Veður

Á­þekkt veður en há­marks­hiti gæti komist yfir frost­mark

Atli Ísleifsson skrifar
Ferðamenn á Þingvöllum.
Ferðamenn á Þingvöllum. Vísir/Vilhelm

Reikna má með áþekku veðri í dag nema að hámarkshiti dagsins gæti sums staðar komist yfir frostmark, einkum sunntil á landinu. Frost verður þó almennt á bilinu þrjú til sextán stig.

Á vef Veðurstofunnar segir að það verði dálítil él fyrir austan, en annars víða bjart veður eða léttskýjað.

„Seint á morgun, föstudag lítur út fyrir að úrkomubakki leggist yfir vestanvert landið og getur snjóað staðbundið allmikið. Líkur eru á að þessi snjókomubakki verði viðloðandi vestanvert landið fram eftir laugardegi, en færist síðan yfir á austur hluta landsins.

Þannig að það lítur út fyrir að vetur konungur minni einnig á sig um vestanvert landið eftir langan þurrviðriskafla.“

Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag: Austlæg átt, 3-10 m/s, skýjað að mestu og sums staðar dálítil él, en 10-15 syðst um kvöldið og fer að snjóa suðvestantil. Frost víða 0 til 5 stig, en sums staðar frostlaust við sjávarsíðuna.

Á laugardag: Breytileg átt 3-10. Snjókoma um landið vestanvert, en annars yfirleitt úrkomulaust. Styttir upp vestantil um kvöldið en fer að snjóa á austurhelmingi landsins. Frost víða 1 til 8 stig, en frostlaust við suðurströndina til kvölds.

Á sunnudag: Norðlæg átt víða 5-13. Dálítil él um landið austanvert, en léttskýjað á Suðvesturlandi. Frost 2 til 13 stig, kaldast inn til landsins.

Á mánudag og þriðjudag: Hæg breytileg átt, yfirleitt léttskýjað og kalt.

Á miðvikudag: Útlit fyrir austanátt með björtu veðri, en líku á éljum suðaustan- og austantil. Áfram talsvert frost.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.