Hafa borið kennsl á árásarmann Rushdie Bjarki Sigurðsson skrifar 12. ágúst 2022 21:25 Rushdie er nú í aðgerð. EPA/Rafal Guz Lögreglan í New York hefur borið kennsl á manninn sem réðst á rithöfundinn Salman Rushdie er hann hélt fyrirlestur í dag. Rushdie var stunginn nokkrum sinnum í kviðinn og hálsinn. Lögreglan í New York hefur gefið út að maðurinn sem réðst á Rushdie heiti Hadi Matar og er 24 ára gamall. Matar er íbúi borgarinnar Fairview í New Jersey en ekki er meira vitað um hann að svo stöddu. Rushdie fékk strax læknisaðstoð frá lækni sem var gestur á fyrirlestrinum en honum var síðan komið á sjúkrahús og er núna í aðgerð. Matar náði einnig að særa kynni fyrirlestrarins og er hann einnig á spítala með sár á andliti. Ekki er vitað að fullu hvers vegna Matar réðst á Rushdie en alríkislögreglan í Bandaríkjunum rannsakar það nú. Talið er að Matar hafi verið einn að verki en ekki er búið að staðfesta þann grun lögreglu. Ruholla Khomeini, æðsti klerkur Írans, lýsti Rushdie réttdræpan árið 1989 eftir útgáfu bókarinnar Söngvar Satans eftir Rushdie og Íran hefur boðið hverjum þeim sem myrðir hann þrjár milljónir dala í verðlaun. Hann hefur frá útgáfu bókarinnar mátt þola stöðugar líflátshótanir. Fjöldi fólks hefur fordæmt árásina á Rushdie, þar á meðal báðir frambjóðendur leiðtogakjörs breska Íhaldsflokksins, Liz Truss og Rishi Sunak. Þá hefur afgansk-bandaríski rithöfundurinn Khaled Hosseini sem skrifaði bókina Flugdrekahlauparinn einnig fordæmt árásina. I m utterly horrified by the cowardly attack on Salman Rushdie. I pray for his recovery. He is an essential voice and cannot be silenced.— Khaled Hosseini (@khaledhosseini) August 12, 2022 Bandaríkin Mál Salman Rushdie Tengdar fréttir Frægir aktívistar og rithöfundar vara við aðför að tjáningarfrelsinu 150 aktívistar, fræðimenn og rithöfundar hafa skrifað undir opið bréf þar sem er lýst yfir áhyggjum af umræðuhefð í nútímasamfélagi. 8. júlí 2020 12:03 Salman Rushdie kominn í stríð við Facebook Hinn þekkti rithöfundur Salman Rushdie er kominn í stríð við Facebook. Ástæðan fyrir þessu er að Facrbook gerir þá kröfu að Rushdie noti sitt rétta nafn á Facebook síðu sinni en samkvæmt vegabréfi rithöfundarins heitir hann Ahmed Rushdie. 15. nóvember 2011 07:20 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Sjá meira
Lögreglan í New York hefur gefið út að maðurinn sem réðst á Rushdie heiti Hadi Matar og er 24 ára gamall. Matar er íbúi borgarinnar Fairview í New Jersey en ekki er meira vitað um hann að svo stöddu. Rushdie fékk strax læknisaðstoð frá lækni sem var gestur á fyrirlestrinum en honum var síðan komið á sjúkrahús og er núna í aðgerð. Matar náði einnig að særa kynni fyrirlestrarins og er hann einnig á spítala með sár á andliti. Ekki er vitað að fullu hvers vegna Matar réðst á Rushdie en alríkislögreglan í Bandaríkjunum rannsakar það nú. Talið er að Matar hafi verið einn að verki en ekki er búið að staðfesta þann grun lögreglu. Ruholla Khomeini, æðsti klerkur Írans, lýsti Rushdie réttdræpan árið 1989 eftir útgáfu bókarinnar Söngvar Satans eftir Rushdie og Íran hefur boðið hverjum þeim sem myrðir hann þrjár milljónir dala í verðlaun. Hann hefur frá útgáfu bókarinnar mátt þola stöðugar líflátshótanir. Fjöldi fólks hefur fordæmt árásina á Rushdie, þar á meðal báðir frambjóðendur leiðtogakjörs breska Íhaldsflokksins, Liz Truss og Rishi Sunak. Þá hefur afgansk-bandaríski rithöfundurinn Khaled Hosseini sem skrifaði bókina Flugdrekahlauparinn einnig fordæmt árásina. I m utterly horrified by the cowardly attack on Salman Rushdie. I pray for his recovery. He is an essential voice and cannot be silenced.— Khaled Hosseini (@khaledhosseini) August 12, 2022
Bandaríkin Mál Salman Rushdie Tengdar fréttir Frægir aktívistar og rithöfundar vara við aðför að tjáningarfrelsinu 150 aktívistar, fræðimenn og rithöfundar hafa skrifað undir opið bréf þar sem er lýst yfir áhyggjum af umræðuhefð í nútímasamfélagi. 8. júlí 2020 12:03 Salman Rushdie kominn í stríð við Facebook Hinn þekkti rithöfundur Salman Rushdie er kominn í stríð við Facebook. Ástæðan fyrir þessu er að Facrbook gerir þá kröfu að Rushdie noti sitt rétta nafn á Facebook síðu sinni en samkvæmt vegabréfi rithöfundarins heitir hann Ahmed Rushdie. 15. nóvember 2011 07:20 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Sjá meira
Frægir aktívistar og rithöfundar vara við aðför að tjáningarfrelsinu 150 aktívistar, fræðimenn og rithöfundar hafa skrifað undir opið bréf þar sem er lýst yfir áhyggjum af umræðuhefð í nútímasamfélagi. 8. júlí 2020 12:03
Salman Rushdie kominn í stríð við Facebook Hinn þekkti rithöfundur Salman Rushdie er kominn í stríð við Facebook. Ástæðan fyrir þessu er að Facrbook gerir þá kröfu að Rushdie noti sitt rétta nafn á Facebook síðu sinni en samkvæmt vegabréfi rithöfundarins heitir hann Ahmed Rushdie. 15. nóvember 2011 07:20