„Þetta sýnir ekki styrk. Þetta sýnir veikleika“ Samúel Karl Ólason skrifar 30. september 2022 17:09 Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, á blaðamannafundi í dag. AP/Olivier Matthys Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), segir ólöglega innlimun Rússlands á fjórum héruðum Úkraínu vera mikla stigmögnun í tengslum við innrás Rússa hingað til. Ákvörðun Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands, hefði þó ekki áhrif á eðli átakanna eða stuðning NATO við Úkraínu. „Pútín hefur skikkað hundruð þúsunda í herinn, farið óábyrgum orðum um kjarnorkuvopn og núna innlimað fleiri héruð Úkraínu ólöglega,“ sagði Stoltenberg á blaðamannafundi. „Þetta sýnir ekki styrk. Þetta sýnir veikleika,“ sagði Stoltenberg og staðhæfði hann að NATO og Vesturlönd myndu ekki láta kúga sig með kjarnorkuvopnum. Sjá einnig: Bölsótaðist út í Vesturlönd „Rússar verða að skilja að enginn getur unnið kjarnorkustyrjöld og slík styrjöld má ekki eiga sér stað,“ sagði Stoltenberg. Hann sagði að ef Rússar notuðu kjarnorkuvopn í Úkraínu myndi það hafa alvarlegar afleiðingar. Hann bætti við á blaðamannafundinum að enn væru engar vísbendingar um að Rússar ætluðu sér að nota kjarnorkuvopn. [LIVE] Watch #NATO Secretary General @jensstoltenberg brief the media at NATO HQ. https://t.co/YvtsyMv0g7— Oana Lungescu (@NATOpress) September 30, 2022 Stoltenberg sagði fyrr í vikunni að innlimunin myndi ekki fela í sér að ríki NATO myndu láta af stuðningi við Úkraínu. Það ítrekaði hann á blaðamannafundinum í dag og sagði Úkraínumenn eiga rétt á því að frelsa allt sitt landsvæði. Hann sagði bandalagið tilbúið til að standa lengi við bakið á Úkraínumönnum. Sjá einnig: „Þetta land er Úkraína“ Varðandi umsókn Úkraínu í NATO sagði Stoltenberg að dyrnar stæðu Úkraínumönnum opnar. Ákvarðanir um framtíð úkraínsku þjóðarinnar væri í þeirra eigin höndum en umsóknin þyrfti þó samþykki allra þrjátíu aðildarríkja bandalagsins. Áherslan væri núna á það að styðja Úkraínumenn og hjálpa þeim að verja sig gegn Rússum. Stoltenberg sagði þó einnig að fljótlegasta leiðin til að binda enda á átökin í Úkraínu væri ef Rússar hættu innrás þeirra. „Ef Rússar hætta að berjast, verður friður. Ef Úkraínumenn hætta að berjast, hættir Úkraína að vera til sem fullvalda ríki,“ sagði Stoltenberg. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu NATO Hernaður Rússland Vladimír Pútín Tengdar fréttir Óska eftir skjótri inngöngu í NATO Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, tilkynnti nú fyrir skömmu að ríkisstjórn hans hafi formlega sótt um skjóta inngöngu í Atlantshafsbandalagið (NATO). Það er í kjölfar þess að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifaði undir ólöglega innlimun fjögurra héraða Úkraínu. 30. september 2022 14:56 Umkringdir rússneskir hermenn sagðir hörfa frá Lyman Úkraínumenn eru sagðir hafa nánast umkringt hóp rússneskra hermanna í borginni Lyman í norðanverðu Donetsk-héraði. Rússar eru sagðir undirbúa það að hörfa frá bænum á sama tíma og forseti Rússlands lýsir yfir innlimun héraðsins. 30. september 2022 12:16 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira
