Segja Kadyrov munu taka við framlínunni í Bakhmut 10. maí Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. maí 2023 23:05 Kenningar eru uppi um að stjórnvöld í Moskvu séu viljandi að halda aðföngum frá Wagner, til að geta eignað hernum sigra í Bakhmut. Getty Ramzan Kadyrov, leiðtogi Tjéténa og einn dyggasti bandamaður Vladimir Pútíns Rússlandsforseta, hefur boðið liðsmönnum Wagner-málaliðahópsins að ganga til liðs við Akhmat-sveitir sínar í Bakhmut. Í myndskeiði sem hann birti í dag segir Kadyrov liðsmenn hugrakka og mikilsverða, ekki síst vegna þekkingar sinnar á svæðinu þar sem barist er. „Ef þið gangið til liðs við okkur heiti ég því að gefa ykkur meira, skapa betri aðstæður, en þið hafið í dag. Við munum reyna að gera allt fyrsta flokks fyrir ykkur,“ segir hann í ávarpi sínu til Wagner-liða. Kadyrov birti einnig bréf til Pútín þar sem hann biðlar til forsetans um að fyrirskipa tilfærslu Akhmat-sveita annars staðar í Úkraínu til Bakhmut, til að leysa Wagner af hólmi. Wagner PMC is transferring their combat positions to Kadyrov's men, - Prigozhin.It seems that the private armies are fighting - Wagner, kadyrovites... What's Russian army doing? pic.twitter.com/7GashMD9RI— Anton Gerashchenko (@Gerashchenko_en) May 6, 2023 Yevgeny Prigozhin, stofnandi og leiðtogi Wagner, sagði í dag að hann hygðist láta Kadyrov eftir framlínur Wagner-liða frá og með 10. maí. Ekki var annað að skilja en að Kadyrov hefði gengið að boðinu. Prigozhin sagðist þegar eiga í samræðum við fulltrúa Kadyrov, til að koma því í kring að sveitir hans yrðu reiðubúnar til að taka yfir nákvæmlega þegar Wagner-liðar yrðu uppiskroppa með aðföng og gætu ekki haldið áfram að berjast. Hann segðir það munu gerast 10. maí. Prigozhin hefur verið afar ósáttur við stjórnvöld í Moskvu síðustu misseri og segir þau hafa svikið liðsmenn sína um vopn og skotfæri. Á sama tíma hafi þeir verið hryggjarstykkið í átökunum um Bakhmut. Kadyrov sagði í gær að hann myndi glaður taka yfir fyrir „stóra bróður“, það er að segja Prigozhin. En líkt og erlendir miðlar hafa bent á er erfitt að spá fyrir um hvað gerist 10. maí þar sem bæði Kadyrov og Prigozhin eru þekktir fyrir stórkarlalegar yfirlýsingar sem eiga sér ekki endilega stoð í raunveruleikanum. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Í myndskeiði sem hann birti í dag segir Kadyrov liðsmenn hugrakka og mikilsverða, ekki síst vegna þekkingar sinnar á svæðinu þar sem barist er. „Ef þið gangið til liðs við okkur heiti ég því að gefa ykkur meira, skapa betri aðstæður, en þið hafið í dag. Við munum reyna að gera allt fyrsta flokks fyrir ykkur,“ segir hann í ávarpi sínu til Wagner-liða. Kadyrov birti einnig bréf til Pútín þar sem hann biðlar til forsetans um að fyrirskipa tilfærslu Akhmat-sveita annars staðar í Úkraínu til Bakhmut, til að leysa Wagner af hólmi. Wagner PMC is transferring their combat positions to Kadyrov's men, - Prigozhin.It seems that the private armies are fighting - Wagner, kadyrovites... What's Russian army doing? pic.twitter.com/7GashMD9RI— Anton Gerashchenko (@Gerashchenko_en) May 6, 2023 Yevgeny Prigozhin, stofnandi og leiðtogi Wagner, sagði í dag að hann hygðist láta Kadyrov eftir framlínur Wagner-liða frá og með 10. maí. Ekki var annað að skilja en að Kadyrov hefði gengið að boðinu. Prigozhin sagðist þegar eiga í samræðum við fulltrúa Kadyrov, til að koma því í kring að sveitir hans yrðu reiðubúnar til að taka yfir nákvæmlega þegar Wagner-liðar yrðu uppiskroppa með aðföng og gætu ekki haldið áfram að berjast. Hann segðir það munu gerast 10. maí. Prigozhin hefur verið afar ósáttur við stjórnvöld í Moskvu síðustu misseri og segir þau hafa svikið liðsmenn sína um vopn og skotfæri. Á sama tíma hafi þeir verið hryggjarstykkið í átökunum um Bakhmut. Kadyrov sagði í gær að hann myndi glaður taka yfir fyrir „stóra bróður“, það er að segja Prigozhin. En líkt og erlendir miðlar hafa bent á er erfitt að spá fyrir um hvað gerist 10. maí þar sem bæði Kadyrov og Prigozhin eru þekktir fyrir stórkarlalegar yfirlýsingar sem eiga sér ekki endilega stoð í raunveruleikanum.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira