Segja Kadyrov munu taka við framlínunni í Bakhmut 10. maí Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. maí 2023 23:05 Kenningar eru uppi um að stjórnvöld í Moskvu séu viljandi að halda aðföngum frá Wagner, til að geta eignað hernum sigra í Bakhmut. Getty Ramzan Kadyrov, leiðtogi Tjéténa og einn dyggasti bandamaður Vladimir Pútíns Rússlandsforseta, hefur boðið liðsmönnum Wagner-málaliðahópsins að ganga til liðs við Akhmat-sveitir sínar í Bakhmut. Í myndskeiði sem hann birti í dag segir Kadyrov liðsmenn hugrakka og mikilsverða, ekki síst vegna þekkingar sinnar á svæðinu þar sem barist er. „Ef þið gangið til liðs við okkur heiti ég því að gefa ykkur meira, skapa betri aðstæður, en þið hafið í dag. Við munum reyna að gera allt fyrsta flokks fyrir ykkur,“ segir hann í ávarpi sínu til Wagner-liða. Kadyrov birti einnig bréf til Pútín þar sem hann biðlar til forsetans um að fyrirskipa tilfærslu Akhmat-sveita annars staðar í Úkraínu til Bakhmut, til að leysa Wagner af hólmi. Wagner PMC is transferring their combat positions to Kadyrov's men, - Prigozhin.It seems that the private armies are fighting - Wagner, kadyrovites... What's Russian army doing? pic.twitter.com/7GashMD9RI— Anton Gerashchenko (@Gerashchenko_en) May 6, 2023 Yevgeny Prigozhin, stofnandi og leiðtogi Wagner, sagði í dag að hann hygðist láta Kadyrov eftir framlínur Wagner-liða frá og með 10. maí. Ekki var annað að skilja en að Kadyrov hefði gengið að boðinu. Prigozhin sagðist þegar eiga í samræðum við fulltrúa Kadyrov, til að koma því í kring að sveitir hans yrðu reiðubúnar til að taka yfir nákvæmlega þegar Wagner-liðar yrðu uppiskroppa með aðföng og gætu ekki haldið áfram að berjast. Hann segðir það munu gerast 10. maí. Prigozhin hefur verið afar ósáttur við stjórnvöld í Moskvu síðustu misseri og segir þau hafa svikið liðsmenn sína um vopn og skotfæri. Á sama tíma hafi þeir verið hryggjarstykkið í átökunum um Bakhmut. Kadyrov sagði í gær að hann myndi glaður taka yfir fyrir „stóra bróður“, það er að segja Prigozhin. En líkt og erlendir miðlar hafa bent á er erfitt að spá fyrir um hvað gerist 10. maí þar sem bæði Kadyrov og Prigozhin eru þekktir fyrir stórkarlalegar yfirlýsingar sem eiga sér ekki endilega stoð í raunveruleikanum. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Sjá meira
Í myndskeiði sem hann birti í dag segir Kadyrov liðsmenn hugrakka og mikilsverða, ekki síst vegna þekkingar sinnar á svæðinu þar sem barist er. „Ef þið gangið til liðs við okkur heiti ég því að gefa ykkur meira, skapa betri aðstæður, en þið hafið í dag. Við munum reyna að gera allt fyrsta flokks fyrir ykkur,“ segir hann í ávarpi sínu til Wagner-liða. Kadyrov birti einnig bréf til Pútín þar sem hann biðlar til forsetans um að fyrirskipa tilfærslu Akhmat-sveita annars staðar í Úkraínu til Bakhmut, til að leysa Wagner af hólmi. Wagner PMC is transferring their combat positions to Kadyrov's men, - Prigozhin.It seems that the private armies are fighting - Wagner, kadyrovites... What's Russian army doing? pic.twitter.com/7GashMD9RI— Anton Gerashchenko (@Gerashchenko_en) May 6, 2023 Yevgeny Prigozhin, stofnandi og leiðtogi Wagner, sagði í dag að hann hygðist láta Kadyrov eftir framlínur Wagner-liða frá og með 10. maí. Ekki var annað að skilja en að Kadyrov hefði gengið að boðinu. Prigozhin sagðist þegar eiga í samræðum við fulltrúa Kadyrov, til að koma því í kring að sveitir hans yrðu reiðubúnar til að taka yfir nákvæmlega þegar Wagner-liðar yrðu uppiskroppa með aðföng og gætu ekki haldið áfram að berjast. Hann segðir það munu gerast 10. maí. Prigozhin hefur verið afar ósáttur við stjórnvöld í Moskvu síðustu misseri og segir þau hafa svikið liðsmenn sína um vopn og skotfæri. Á sama tíma hafi þeir verið hryggjarstykkið í átökunum um Bakhmut. Kadyrov sagði í gær að hann myndi glaður taka yfir fyrir „stóra bróður“, það er að segja Prigozhin. En líkt og erlendir miðlar hafa bent á er erfitt að spá fyrir um hvað gerist 10. maí þar sem bæði Kadyrov og Prigozhin eru þekktir fyrir stórkarlalegar yfirlýsingar sem eiga sér ekki endilega stoð í raunveruleikanum.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Sjá meira