Illviðri yfir fyrstu ferðahelgina: „Bílar gætu jafnvel fokið“ Árni Sæberg og Sigurður Orri Kristjánsson skrifa 26. maí 2023 19:59 Haraldur Ólafsson veðurfræðingur spáir vondu veðri yfir hvítasunnuhelgina. Stöð 2 Lítið sem ekkert ferðaveður verður yfir hvítasunnuhelgina, sem oft er kölluð fyrsta ferðahelgi ársins. Veðurfræðingur segir bálhvasst verða í nótt og í fyrramálið en að bjart og fallegt verði yfir laugardaginn á vestanverðu landinu. Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir fyrir Norðurland, Austurland, Suðausturland og miðhálendið. Viðvaranirnar taka flestar gildi í fyrramálið og gilda til klukkan þrjú. Einhverjar taka þó gildi í kvöld. „Það verður leiðindaveður í nótt og í fyrramálið, nánast um allt land, þræsingur og kalt og rigning víðast hvar. Slydda sums staðar fyrir norðan. Svo verður bálhvasst á Austurlandi fram eftir degi á morgun, það verður svo hvasst að bílar gætu jafnvel fokið,“ sagði Haraldur Ólafsson veðurfræðingur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir að veðrið muni þó ganga niður vestanlands í fyrramálið og að morgundagurinn líti nokkuð vel út þar. „Það verður líklega bjart. Að vísu næðingur og svalt en fallegt veður hugsa ég. Og það verður, held ég, besti dagur helgarinnar hér um vestanvert landið. Versnar aftur á sunnudag Haraldur segir að veður muni aftur versna á vestan- og suðvestanverðu landinu á sunnudag. „Þá bara gengur hann í sunnanátt aftur. Það fer að rigna á Suður- og Vesturlandi og það verður blautt bæði á sunnudag og mánudag. Hins vegar segir hann að veður verði sennilega með betra móti á Austur- og Norðausturlandi á mánudag og fram eftir næstu viku. „Það gætu komið mjög góðir dagar á Austur- og Norðausturlandi og í sjálfu sér ekkert svo slæmt vestanlands,“ segir Haraldur að lokum. Veður Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Fleiri fréttir Hiti að 21 stigi í dag Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Hægviðri og hiti að nítján stigum Norðlæg átt og víðast hvar væta Hlýjast suðaustantil Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Hitamet aldarinnar slegið Gular viðvaranir öðrum megin og 28 stiga hiti hinum megin Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Gular viðvaranir í þremur landshlutum Þungbúið norðantil en bjart og hlýtt sunnan heiða Úrkoma í öllum landshlutum „Það er nóg eftir af sumrinu“ 27 daga frostlausum kafla lokið Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Viðrar vel til gleðigöngu Rigning norðantil en yfirleitt bjart sunnan heiða Hiti að sautján stigum og hlýjast suðvestantil Úrkomusvæði fer yfir sunnan- og vestanvert landið Dálítil væta en fremur hlýtt Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Rok og rigning sama hvert er litið Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Lægðardrag yfir vestanverðu landinu en hiti gæti náð 18 stigum Hiti gæti náð tuttugu stigum fyrir austan Spá þoku fyrir norðan og austan Líkur á eldingum norðantil og gasmengun vestantil Sjá meira
Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir fyrir Norðurland, Austurland, Suðausturland og miðhálendið. Viðvaranirnar taka flestar gildi í fyrramálið og gilda til klukkan þrjú. Einhverjar taka þó gildi í kvöld. „Það verður leiðindaveður í nótt og í fyrramálið, nánast um allt land, þræsingur og kalt og rigning víðast hvar. Slydda sums staðar fyrir norðan. Svo verður bálhvasst á Austurlandi fram eftir degi á morgun, það verður svo hvasst að bílar gætu jafnvel fokið,“ sagði Haraldur Ólafsson veðurfræðingur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir að veðrið muni þó ganga niður vestanlands í fyrramálið og að morgundagurinn líti nokkuð vel út þar. „Það verður líklega bjart. Að vísu næðingur og svalt en fallegt veður hugsa ég. Og það verður, held ég, besti dagur helgarinnar hér um vestanvert landið. Versnar aftur á sunnudag Haraldur segir að veður muni aftur versna á vestan- og suðvestanverðu landinu á sunnudag. „Þá bara gengur hann í sunnanátt aftur. Það fer að rigna á Suður- og Vesturlandi og það verður blautt bæði á sunnudag og mánudag. Hins vegar segir hann að veður verði sennilega með betra móti á Austur- og Norðausturlandi á mánudag og fram eftir næstu viku. „Það gætu komið mjög góðir dagar á Austur- og Norðausturlandi og í sjálfu sér ekkert svo slæmt vestanlands,“ segir Haraldur að lokum.
Veður Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Fleiri fréttir Hiti að 21 stigi í dag Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Hægviðri og hiti að nítján stigum Norðlæg átt og víðast hvar væta Hlýjast suðaustantil Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Hitamet aldarinnar slegið Gular viðvaranir öðrum megin og 28 stiga hiti hinum megin Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Gular viðvaranir í þremur landshlutum Þungbúið norðantil en bjart og hlýtt sunnan heiða Úrkoma í öllum landshlutum „Það er nóg eftir af sumrinu“ 27 daga frostlausum kafla lokið Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Viðrar vel til gleðigöngu Rigning norðantil en yfirleitt bjart sunnan heiða Hiti að sautján stigum og hlýjast suðvestantil Úrkomusvæði fer yfir sunnan- og vestanvert landið Dálítil væta en fremur hlýtt Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Rok og rigning sama hvert er litið Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Lægðardrag yfir vestanverðu landinu en hiti gæti náð 18 stigum Hiti gæti náð tuttugu stigum fyrir austan Spá þoku fyrir norðan og austan Líkur á eldingum norðantil og gasmengun vestantil Sjá meira