en þurrt austantil Hiti að sex stigum Norðanátt og éljalofti beint til landsins Áfram kalt og bætir í vind á morgun Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Áfram köld og norðlæg átt Heimskautaflofti beint til landsins í sífellu Stinningskaldi og él fram í miðja viku og svo kólni frekar Viðvaranirnar sumar orðnar appelsínugular Allhvöss suðvestanátt og hlýtt en illviðri á morgun Suðvestan hvassviðri norðan- og austantil Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Suðvestan stormur, rigning og gular viðvaranir Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Gular viðvaranir vegna hvassviðris eða storms Allt að tuttugu stiga hiti Næsta lægð væntanleg á morgun Víðast hvar rólegt en viðvörun á Vesturlandi Bætir smám saman í vind Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Sjá meira
Á morgun lýkur hvítasunnuhelginni, sem oft er kölluð fyrsta ferðahelgi sumarsins, og því má vænta að margir verði á ferð um landið. Þeir sem ferðast um Norð- og Norðvesturland mega búast við því að lenda í vondu veðri. Suðvestan hvassviðri er spáð og á Norðurlandi eystra og vestra tekur gul viðvörun gildi klukkan 15, á vestfjörðum tekur gul viðvörun gildi klukkan 14 og á Breiðafirði á hádegi. „Það er enn þá svona hálfgert skakviðri, það er vindasamt á landinu og á morgun er útlit fyrir að það hlýni. Og um leið og það hlýnar gerist alltaf suðvestanátt. Það verður hvasst, sérstaklega um norðvestanvert landið og það eru kviður sem fylgja, ekkert miklar kviður, en kviðuveður samt,“ sagði Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir þó ekki ástæðu til þess að hætta við heimferð á morgun eftir ferðalög helgarinnar. Þó ættu þeir sem aka ökutækjum sem taka á sig mikinn vind eða með aftanívagna að íhuga að vera fyrr á ferðinni í fyrramálið. Von á að hiti fari yfir tuttugu stig Sem áður segir er hlýnar í veðri á morgun með tilheyrandi suðvestanátt. Sem og svo oft áður eru það Austfirðingar sem fá mesta hitann á morgun. „Það er stroka sem fer yfir austanvert landið og ég var nú að skoða á Bliku áðan að mesti hiti gæti alveg farið í 21 gráðu þar sem best lætur, til dæmis á Héraði eða sunnanverðum Austfjörðum, seinni partinn á morgun,“ segir Einar. Breytingar í vændum Einar segir að veðrið á morgun verði frábrugðið því sem hefur verið undanfarið. Ekki sé von á hagli, slyddu, snjó og hálku, eða neinu slíku. „Vonandi er þetta síðasti dagurinn með svona skítviðri eins og verið hefur hérna síðustu tíu daga og það lítur út fyrir að það séu dálítið stórar breytingar í veðrinu í vikunni,“ segir Einar að lokum.
Veður Tengdar fréttir Ekkert ferðaveður á morgun og hinn Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi fram eftir degi. Veðurfræðingur segir enn eina lægðina á leið til landsins en veður eigi að batna eftir helgi. 27. maí 2023 13:29 Illviðri yfir fyrstu ferðahelgina: „Bílar gætu jafnvel fokið“ Lítið sem ekkert ferðaveður verður yfir hvítasunnuhelgina, sem oft er kölluð fyrsta ferðahelgi ársins. Veðurfræðingur segir bálhvasst verða í nótt og í fyrramálið en að bjart og fallegt verði yfir laugardaginn á vestanverðu landinu. 26. maí 2023 19:59 Mest lesið Töpuðu málinu og stefnt að því að loka TikTok Erlent Var hótað eftir útgáfu bókarinnar Innlent Hafi brugðið að sjá dönsk egg í verslunum hér á landi Innlent Ráðamenn uggandi vegna væntanlegrar niðurstöðu starfshóps Innlent Íslendingur handtekinn í Rússlandi Erlent Talin hafa yfirgefið borgina um borð í rútu Erlent Reykjavíkurborg salti auðan stíg en ekki flughálan Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Segja Bjarna að fara til andskotans og taka hvalveiðileyfið með Innlent Hafró og Fiskistofa skiluðu umsögnum um hvalveiðar fyrir kosningar Innlent Fleiri fréttir Köld norðanátt og víða él Stöku él og vaxandi norðaustanátt Skúrir eða él á víð og dreif Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Gular viðvaranir í borginni og víðar Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Frost fór víða yfir tuttugu stig í nótt Kaldri norðlægri átt beint til landsins Gul viðvörun á Vestfjörðum Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Skúrir eða slyddu en þurrt austantil Hiti að sex stigum Norðanátt og éljalofti beint til landsins Áfram kalt og bætir í vind á morgun Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Áfram köld og norðlæg átt Heimskautaflofti beint til landsins í sífellu Stinningskaldi og él fram í miðja viku og svo kólni frekar Viðvaranirnar sumar orðnar appelsínugular Allhvöss suðvestanátt og hlýtt en illviðri á morgun Suðvestan hvassviðri norðan- og austantil Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Suðvestan stormur, rigning og gular viðvaranir Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Gular viðvaranir vegna hvassviðris eða storms Allt að tuttugu stiga hiti Næsta lægð væntanleg á morgun Víðast hvar rólegt en viðvörun á Vesturlandi Bætir smám saman í vind Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Sjá meira
Ekkert ferðaveður á morgun og hinn Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi fram eftir degi. Veðurfræðingur segir enn eina lægðina á leið til landsins en veður eigi að batna eftir helgi. 27. maí 2023 13:29
Illviðri yfir fyrstu ferðahelgina: „Bílar gætu jafnvel fokið“ Lítið sem ekkert ferðaveður verður yfir hvítasunnuhelgina, sem oft er kölluð fyrsta ferðahelgi ársins. Veðurfræðingur segir bálhvasst verða í nótt og í fyrramálið en að bjart og fallegt verði yfir laugardaginn á vestanverðu landinu. 26. maí 2023 19:59