„Pútín hefur skikkað hundruð þúsunda í herinn, farið óábyrgum orðum um kjarnorkuvopn og núna innlimað fleiri héruð Úkraínu ólöglega,“ sagði Stoltenberg á blaðamannafundi. „Þetta sýnir ekki styrk. Þetta sýnir veikleika,“ sagði Stoltenberg og staðhæfði hann að NATO og Vesturlönd myndu ekki láta kúga sig með kjarnorkuvopnum. Sjá einnig: Bölsótaðist út í Vesturlönd „Rússar verða að skilja að enginn getur unnið kjarnorkustyrjöld og slík styrjöld má ekki eiga sér stað,“ sagði Stoltenberg. Hann sagði að ef Rússar notuðu kjarnorkuvopn í Úkraínu myndi það hafa alvarlegar afleiðingar. Hann bætti við á blaðamannafundinum að enn væru engar vísbendingar um að Rússar ætluðu sér að nota kjarnorkuvopn. [LIVE] Watch #NATO Secretary General @jensstoltenberg brief the media at NATO HQ. https://t.co/YvtsyMv0g7— Oana Lungescu (@NATOpress) September 30, 2022 Stoltenberg sagði fyrr í vikunni að innlimunin myndi ekki fela í sér að ríki NATO myndu láta af stuðningi við Úkraínu. Það ítrekaði hann á blaðamannafundinum í dag og sagði Úkraínumenn eiga rétt á því að frelsa allt sitt landsvæði. Hann sagði bandalagið tilbúið til að standa lengi við bakið á Úkraínumönnum. Sjá einnig: „Þetta land er Úkraína“ Varðandi umsókn Úkraínu í NATO sagði Stoltenberg að dyrnar stæðu Úkraínumönnum opnar. Ákvarðanir um framtíð úkraínsku þjóðarinnar væri í þeirra eigin höndum en umsóknin þyrfti þó samþykki allra þrjátíu aðildarríkja bandalagsins. Áherslan væri núna á það að styðja Úkraínumenn og hjálpa þeim að verja sig gegn Rússum. Stoltenberg sagði þó einnig að fljótlegasta leiðin til að binda enda á átökin í Úkraínu væri ef Rússar hættu innrás þeirra. „Ef Rússar hætta að berjast, verður friður. Ef Úkraínumenn hætta að berjast, hættir Úkraína að vera til sem fullvalda ríki,“ sagði Stoltenberg.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu NATO Hernaður Rússland Vladimír Pútín Tengdar fréttir Óska eftir skjótri inngöngu í NATO Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, tilkynnti nú fyrir skömmu að ríkisstjórn hans hafi formlega sótt um skjóta inngöngu í Atlantshafsbandalagið (NATO). Það er í kjölfar þess að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifaði undir ólöglega innlimun fjögurra héraða Úkraínu. 30. september 2022 14:56 Umkringdir rússneskir hermenn sagðir hörfa frá Lyman Úkraínumenn eru sagðir hafa nánast umkringt hóp rússneskra hermanna í borginni Lyman í norðanverðu Donetsk-héraði. Rússar eru sagðir undirbúa það að hörfa frá bænum á sama tíma og forseti Rússlands lýsir yfir innlimun héraðsins. 30. september 2022 12:16 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira
Óska eftir skjótri inngöngu í NATO Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, tilkynnti nú fyrir skömmu að ríkisstjórn hans hafi formlega sótt um skjóta inngöngu í Atlantshafsbandalagið (NATO). Það er í kjölfar þess að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifaði undir ólöglega innlimun fjögurra héraða Úkraínu. 30. september 2022 14:56
Umkringdir rússneskir hermenn sagðir hörfa frá Lyman Úkraínumenn eru sagðir hafa nánast umkringt hóp rússneskra hermanna í borginni Lyman í norðanverðu Donetsk-héraði. Rússar eru sagðir undirbúa það að hörfa frá bænum á sama tíma og forseti Rússlands lýsir yfir innlimun héraðsins. 30. september 2022 12:16