„Þetta er galið og glórulaust að KSÍ leyfi þessu að gerast“ Valur Páll Eiríksson skrifar 10. september 2022 21:30 Guðmunda Brynja Óladóttir. Skjáskot/Stöð 2 Kvennalið KR í fótbolta hefur þurft að ganga í gegnum ansi margar áskoranir á yfirstandandi leiktíð í Bestu deild kvenna. KR tapaði illa fyrir nágrönnum sínum í Val í gærkvöldi þar sem topplið Vals vann 0-6 sigur að Meistaravöllum. Þetta var fyrsti leikur KR liðsins síðan 9.ágúst síðastliðinn; heill mánuður á milli leikja í ágúst og september er eitthvað sem fæst fótboltalið á Íslandi hafa upplifað enda vanalega nóg um að vera í leikjum á þessum tíma árs. Þegar leikjaáætlun KR liðsins í sumar er skoðuð nánar verður að viðurkennast að ekki er hægt að segja að það komi á óvart að liðið hafi ekki náð upp miklum takti í leik sinn því frá 20.júní-9.september lék liðið aðeins þrjá leiki. „Þetta var heill mánuður sem við spiluðum ekkert; mættum bara á æfingar og þetta var drepleiðinlegt. Þetta eru þrír leikir sem við höfum spilað á síðustu 80 dögum. Þetta er galið og glórulaust að KSÍ hafi leyft þessu að gerast,“ „Við tókum EM pásu eins og öll lið en spilum svo við Breiðablik áður en þær fara í Evrópukeppni og erum óheppnar með að næsti leikur er við Val sem var líka í Evrópukeppni og fór í bikarúrslit. Þetta var því frestaður leikur síðan í ágúst,“ segir Guðmunda Brynja Óladóttir, einn reynslumesti leikmaður KR liðsins. „Það er frekar súrt að fara í tvær mánaðarpásur á jafn stuttu tímabili og við spilum á Íslandi,“ KR-ingar eru nýliðar í Bestu deildinni og eiga raunar ekki góðar minningar frá síðustu veru sinni í deildinni þar sem Vesturbæjarliðið lenti afar illa í Covid lönguvitleysunni sumarið 2020 „Þetta hefur minnt á Covid tímabilið þar sem var bara sóttkví eftir sóttkví,“ segir Guðmunda. Viðtalið við Guðmundu í heild má sjá í spilaranum hér fyrir neðan en þar ræðir hún einnig þjálfarabreytingar sem hafa verið tíðar hjá KR í sumar. Klippa: Sportpakkinn: Guðmunda Brynja Óladóttir KR Besta deild kvenna Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira
KR tapaði illa fyrir nágrönnum sínum í Val í gærkvöldi þar sem topplið Vals vann 0-6 sigur að Meistaravöllum. Þetta var fyrsti leikur KR liðsins síðan 9.ágúst síðastliðinn; heill mánuður á milli leikja í ágúst og september er eitthvað sem fæst fótboltalið á Íslandi hafa upplifað enda vanalega nóg um að vera í leikjum á þessum tíma árs. Þegar leikjaáætlun KR liðsins í sumar er skoðuð nánar verður að viðurkennast að ekki er hægt að segja að það komi á óvart að liðið hafi ekki náð upp miklum takti í leik sinn því frá 20.júní-9.september lék liðið aðeins þrjá leiki. „Þetta var heill mánuður sem við spiluðum ekkert; mættum bara á æfingar og þetta var drepleiðinlegt. Þetta eru þrír leikir sem við höfum spilað á síðustu 80 dögum. Þetta er galið og glórulaust að KSÍ hafi leyft þessu að gerast,“ „Við tókum EM pásu eins og öll lið en spilum svo við Breiðablik áður en þær fara í Evrópukeppni og erum óheppnar með að næsti leikur er við Val sem var líka í Evrópukeppni og fór í bikarúrslit. Þetta var því frestaður leikur síðan í ágúst,“ segir Guðmunda Brynja Óladóttir, einn reynslumesti leikmaður KR liðsins. „Það er frekar súrt að fara í tvær mánaðarpásur á jafn stuttu tímabili og við spilum á Íslandi,“ KR-ingar eru nýliðar í Bestu deildinni og eiga raunar ekki góðar minningar frá síðustu veru sinni í deildinni þar sem Vesturbæjarliðið lenti afar illa í Covid lönguvitleysunni sumarið 2020 „Þetta hefur minnt á Covid tímabilið þar sem var bara sóttkví eftir sóttkví,“ segir Guðmunda. Viðtalið við Guðmundu í heild má sjá í spilaranum hér fyrir neðan en þar ræðir hún einnig þjálfarabreytingar sem hafa verið tíðar hjá KR í sumar. Klippa: Sportpakkinn: Guðmunda Brynja Óladóttir
KR Besta deild kvenna Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira