Veður

Bjart veður framan af degi um sunnan­vert landið

Atli Ísleifsson skrifar
Á morgun og um helgina verður meira skyjað og sums staðar dálítil él.
Á morgun og um helgina verður meira skyjað og sums staðar dálítil él. Vísir/Vilhelm

Útlit er fyrir bjart veður framan af degi um landið sunnanvert, en vindur verður hægari um allt land en í gær. Eins verður minni ofankoma fyrir norðan og austan.

Frá þessu segir í hugleiðingum veðurfræðings. Þar segir að hitastigið verði hins vegar á mjög svo svipuðum nótum áfram, það er frost á bilinu eitt til sjö stig.

„Á morgun og um helgina verður meira skyjað og sums staðar dálítil él. Hins vegar er ekki að sjá að það verði mikil úrkoma.

Vorið lætur því enn bíða eftir sér og ekki alveg útséð hvenær von er á því. Hins vegar er fremur algengt að aprílmánuður sé kaldur og bjartur á sunnanverðu landinu, en éljagangur fyrir norðan og austan, svo að segja má að við séum á mjög svo kunnuglegum slóðum,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Spákortið fyrir klukkan 14.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag: Breytileg átt 3-8 m/s. Skýjað með köflum og stöku él, einkum við ströndina. Frost 0 til 6 stig að deginum, en frostlaust við suðvesturströndina.

Á laugardag og sunnudag: Austan og norðaustan 8-13, en hægari norðaustanlands. Skýjað með köflum og sums staðar él, einkum við sjávarsíðuna. Frost yfirleitt 0 til 7 stig að deginum, en talsvert næturfrost.

Á mánudag, þriðjudag og miðvikudag: Norðlæg átt 8-15 m/s. Él á norðanverðu landinu, en léttskýjað sunnanlands. Áfram kalt í veðri.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.