Erlent

Úkraína og Moldóva formlega orðin umsóknarríki

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Úkraína og Moldóva eru formlega orðin umsóknarríki um aðild að ESB.
Úkraína og Moldóva eru formlega orðin umsóknarríki um aðild að ESB. AP Photo/Olivier Matthys

Leiðtogaráð Evrópusambandsins hefur samþykkt að veita Úkraínu og Moldóvu formlega stöðu umsóknarríkja um aðild að Evrópusambandinu.

Ráðið samþykkti tillögu þess efnis rétt í þessu. Þetta kemur fram á Twitter-síðu Charles Michel, forseta leiðtogaráðs ESB.

Þar segir hann ákvörðunina vera sögulega stund í sögu Evrópu. Áður hafði framkvæmdastjórn ESB samþykkt að gera ríkin að formlegum umsóknarríkjum.

Samþykki leiðtogaráðsins þarf hins vegar til þess að ríki fái þessa formlegu stöðu, sem nú er komin í hús fyrir bæði Úkraínu og Moldóvu.

Úkraína sótti formlega um aðild að Evrópusambandinu stuttu eftir innrás Rússa í landið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×