Enski boltinn

Stærsti styrktaraðili Chelsea hættir stuðningi við félagið

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Breska farsímafyrirtækið Three hættir stuðningi sínum við Chelsea, í það minnsta tímabundið.
Breska farsímafyrirtækið Three hættir stuðningi sínum við Chelsea, í það minnsta tímabundið. Lewis Storey/Getty Images

Stærsti styrktaraðili enska knattspyrnufélagsins Chelsea, farsímafyrirtækið Three, hef­ur hætt stuðningi sín­um við fé­lagið, að minnsta kosti tíma­bundið.

Ákvörðunin var tekin í ljósi þeirra refsiaðgerða sem bresk stjórn­völd hafa gripið til gagn­vart Rom­an Abramovich, eig­anda Chel­sea.

Fyrirtækið hefur beðið um að merki þess verði fjarlægt af keppnistreyjum Chelsea, sem og að það verði hvergi sjáanlegt á heimavelli liðsins, Stamford Bridge, þar til Three tilkynnir um annað.

„Í ljósi refsiaðgerða breskra yfirvalda höfum við óskað eftir því að hætta stuðningi okkar við Chelsea tímabundið,“ sagði talsmaður Three. „Það felur í sér að merki okkar verður fjarlægt af búningum liðsins og af heimavelli þess þar til önnur ákvörðun verður tekin.“

„Við gerum okkur grein fyrir því að ákvörðunin mun hafa áhrif á fjölda stuðningsmanna Chelsea sem fylgja liði sínu af mikilli ástríðu. Hins vegar teljum við að í ljósi aðstæðna og refsiaðgerða yfirvalda að þetta sé rétt ákvörðun.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×