Hótar að draga Wagner-liða frá Bakhmút Kjartan Kjartansson skrifar 5. maí 2023 09:08 Merki rússneska málaliðahópsins Wagner Group. Liðsmenn hans hafa borið hitann og þungann af árás Rússa á borgina Bakhmút í Úkraínu. Vísir/EPA Leiðtogi Wagner-málaliðahópsins rússneska hótar því að draga hermenn sína frá borginni Bakhmút í austanverðri Úkraínu fyrir miðja næstu viku útvegi rússnesk stjórnvöld þeim ekki skotfæri. Hann skýtur föstum skotum á rússneska ráðamenn. Orrustan um Bakhmút er ein sú langvinnasta og blóðugasta í innrás Rússa í Úkraínu til þessa. Hún hefur geisað í meira en níu mánuði. Málaliðar Wagner-hópsins hafa verið uppistaðan í árásarliði Rússa þar. Nú hótar Jevgeníj Prigozhin, leiðtogi Wagner-hópsins, að draga lið sitt frá Bahkmút fyrir miðvikudaginn 10. maí vegna deilna um skotfæri, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hann birti myndband af sér á samfélagsmiðlum þar sem hann sást ganga innan um lík fallinna málaliða. Krafði hann varnarmálaráðherra Rússlands um meiri hergögn. „Shoigu! Gerasimov! Hvar eru skotfærin? Þeir komu hingað sem sjálfboðaliðar og dóu fyrir ykkur þannig að þið gætuð hlaupið í spik á mahóníviðarskrifstofunum ykkar,“ sagði Prigozhin í myndbandinu og beindi orðum sínum að Sergei Shoigu varnarmálaráðherra og Valeríj Gerasimov, yfirhershöfðingja. Rússneskur stríðsbloggari hafði eftir Prigozhin í síðustu viku að Wagner-liðar væru á síðustu byssukúlunum og að þá vantaði þúsundir byssukúlna. Fengju þeir ekki nýja sendingu þyrftu þeir annað hvort að hörfa eða deyja. Rob Lee, bandarískur varnarmálasérfræðingur, telur umkvartanir Prigozhin benda til þess að rússneska varnarmálaráðuneytið skammti nú skotfæri fyrir væntanlega gagnsókn Úkraínu. Ráðuneytið þurfi að hugsa um verja alla víglínu sínu en foringi málaliðahópsins hugsi aðeins um að taka Bakhmút. Wagner has long had a significant artillery advantage in Bakhmut and received preferential support. This is likely a reflection of the MoD rationing ammunition before Ukraine s counteroffensive. The MoD has to defend the whole front but Prigozhin only cares about taking Bakhmut. https://t.co/vpaSjzQ7NA— Rob Lee (@RALee85) May 5, 2023 Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Úkraína Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira
Orrustan um Bakhmút er ein sú langvinnasta og blóðugasta í innrás Rússa í Úkraínu til þessa. Hún hefur geisað í meira en níu mánuði. Málaliðar Wagner-hópsins hafa verið uppistaðan í árásarliði Rússa þar. Nú hótar Jevgeníj Prigozhin, leiðtogi Wagner-hópsins, að draga lið sitt frá Bahkmút fyrir miðvikudaginn 10. maí vegna deilna um skotfæri, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hann birti myndband af sér á samfélagsmiðlum þar sem hann sást ganga innan um lík fallinna málaliða. Krafði hann varnarmálaráðherra Rússlands um meiri hergögn. „Shoigu! Gerasimov! Hvar eru skotfærin? Þeir komu hingað sem sjálfboðaliðar og dóu fyrir ykkur þannig að þið gætuð hlaupið í spik á mahóníviðarskrifstofunum ykkar,“ sagði Prigozhin í myndbandinu og beindi orðum sínum að Sergei Shoigu varnarmálaráðherra og Valeríj Gerasimov, yfirhershöfðingja. Rússneskur stríðsbloggari hafði eftir Prigozhin í síðustu viku að Wagner-liðar væru á síðustu byssukúlunum og að þá vantaði þúsundir byssukúlna. Fengju þeir ekki nýja sendingu þyrftu þeir annað hvort að hörfa eða deyja. Rob Lee, bandarískur varnarmálasérfræðingur, telur umkvartanir Prigozhin benda til þess að rússneska varnarmálaráðuneytið skammti nú skotfæri fyrir væntanlega gagnsókn Úkraínu. Ráðuneytið þurfi að hugsa um verja alla víglínu sínu en foringi málaliðahópsins hugsi aðeins um að taka Bakhmút. Wagner has long had a significant artillery advantage in Bakhmut and received preferential support. This is likely a reflection of the MoD rationing ammunition before Ukraine s counteroffensive. The MoD has to defend the whole front but Prigozhin only cares about taking Bakhmut. https://t.co/vpaSjzQ7NA— Rob Lee (@RALee85) May 5, 2023
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Úkraína Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira