Enski boltinn

Glazer-fjölskyldan sögð vilja fá yfir þúsund milljarða fyrir Man United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alejandro Garnacho er væntanlega ein af framtíðarstjörnum Manchester United.
Alejandro Garnacho er væntanlega ein af framtíðarstjörnum Manchester United. Getty/ Justin Setterfield/

Eigendur Manchester United ætla sér að setja nýtt heimsmet ef þeir selja félagið en það kom fram í vikunni að United væri til sölu.

Glazer-fjölskyldan er eflaust í hópi óvinsælustu eiganda íþróttaliðs í heiminum enda hefur hún tekið mikinn pening út úr félaginu í stað þess að fjárfesta í leikmönnum og aðbúnaði.

Heimildir ESPN herma að það sé langlíkast að Glazers fjölskyldan selji United í heilu lagi.

Fréttir af mögulegri sölu Manchester United komu stuttu eftir að Liverpool var einnig sagt vera til sölu.

Til að ná að kaupa Manchester United þá þarf að greiða metfé.

Fyrr á þessu ári var Chelsea selt fyrir 2,5 milljarða punda og bandaríska NFL félagið Denver Broncos seldist á 3,85 milljarða punda.

Glazer-fjölskyldan trúir því að hún geti fengið 6 milljarða punda fyrir United eða meira en þúsund milljarða íslenska króna.


Tengdar fréttir

Eigendur United íhuga að selja félagið

Eigendur enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United, Glazer-fjölskyldan, íhuga nú að selja félagið eftir að hafa átt það í 17 ár.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.