Erlent

ESB mælir eindregið með því að Kínverjar verði skyldaðir í próf

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Frakkar hafa þegar hafið skimun á kínverskum ferðamönnumn á Charles de Gaulle flugvelli í París.
Frakkar hafa þegar hafið skimun á kínverskum ferðamönnumn á Charles de Gaulle flugvelli í París. AP Photo/Aurelien Morissard

Evrópusambandið leggur eindregið til að aðildarþjóðir þess krefjist neikvæðs kórónuveiruprófs af kínverskum ferðamönnum áður en þeir komast inn í landið.

Næskomandi sunnudag breytast reglurnar fyrir kínverska ferðalanga heimafyrir sem mun gera þeim mun auðveldara um vik að ferðast til annarra landa en hingað til hafa miklar takmarkanir verið á ferðalögum þar í landi.

Nú er staðan hinsvegar þannig að kórónuveirufaraldurinn virðist í mikilli uppsveiflu í Kína og berast fregnir af yfirfullum spítölum og líkhúsum. Sum lönd, þar á meðal Bandaríkin og nokkur Evrópulönd hafa þegar ákveðið að fara fram á neikvætt próf en nú hefur sambandið lagt formlega til að öll lönd taki upp slíkar reglur.

Þá er einnig mælt með því að allir farþegar um borð í vélum til og frá Kína beri grímur, að hluti farþega í hverri vél verði prófaður fyrir kórónuveirunni og að úrgangsvatn í vélum frá Kína verði rannskakað.

Sóttvarnalæknir hér á landi hefur sagt að skimun kínverskra ferðamanna sé nú til skoðunar hér.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×