Erlent

Sal­man Rus­hdi­e stunginn á sviði

Árni Sæberg skrifar
Rushdie hefur haldinn mikinn fjölda fyrirlestra í gegnum tíðina.
Rushdie hefur haldinn mikinn fjölda fyrirlestra í gegnum tíðina. Sean Zanni/Getty

Ráðist var á rithöfundinn Salman Rushdie á meðan hann hélt fyrirlestur í New York í dag. Hann hefur um áratugabil mátt sæta stöðugum líflátshótunum vegna bókar hans Söngva Satans.

Fréttamaður AP var á svæðinu og segir mann hafa ráðist á Rushdie skömmu eftir að hann gekk inn á sviðið og barið eða stungið hann ítrekað.

Rithöfundurinn hrundi í jörðina og árasarmaðurinn var snúinn niður af viðstöddum. Ekkert er vitað um líðan Rushdie að svo stöddu.

Viðstaddir hlúðu að Rushdie eftir árásina.AP Photo/Joshua Goodman

Árið 1988 gaf Rushdie út Söngva Satans og hefur bókin alla tíð vakið mikla reiði heittrúaðra múslima. Í Íran er bókin stranglega bönnuð vegna þeirrar myndar sem dregin er upp af Múhameð spámanni í henni.  

Ruholla Khomeini, æðsti klerkur Írans, lýsti Rushdie réttdræpan árið 1989 og Íran hefur boðið hverjum þeim sem myrðir hann þrjár milljónir dala í verðlaun. Hann hefur frá útgáfu bókarinnar mátt þola stöðugar líflátshótanir.

Fréttin verður uppfærð.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.