Veður

Lægð veldur suð­austan strekkingi með rigningu

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti á landinu verður á bilinu fimm til ellefu stig.
Hiti á landinu verður á bilinu fimm til ellefu stig. Vísir/Vilhelm

Lægð suðvestur af landinu veldur suðaustan strekkingi með rigningu sunnan- og vestanlands í dag. Þó má reikna með að fari að lægja seinnipartinn. Norðaustanlands verður hins vegar hægari og þurrt í dag.

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Hiti á landinu verður á bilinu fimm til ellefu stig.

„Austlæg átt á morgun, yfirleitt gola eða kaldi. Víða léttskýjað norðantil á landinu, en stöku skúrir syðra og einnig á Vesturlandi annað kvöld. Fremur hlýtt í veðri.

Á föstudag og laugardag er útlit fyrir hæglætisveður, þurrt og víða bjart.“

Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag (sumardagurinn fyrsti): Austan og suðaustan 3-10 m/s. Skýjað með köflum um landið sunnanvert og við austurströndina og sums staðar dálítil væta, en víða þurrt og bjart norðanlands. Hiti 7 til 14 stig.

Á föstudag: Suðaustan 3-10 og bjartviðri, en skýjað með köflum og úrkomulítið á Vesturlandi og líkur á þokulofti við austurströndina. Hiti breytist lítið.

Á laugardag: Hæg breytileg átt og léttskýjað, en sums staðar skýjað við ströndina. Hiti 6 til 13 stig að deginum.

Á sunnudag: Hæg norðlæg eða breytileg átt og skýjað með köflum. Hiti 4 til 13 stig, svalast við norður- og austurströndina.

Á mánudag og þriðjudag: Hæg breytileg átt og úrkomulítið, en dálítil væta á þriðjudag. Heldur kólnandi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×