Enginn með sjúkrabörurnar hjá KR í gær: „Rosalega margt sem mér finnst að“ Sindri Sverrisson skrifar 19. september 2022 07:58 Rebekka Sverrisdóttir er fyrirliði KR og hún er óánægð með þá umgjörð sem félagið hefur verið með í kringum liðið. vísir/vilhelm Rebekka Sverrisdóttir, fyrirliði KR í knattspyrnu, segir vanta vilja og metnað í umgjörðina hjá félaginu. Metnaðarleysið hafi til að mynda kristallast í því þegar leikmaður meiddist í leik í gær en enginn verið viðbúinn að koma inn á með sjúkrabörur. KR féll úr Bestu deildinni í gær þegar liðið tapaði á heimavelli sínum í Frostaskjóli gegn Selfossi, 5-3. Þó að tvær umferðir séu eftir af deildinni er KR aðeins með sjö stig og getur ekki náð liðinu í 8. sæti, Keflavík, sem er með 16 stig. Í viðtali við RÚV eftir leik sagði Rebekka það ömurlegt og leiðinlegt að fallið væri orðið staðreynd, eftir óvenjulegt sumar þar sem langar pásur og þjálfaraskipti hafi meðal annars truflað takt liðsins. Rebekka gagnrýndi jafnframt umgjörðina í kringum kvennalið KR, sem hefur rambað á milli deilda síðustu ár, en fyrr á tímabilinu var fjallað um það þegar KR var ekki með vallarklukku og vallarþul á heimaleik sínum. Í gær virðist hafa vantað mannskap til að sjá um að koma með sjúkrabörur inn á völlinn þegar Hannah Lynne Tillett meiddist. Hún lá á vellinum í nokkrar mínútur en enginn kom með börurnar og á endanum héldu liðsfélagar hennar á henni út af vellinum. „Litlu atriðin sem að mér þykir ótrúlega sárt að KR geti ekki staðið undir“ „Yfir höfuð finnst mér vanta vilja og metnað til að gera hlutina vel. Mér finnst mikið talað og lítið gert. Þetta eru allir litlu hlutirnir. Aðstæður sem við höfum hérna í KR,“ sagði Rebekka við RÚV og nefndi eitt dæmi: „Það er ekki búið að manna börur hér í dag þar sem leikmaður meiðist illa og er sárþjáð inni á vellinum og það tekur ótrúlegan tíma. Þetta eru litlu atriðin sem að mér þykir ótrúlega sárt að KR geti ekki staðið undir. Það er rosalega margt sem mér finnst að. Hugarfar og mér finnst vanta að það sé staðið við orðin að þau vilji allt fyrir okkur gera,“ sagði Rebekka. KR skipti um þjálfara snemma á tímabilinu þegar að Jóhannes Karl Sigursteinsson kaus að hætta en hann var meðal annars óánægður með að félagið skyldi ekki ganga frá því að fá félagaskipti fyrir erlenda leikmenn áður en tímabilið hófst. Christopher Harrington, annar af þjálfurunum sem tóku við af Jóhannesi Karli, talaði á sömu nótum og Rebekka eftir tapið í gær. „Ákveðnir hlutir í kringum kvennalið KR þurfa að breytast,“ sagði Harrington í viðtali við Vísi og bætti við: „Allir litlu hlutirnir, eins og í dag voru engar sjúkrabörur fyrir meiddan leikmann. Ef þetta væri karlabolti, þá væri þetta ekki vandamál. Það eru ýmsir litlir hlutir sem að í kvennabolta skipta miklu máli. Ef þú lætur konur líða eins og þær skipti máli og að þær finni fyrir virðingu þá skilar það sér á vellinum. Aðstæðurnar sem okkar stelpur eru í og miðað við það sem þær gefa á vellinum, vitandi það sem ég veit, þá er frábært að sjá það sem þær gera. Þær skora þrjú mörk á móti Selfossi. Það dugir ekki til að vinna leikinn en þær gáfu allt og að lokum finn ég til með þeim því þær eiga skilið meira frá félaginu,“ sagði Harrington. Besta deild kvenna KR Fótbolti Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Sjá meira
KR féll úr Bestu deildinni í gær þegar liðið tapaði á heimavelli sínum í Frostaskjóli gegn Selfossi, 5-3. Þó að tvær umferðir séu eftir af deildinni er KR aðeins með sjö stig og getur ekki náð liðinu í 8. sæti, Keflavík, sem er með 16 stig. Í viðtali við RÚV eftir leik sagði Rebekka það ömurlegt og leiðinlegt að fallið væri orðið staðreynd, eftir óvenjulegt sumar þar sem langar pásur og þjálfaraskipti hafi meðal annars truflað takt liðsins. Rebekka gagnrýndi jafnframt umgjörðina í kringum kvennalið KR, sem hefur rambað á milli deilda síðustu ár, en fyrr á tímabilinu var fjallað um það þegar KR var ekki með vallarklukku og vallarþul á heimaleik sínum. Í gær virðist hafa vantað mannskap til að sjá um að koma með sjúkrabörur inn á völlinn þegar Hannah Lynne Tillett meiddist. Hún lá á vellinum í nokkrar mínútur en enginn kom með börurnar og á endanum héldu liðsfélagar hennar á henni út af vellinum. „Litlu atriðin sem að mér þykir ótrúlega sárt að KR geti ekki staðið undir“ „Yfir höfuð finnst mér vanta vilja og metnað til að gera hlutina vel. Mér finnst mikið talað og lítið gert. Þetta eru allir litlu hlutirnir. Aðstæður sem við höfum hérna í KR,“ sagði Rebekka við RÚV og nefndi eitt dæmi: „Það er ekki búið að manna börur hér í dag þar sem leikmaður meiðist illa og er sárþjáð inni á vellinum og það tekur ótrúlegan tíma. Þetta eru litlu atriðin sem að mér þykir ótrúlega sárt að KR geti ekki staðið undir. Það er rosalega margt sem mér finnst að. Hugarfar og mér finnst vanta að það sé staðið við orðin að þau vilji allt fyrir okkur gera,“ sagði Rebekka. KR skipti um þjálfara snemma á tímabilinu þegar að Jóhannes Karl Sigursteinsson kaus að hætta en hann var meðal annars óánægður með að félagið skyldi ekki ganga frá því að fá félagaskipti fyrir erlenda leikmenn áður en tímabilið hófst. Christopher Harrington, annar af þjálfurunum sem tóku við af Jóhannesi Karli, talaði á sömu nótum og Rebekka eftir tapið í gær. „Ákveðnir hlutir í kringum kvennalið KR þurfa að breytast,“ sagði Harrington í viðtali við Vísi og bætti við: „Allir litlu hlutirnir, eins og í dag voru engar sjúkrabörur fyrir meiddan leikmann. Ef þetta væri karlabolti, þá væri þetta ekki vandamál. Það eru ýmsir litlir hlutir sem að í kvennabolta skipta miklu máli. Ef þú lætur konur líða eins og þær skipti máli og að þær finni fyrir virðingu þá skilar það sér á vellinum. Aðstæðurnar sem okkar stelpur eru í og miðað við það sem þær gefa á vellinum, vitandi það sem ég veit, þá er frábært að sjá það sem þær gera. Þær skora þrjú mörk á móti Selfossi. Það dugir ekki til að vinna leikinn en þær gáfu allt og að lokum finn ég til með þeim því þær eiga skilið meira frá félaginu,“ sagði Harrington.
Besta deild kvenna KR Fótbolti Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Sjá meira