Á vef Veðurstofunnar segir að hiti verði á bilinu núll til fimm stig. „Sunnan heiða mun sólin hins vegar halda hitanum uppi yfir daginn, þar verður víða bjart veður og hiti 6 til 12 stig, en þó eru líkur á einhverjum síðdegisskúrum.
Hægari vindur á morgun og víða éljagangur, en skúrir á Suðausturlandi og það verður þurrt að kalla suðvestantil fram á kvöld. Heldur kólnandi.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag: Norðan 5-13 m/s. Éljagangur á norðanverðu landinu, rigning á Suðausturlandi, en þurrt að kalla suðvestantil en skúrir þar seinnipartinn. Hiti frá frostmarki fyrir norðan, upp í 9 stig syðst.
Á fimmtudag: Norðan 8-15 og slydda eða snjókoma. Bjart að mestu sunnan heiða en stöku skúrir. Hiti breytist lítið.
Á föstudag: Norðlæg átt og stöku él, en bjartviðri á Suður- og Vesturlandi. Vægt frost fyrir norðan, en hiti 2 til 6 stig sunnanlands yfir daginn.
Á laugardag: Snýst í suðaustanátt með vætu, en rofar til norðan- og austanlands. Hlýnandi veður.
Á sunnudag: Sunnanátt með rigningu og súld, en þurrt um landið norðaustanvert. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast fyrir norðan.
Á mánudag: Útlit fyrir suðaustlæga átt með lítilháttar vætu en þurrt og bjart norðaustantil. Hiti breytist lítið.