Gæti falið í sér bandaríska hermenn á danskri jörð Atli Ísleifsson skrifar 10. febrúar 2022 14:22 Jeppe Kofod utanríkisráðherra, Mette Frederiksen forsætisráðherra og Morten Bødskov varnarmálaráðherra á fréttamannafundinum sem hófst klukkan 14 að íslenskum tíma. AP Stjórnvöld í Danmörk ætla sér að taka upp viðræður við bandarísk stjórnvöld um að aukið varnarsamstarf ríkjanna sem gæti þýtt að bandarískir hermenn gætu safnast saman og æft á danskri jörð. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, greindi frá þessu á fréttamannafundi sem hófst núna klukkan 14 að íslenskum tíma og DR segir frá. Viðræður um aukið samstarf verða teknar upp vegna „utanaðkomandi ógna“ og vísar hún þar til ástandsins á landsmærum Rússlands og Úkraínu. Rússneski herinn hefur safnað saman um 100 þúsund hermönnum á landamærunum að Úkraínu síðustu vikur og óttast margir að innrás kunni að vera yfirvofandi. Þessu hafna Rússar. Frekeriksen segir að samkomulag gæti falið í sér að það komi bandarískir hermenn og hergögn til Danmerkur. Þetta sé breyting á margra áratuga langri stefnu danskra stjórnvalda um að ekki séu erlendir hermenn á danskri jörð. Varnarmálaráðherrann Morten Bødskov sagði á sama fréttamannafundi að ekki sé til umræðu að Bandaríkjaher komi sér upp herstöð í Danmörku. Samkomulag geti þó átt þátt í að styrkja stöðu Danmerkur innan NATO og benti hann á að Bandaríkin eigi nú þegar í svipuðu samstarfi við Noreg og Eystrasaltslöndin þrjú. Hann segir að samkomulag muni ekki fela í sér fjárhagslegan stuðning til Danmerkur frá Bandaríkjunum. Utanríkisráðherrann Jeppe Kofod sagði að viðræður verðu nú teknar upp en að nauðsynlegt sé að vanda til verka í viðræðum og því sé samningur ekki alveg á næsta leiti. Gætu viðræður staðið í nokkra mánuði. „Frelsi er ekki ókeypis. Á erfiðum tímum þurfa vinir að vinna náið saman. Það er það sem við gerum nú,“ sagði Kofod. Danmörk Bandaríkin Hernaður Úkraína Rússland Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Gætu sent F-16 orrustuþotur til Borgundarhólms Danska ríkisstjórnin hefur ákveðið að auka viðbúnað danska hersins vegna viðbúnaðar rússneska hersins við landamæri Úkraínu. 8. febrúar 2022 10:51 Rússar og Hvítrússar hefja tíu daga sameiginlega heræfingu Sameiginleg æfing herja Rússlands og Hvíta-Rússlands hófst í Hvíta-Rússlandi í morgun og er áætlað að hún standi í tíu daga. Æfingin fer fram á sama tíma og áhöld eru um hvort að rússneski herinn hyggi á innrás inn í Úkraínu. 10. febrúar 2022 09:39 Ósammála um hvað Pútín sagði Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, virðast ósammála um hvað kom fram á rúmlega fimm klukkustunda fundi þeirra í Moskvu í gær. Macron segir Pútín hafa sagt sér að Rússar myndu ekki bæta á spennuna í kringum Úkraínu. Talsmaður Pútíns segir það þó ekki rétt, 8. febrúar 2022 18:47 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Sjá meira
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, greindi frá þessu á fréttamannafundi sem hófst núna klukkan 14 að íslenskum tíma og DR segir frá. Viðræður um aukið samstarf verða teknar upp vegna „utanaðkomandi ógna“ og vísar hún þar til ástandsins á landsmærum Rússlands og Úkraínu. Rússneski herinn hefur safnað saman um 100 þúsund hermönnum á landamærunum að Úkraínu síðustu vikur og óttast margir að innrás kunni að vera yfirvofandi. Þessu hafna Rússar. Frekeriksen segir að samkomulag gæti falið í sér að það komi bandarískir hermenn og hergögn til Danmerkur. Þetta sé breyting á margra áratuga langri stefnu danskra stjórnvalda um að ekki séu erlendir hermenn á danskri jörð. Varnarmálaráðherrann Morten Bødskov sagði á sama fréttamannafundi að ekki sé til umræðu að Bandaríkjaher komi sér upp herstöð í Danmörku. Samkomulag geti þó átt þátt í að styrkja stöðu Danmerkur innan NATO og benti hann á að Bandaríkin eigi nú þegar í svipuðu samstarfi við Noreg og Eystrasaltslöndin þrjú. Hann segir að samkomulag muni ekki fela í sér fjárhagslegan stuðning til Danmerkur frá Bandaríkjunum. Utanríkisráðherrann Jeppe Kofod sagði að viðræður verðu nú teknar upp en að nauðsynlegt sé að vanda til verka í viðræðum og því sé samningur ekki alveg á næsta leiti. Gætu viðræður staðið í nokkra mánuði. „Frelsi er ekki ókeypis. Á erfiðum tímum þurfa vinir að vinna náið saman. Það er það sem við gerum nú,“ sagði Kofod.
Danmörk Bandaríkin Hernaður Úkraína Rússland Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Gætu sent F-16 orrustuþotur til Borgundarhólms Danska ríkisstjórnin hefur ákveðið að auka viðbúnað danska hersins vegna viðbúnaðar rússneska hersins við landamæri Úkraínu. 8. febrúar 2022 10:51 Rússar og Hvítrússar hefja tíu daga sameiginlega heræfingu Sameiginleg æfing herja Rússlands og Hvíta-Rússlands hófst í Hvíta-Rússlandi í morgun og er áætlað að hún standi í tíu daga. Æfingin fer fram á sama tíma og áhöld eru um hvort að rússneski herinn hyggi á innrás inn í Úkraínu. 10. febrúar 2022 09:39 Ósammála um hvað Pútín sagði Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, virðast ósammála um hvað kom fram á rúmlega fimm klukkustunda fundi þeirra í Moskvu í gær. Macron segir Pútín hafa sagt sér að Rússar myndu ekki bæta á spennuna í kringum Úkraínu. Talsmaður Pútíns segir það þó ekki rétt, 8. febrúar 2022 18:47 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Sjá meira
Gætu sent F-16 orrustuþotur til Borgundarhólms Danska ríkisstjórnin hefur ákveðið að auka viðbúnað danska hersins vegna viðbúnaðar rússneska hersins við landamæri Úkraínu. 8. febrúar 2022 10:51
Rússar og Hvítrússar hefja tíu daga sameiginlega heræfingu Sameiginleg æfing herja Rússlands og Hvíta-Rússlands hófst í Hvíta-Rússlandi í morgun og er áætlað að hún standi í tíu daga. Æfingin fer fram á sama tíma og áhöld eru um hvort að rússneski herinn hyggi á innrás inn í Úkraínu. 10. febrúar 2022 09:39
Ósammála um hvað Pútín sagði Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, virðast ósammála um hvað kom fram á rúmlega fimm klukkustunda fundi þeirra í Moskvu í gær. Macron segir Pútín hafa sagt sér að Rússar myndu ekki bæta á spennuna í kringum Úkraínu. Talsmaður Pútíns segir það þó ekki rétt, 8. febrúar 2022 18:47