Enski boltinn

Reiður Klopp sagði heildar­frammi­stöðu sinna manna ekki boð­lega

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Klopp var ekki sáttur að leik loknum.
Klopp var ekki sáttur að leik loknum. Robbie Jay Barratt/Getty Images

Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, sagði aðeins fjóra leikmenn leikmenn liðsins hafa spilað „allt í lagi“ í 4-1 tapi liðsins gegn Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Klopp var vægast sagt ósáttur er hann ræddi við blaðamenn að leik loknum.

„Um það bil fjórar frammistöður voru allt í lagi. Miðjumennirnir tveir, Jordan Henderson og Fabinho unnu vel í því að loka svæðum. Cody Gakpo, sérstaklega þegar við vorum með boltann og Alisson að sjálfsögðu. Það er mjög erfitt ef þú ætlar að ná einhverju héðan,“ sagði Klopp eftir leikinn sem fram fór á Etihad-vellinum í Manchester.

„Fyrsti hálfleikurinn var líkur því sem við höfum séð áður þegar við spilum á þessum velli. City er alltaf meira með boltann en við áttum okkar kafla. Við vorum rólegir, yfirvegaðir og vorum að valda þeim vandræðum.“

„Við skoruðum frábært mark, áttum annað stórt augnablik en fengum svo á okkur mark. Það var óheppni hvernig boltinn fór í gegnum lappirnar á Andy Robertson. Að koma út í seinni hálfleikinn og fá á sig tvö mörk með skömmu millibili braut okkur. Mörkin, hvernig við fáum þau á okkur, er erfitt að sætta sig við. Við settum aldrei pressu. Það er ekki boðlegt ef ég á að vera hreinskilinn.“

„City var með öll völd á vellinum eftir það. Við vorum opnir og þeir gátu gert það sem þeim sýndist. Vorum heppnir að þeir voru ekki gráðugir. Þeir skoruðu bara eitt mark til viðbótar, takk. Í lokin áttum við nokkur augnablik en hvernig við töpuðum leiknum er óásættanlegt,“ sagði Klopp að endingu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.