Veður

Vetrar­legt um að litast á norðan­verðu landinu

Atli Ísleifsson skrifar
Akureyringar hafa orðið varir við hvíta jörð síðustu daga.
Akureyringar hafa orðið varir við hvíta jörð síðustu daga. Vísir/Tryggvi Páll

Veðurstofan spáir norðan- og og norðaustanátt í dag þar sem víða verður átta til fimmtán metrar á sekúndu. Norðanáttinni fylgir nokkuð kalt loft og það verður heldur vetrarlegt um að litast á norðanverðu landinu, snjókoma eða slydda með köflum.

Á vef Veðurstofunnar segir að hiti verði á bilinu núll til fimm stig. „Sunnan heiða mun sólin hins vegar halda hitanum uppi yfir daginn, þar verður víða bjart veður og hiti 6 til 12 stig, en þó eru líkur á einhverjum síðdegisskúrum.

Hægari vindur á morgun og víða éljagangur, en skúrir á Suðausturlandi og það verður þurrt að kalla suðvestantil fram á kvöld. Heldur kólnandi.“

Spákort fyrir klukkan 15.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag: Norðan 5-13 m/s. Éljagangur á norðanverðu landinu, rigning á Suðausturlandi, en þurrt að kalla suðvestantil en skúrir þar seinnipartinn. Hiti frá frostmarki fyrir norðan, upp í 9 stig syðst.

Á fimmtudag: Norðan 8-15 og slydda eða snjókoma. Bjart að mestu sunnan heiða en stöku skúrir. Hiti breytist lítið.

Á föstudag: Norðlæg átt og stöku él, en bjartviðri á Suður- og Vesturlandi. Vægt frost fyrir norðan, en hiti 2 til 6 stig sunnanlands yfir daginn.

Á laugardag: Snýst í suðaustanátt með vætu, en rofar til norðan- og austanlands. Hlýnandi veður.

Á sunnudag: Sunnanátt með rigningu og súld, en þurrt um landið norðaustanvert. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast fyrir norðan.

Á mánudag: Útlit fyrir suðaustlæga átt með lítilháttar vætu en þurrt og bjart norðaustantil. Hiti breytist lítið.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.