Erlent

Meintur á­rásar­maður Rus­hdi­e dreginn fyrir dóm

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Hadi Matar sem sagður er hafa ráðist á Salman Rushdie var dreginn fyrir dóm í dag.
Hadi Matar sem sagður er hafa ráðist á Salman Rushdie var dreginn fyrir dóm í dag. ASSOCIATED PRESS/Gene J. Puskar

Maðurinn sem sagður er hafa ráðist á rithöfundinn Salman Rushdie fyrir stuttu, Hadi Matar, neitaði sök fyrr í dag. Hann muni ekki eiga möguleika á því að vera látinn laus gegn tryggingu.

Rushdie hefur um árabil þurft að fara huldu höfði vegna morðhótana. Undanfarin ár hafði hann þó farið að lifa eðlilegu lífi á nýjan leik en hann var stunginn margsinnis á sviði í New York-ríki í Bandaríkjunum í gær.

Um 2.500 manns fylgdust með þegar hinn 24 ára gamli Hadi Matar, sem flutti til Bandaríkjanna frá Líbanon og býr í New Jersey, ruddist upp á svið og stakk Rushdie þann 12. ágúst síðastliðinn. Lögregluþjónn sem var á vettvangi stöðvaði árásina og handtók Matar.

Samkvæmt umfjöllun Guardian hafi Matar verið dreginn fyrir dóm í dag í Chautauqua sýslu í New York ríki en formleg ákæra hafi verið gefin út fyrr um daginn. Hann væri ákærður fyrir árás ásamt tilraun til manndráps.

Matar hafi ekki viljað svarað því hvort hann „fengið innblástur“ frá áratugagamalli fyrirskipun æðstaklerks Írans sem hafi sagt Rushdie réttdræpan fyrir skrif bókarinnar „Söngvar Satans.“

Hann hafi þó sagst hafa „lesið eitthvað af textum rithöfundarins og horft á myndbönd“ af Rushdie en „líki ekki við hann þar sem hann hafi ráðist á Íslam og þeirra trú.“


Tengdar fréttir

Sal­man Rus­hdi­e stunginn á sviði

Ráðist var á rithöfundinn Salman Rushdie á meðan hann hélt fyrirlestur í New York í dag. Hann hefur um áratugabil mátt sæta stöðugum líflátshótunum vegna bókar hans Söngva Satans.

Rushdie kominn úr öndunarvél

Salman Rushdie er kominn úr öndunarvél og farinn að tala og segja brandara. Þetta segir vinur rithöfundarins, en ráðist var á Rushdie á sviði í New York á dögunum þar sem hann ætlaði að halda fyrirlestur. Rushdie var stunginn ítrekað og fluttur á sjúkrahús.

Hafa borið kennsl á á­rásar­mann Rus­hdi­e

Lögreglan í New York hefur borið kennsl á manninn sem réðst á rithöfundinn Salman Rushdie er hann hélt fyrirlestur í dag. Rushdie var stunginn nokkrum sinnum í kviðinn og hálsinn.

„Byssukúlan“ sem var þrjátíu og þrjú ár á leiðinni

Rithöfundurinn Salman Rushdie hefur um árabil þurft að fara huldu höfði vegna morðhótana. Undanfarin ár hafði hann þó farið að lifa eðlilegu lífi á nýjan leik en hann var stunginn margsinnis á sviði í New York-ríki í Bandaríkjunum í gær.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×