Hótar að draga Wagner-liða frá Bakhmút Kjartan Kjartansson skrifar 5. maí 2023 09:08 Merki rússneska málaliðahópsins Wagner Group. Liðsmenn hans hafa borið hitann og þungann af árás Rússa á borgina Bakhmút í Úkraínu. Vísir/EPA Leiðtogi Wagner-málaliðahópsins rússneska hótar því að draga hermenn sína frá borginni Bakhmút í austanverðri Úkraínu fyrir miðja næstu viku útvegi rússnesk stjórnvöld þeim ekki skotfæri. Hann skýtur föstum skotum á rússneska ráðamenn. Orrustan um Bakhmút er ein sú langvinnasta og blóðugasta í innrás Rússa í Úkraínu til þessa. Hún hefur geisað í meira en níu mánuði. Málaliðar Wagner-hópsins hafa verið uppistaðan í árásarliði Rússa þar. Nú hótar Jevgeníj Prigozhin, leiðtogi Wagner-hópsins, að draga lið sitt frá Bahkmút fyrir miðvikudaginn 10. maí vegna deilna um skotfæri, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hann birti myndband af sér á samfélagsmiðlum þar sem hann sást ganga innan um lík fallinna málaliða. Krafði hann varnarmálaráðherra Rússlands um meiri hergögn. „Shoigu! Gerasimov! Hvar eru skotfærin? Þeir komu hingað sem sjálfboðaliðar og dóu fyrir ykkur þannig að þið gætuð hlaupið í spik á mahóníviðarskrifstofunum ykkar,“ sagði Prigozhin í myndbandinu og beindi orðum sínum að Sergei Shoigu varnarmálaráðherra og Valeríj Gerasimov, yfirhershöfðingja. Rússneskur stríðsbloggari hafði eftir Prigozhin í síðustu viku að Wagner-liðar væru á síðustu byssukúlunum og að þá vantaði þúsundir byssukúlna. Fengju þeir ekki nýja sendingu þyrftu þeir annað hvort að hörfa eða deyja. Rob Lee, bandarískur varnarmálasérfræðingur, telur umkvartanir Prigozhin benda til þess að rússneska varnarmálaráðuneytið skammti nú skotfæri fyrir væntanlega gagnsókn Úkraínu. Ráðuneytið þurfi að hugsa um verja alla víglínu sínu en foringi málaliðahópsins hugsi aðeins um að taka Bakhmút. Wagner has long had a significant artillery advantage in Bakhmut and received preferential support. This is likely a reflection of the MoD rationing ammunition before Ukraine s counteroffensive. The MoD has to defend the whole front but Prigozhin only cares about taking Bakhmut. https://t.co/vpaSjzQ7NA— Rob Lee (@RALee85) May 5, 2023 Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Úkraína Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Orrustan um Bakhmút er ein sú langvinnasta og blóðugasta í innrás Rússa í Úkraínu til þessa. Hún hefur geisað í meira en níu mánuði. Málaliðar Wagner-hópsins hafa verið uppistaðan í árásarliði Rússa þar. Nú hótar Jevgeníj Prigozhin, leiðtogi Wagner-hópsins, að draga lið sitt frá Bahkmút fyrir miðvikudaginn 10. maí vegna deilna um skotfæri, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hann birti myndband af sér á samfélagsmiðlum þar sem hann sást ganga innan um lík fallinna málaliða. Krafði hann varnarmálaráðherra Rússlands um meiri hergögn. „Shoigu! Gerasimov! Hvar eru skotfærin? Þeir komu hingað sem sjálfboðaliðar og dóu fyrir ykkur þannig að þið gætuð hlaupið í spik á mahóníviðarskrifstofunum ykkar,“ sagði Prigozhin í myndbandinu og beindi orðum sínum að Sergei Shoigu varnarmálaráðherra og Valeríj Gerasimov, yfirhershöfðingja. Rússneskur stríðsbloggari hafði eftir Prigozhin í síðustu viku að Wagner-liðar væru á síðustu byssukúlunum og að þá vantaði þúsundir byssukúlna. Fengju þeir ekki nýja sendingu þyrftu þeir annað hvort að hörfa eða deyja. Rob Lee, bandarískur varnarmálasérfræðingur, telur umkvartanir Prigozhin benda til þess að rússneska varnarmálaráðuneytið skammti nú skotfæri fyrir væntanlega gagnsókn Úkraínu. Ráðuneytið þurfi að hugsa um verja alla víglínu sínu en foringi málaliðahópsins hugsi aðeins um að taka Bakhmút. Wagner has long had a significant artillery advantage in Bakhmut and received preferential support. This is likely a reflection of the MoD rationing ammunition before Ukraine s counteroffensive. The MoD has to defend the whole front but Prigozhin only cares about taking Bakhmut. https://t.co/vpaSjzQ7NA— Rob Lee (@RALee85) May 5, 2023
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Úkraína Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“