Stjórnvöld í Moskvu sögð láta undan hótunum Prigozhin Eiður Þór Árnason skrifar 7. maí 2023 12:20 Yevgeny Prigozhin, eigandi Wagner Group, hefur áður sakað rússneska herinn um að reyna að gera út af við málaliðahópinn. Getty/Mikhail Svetlov Leiðtogi Wagner-málaliðahópsins segir yfirvöld í Moskvu hafa fallist á kröfur um aukin skotfæri eftir að hann hótaði að draga menn sína frá borginni Bakhmut í austanverðri Úkraínu fyrir miðja næstu viku. Yevgeny Prigozhin fór ófögrum orðum um rússneska ráðamenn í myndskeiði sem birtist á fimmtudag en eldræðan var tekið upp innan um lík fjölda Wagner-liða. Degi síðar tilkynnti Prigozhin að málaliðahópurinn myndi yfirgefa Bakhmut fyrir 10. maí ef honum yrði ekki útveguð skotfæri. Fyrr í dag mátti greina annan tón hjá leiðtoga hópsins þegar hann sagði Kreml hafa fallist á að veita þær birgðir sem þyrfti til að halda áfram orustunni um borgina. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá þessu og segir nýjustu yfirlýsingu Prigozhin koma fáum á óvart. Stofnandi Wagner-málaliðahópsins hafi reglulega reynt að komast í sviðsljósið með orðsendingum sínum og ekki staðið við hótanir sínar í garð rússneskra stjórnvalda fram að þessu. Hann hefur einkum gagnrýnt að málaliðahópurinn, sem hefur víða barist við hlið rússneska hersins í Úkraínu, hafi ekki fengið nægilegan framlínustuðning frá Rússum. Væru á seinustu byssukúlunum „Shoigu! Gerasimov! Hvar eru skotfærin? Þeir komu hingað sem sjálfboðaliðar og dóu fyrir ykkur þannig að þið gætuð hlaupið í spik á mahóníviðarskrifstofunum ykkar,“ sagði Prigozhin í myndbandinu sem birt var á samfélagsmiðlum á fimmtudag og beindi orðum sínum að Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússa og Valeríj Gerasimov yfirhershöfðingja. Rússneskur stríðsbloggari hafði áður haft eftir Prigozhin að Wagner-liðar væru á síðustu byssukúlunum og vantaði þúsundir slíkra. Fengju þeir ekki nýja sendingu þyrftu þeir annað hvort að hörfa eða deyja. Í gær var svo haft eftir Prigozhin að hann hygðist láta Akhmat-sveitir Tjéténa í Bakhmut, sem leiddar eru af dyggum bandamanni Vladimir Pútíns Rússlandsforseta, eftir framlínur Wagner-liða frá og með 10. maí. Wagner-liðar hafa ásamt rússneskum hermönnum reynt að ná Bakhmut á sitt vald í fleiri mánuði og er orrustan um borgina ein sú langvinnasta og blóðugasta í innrás Rússa í Úkraínu. Málaliðar Wagner-hópsins hafa verið uppistaðan í árásarliði Rússa á svæðinu og telja ráðamenn á Vesturlöndum að þúsundir úr röðum þeirra og rússneska hersins hafi fallið í átökunum. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Segja Kadyrov munu taka við framlínunni í Bakhmut 10. maí Ramzan Kadyrov, leiðtogi Tjéténa og einn dyggasti bandamaður Vladimir Pútíns Rússlandsforseta, hefur boðið liðsmönnum Wagner-málaliðahópsins að ganga til liðs við Akhmat-sveitir sínar í Bakhmut. 6. maí 2023 23:05 Hótar að draga Wagner-liða frá Bakhmút Leiðtogi Wagner-málaliðahópsins rússneska hótar því að draga hermenn sína frá borginni Bakhmút í austanverðri Úkraínu fyrir miðja næstu viku útvegi rússnesk stjórnvöld þeim ekki skotfæri. Hann skýtur föstum skotum á rússneska ráðamenn. 5. maí 2023 09:08 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Yevgeny Prigozhin fór ófögrum orðum um rússneska ráðamenn í myndskeiði sem birtist á fimmtudag en eldræðan var tekið upp innan um lík fjölda Wagner-liða. Degi síðar tilkynnti Prigozhin að málaliðahópurinn myndi yfirgefa Bakhmut fyrir 10. maí ef honum yrði ekki útveguð skotfæri. Fyrr í dag mátti greina annan tón hjá leiðtoga hópsins þegar hann sagði Kreml hafa fallist á að veita þær birgðir sem þyrfti til að halda áfram orustunni um borgina. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá þessu og segir nýjustu yfirlýsingu Prigozhin koma fáum á óvart. Stofnandi Wagner-málaliðahópsins hafi reglulega reynt að komast í sviðsljósið með orðsendingum sínum og ekki staðið við hótanir sínar í garð rússneskra stjórnvalda fram að þessu. Hann hefur einkum gagnrýnt að málaliðahópurinn, sem hefur víða barist við hlið rússneska hersins í Úkraínu, hafi ekki fengið nægilegan framlínustuðning frá Rússum. Væru á seinustu byssukúlunum „Shoigu! Gerasimov! Hvar eru skotfærin? Þeir komu hingað sem sjálfboðaliðar og dóu fyrir ykkur þannig að þið gætuð hlaupið í spik á mahóníviðarskrifstofunum ykkar,“ sagði Prigozhin í myndbandinu sem birt var á samfélagsmiðlum á fimmtudag og beindi orðum sínum að Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússa og Valeríj Gerasimov yfirhershöfðingja. Rússneskur stríðsbloggari hafði áður haft eftir Prigozhin að Wagner-liðar væru á síðustu byssukúlunum og vantaði þúsundir slíkra. Fengju þeir ekki nýja sendingu þyrftu þeir annað hvort að hörfa eða deyja. Í gær var svo haft eftir Prigozhin að hann hygðist láta Akhmat-sveitir Tjéténa í Bakhmut, sem leiddar eru af dyggum bandamanni Vladimir Pútíns Rússlandsforseta, eftir framlínur Wagner-liða frá og með 10. maí. Wagner-liðar hafa ásamt rússneskum hermönnum reynt að ná Bakhmut á sitt vald í fleiri mánuði og er orrustan um borgina ein sú langvinnasta og blóðugasta í innrás Rússa í Úkraínu. Málaliðar Wagner-hópsins hafa verið uppistaðan í árásarliði Rússa á svæðinu og telja ráðamenn á Vesturlöndum að þúsundir úr röðum þeirra og rússneska hersins hafi fallið í átökunum.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Segja Kadyrov munu taka við framlínunni í Bakhmut 10. maí Ramzan Kadyrov, leiðtogi Tjéténa og einn dyggasti bandamaður Vladimir Pútíns Rússlandsforseta, hefur boðið liðsmönnum Wagner-málaliðahópsins að ganga til liðs við Akhmat-sveitir sínar í Bakhmut. 6. maí 2023 23:05 Hótar að draga Wagner-liða frá Bakhmút Leiðtogi Wagner-málaliðahópsins rússneska hótar því að draga hermenn sína frá borginni Bakhmút í austanverðri Úkraínu fyrir miðja næstu viku útvegi rússnesk stjórnvöld þeim ekki skotfæri. Hann skýtur föstum skotum á rússneska ráðamenn. 5. maí 2023 09:08 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Segja Kadyrov munu taka við framlínunni í Bakhmut 10. maí Ramzan Kadyrov, leiðtogi Tjéténa og einn dyggasti bandamaður Vladimir Pútíns Rússlandsforseta, hefur boðið liðsmönnum Wagner-málaliðahópsins að ganga til liðs við Akhmat-sveitir sínar í Bakhmut. 6. maí 2023 23:05
Hótar að draga Wagner-liða frá Bakhmút Leiðtogi Wagner-málaliðahópsins rússneska hótar því að draga hermenn sína frá borginni Bakhmút í austanverðri Úkraínu fyrir miðja næstu viku útvegi rússnesk stjórnvöld þeim ekki skotfæri. Hann skýtur föstum skotum á rússneska ráðamenn. 5. maí 2023 09:08