Erlent

„Þetta er sigur“

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Volodímir Selenskí er forseti Úkraínu.
Volodímir Selenskí er forseti Úkraínu. Ukrainian Presidential Press Office via AP

Volodímir Selenskí, forseti Úkraínu, fagnaði þeim tíðindum sem bárust í dag um að Úkraína væri formlega orðið umsóknarríki að aðild að Evrópusambandinu.

„Þetta er sigur,“ sagði Selenskí, í stuttu myndbandi sem hann birti á Instagram, skömmu eftir að þær fréttir brutust út að leiðtogaráð Evrópusambandsins hafði samþykkt að gera Úkraínu og Moldóvu formlega að umsóknarríkjum.

Sagði Selenskí að Úkraína hefði beðið í þrjátíu ár eftir þessum tíðindum. Úkraína hefur á undanförnum árum reynt að halla sér nær Vesturlöndunum. Innrás Rússa í Úkraínu varð til þess að Úkraína sendi inn aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

Nú þegar stofnanir Evrópusambandsins hafa formlega viðurkennt umsókn Úkraínu geta viðræður um inngöngu hafist. Þær munu þó taka sinn tíma. Engu að síður virtist Selenskí afar kátur í myndbandinu.

„Við getum sigrað óvininn, endurbyggt Úkraínu, gengið í Evrópusambandið. Og þá getum við hvílst,“ sagði Selenskí.


Tengdar fréttir

Endan­lega stað­fest að Euro­vision verði ekki í Úkraínu

Samband evrópskra sjónvarpsstöðva hefur endanlega staðfest að Úkraína muni ekki fá að halda Eurovision á næsta ári. Sambandið sendi frá sér tilkynningu nú síðdegis þar sem segir að ekki verði hægt að tryggja öryggi allra sem koma myndu að keppninni þar í landi.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.