Ósammála um hvað Pútín sagði Samúel Karl Ólason skrifar 8. febrúar 2022 18:47 Emmanuel Macron og Vladimír Pútín, forsetar Frakklands og Rússlands, eftir fund þeirra í Moskvu í gær. AP/Thibault Camus Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, virðast ósammála um hvað kom fram á rúmlega fimm klukkustunda fundi þeirra í Moskvu í gær. Macron segir Pútín hafa sagt sér að Rússar myndu ekki bæta á spennuna í kringum Úkraínu. Talsmaður Pútíns segir það þó ekki rétt, Eftir fundinn með Pútín í gær fór Macron til Úkraínu og ræddi við Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, en fyrir þann fund sagði Macron að Pútín hefði sagt að Rússar myndu ekki auka spennuna og ekki koma upp varanlegri viðveru rússneskra hermanna í Hvíta-Rússlandi. Dmitry Peskov, talsmaður Pútíns, sagði þó í dag að forsetarnir hefðu ekki komist að nokkru samkomulagi af þessu tagi. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar sagði einnig að aldrei hafi staðið til að hafa hermenn í Hvíta-Rússlandi til lengri tíma. Rússland gerði innrás í Úkraínu árið 2014 og innlimaði Krímskaga af ríkinu. Þá hafa aðskilnaðarsinnar, sem studdir eru af Rússlandi, lagt undir sig svæði í austurhluta landsins. Mcaron fundaði með Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, í Kænugarði í dag.AP/Efrem Lukatsky Nú hafa Rússar sent gífurlegan fjölda hermanna að landamærum Úkraínu og krefjast þess að ríkinu verði meinaður aðgangur að Atlantshafsbandalaginu um alla tíð. Þá hefur ríkisstjórn Pútíns einnig krafist þess að ríkjum Austur-Evrópu verði vísað úr bandalaginu en báðum kröfunum hefur verið hafnað. Eftir fund Macrons og Selenskís sagði sá franski að nú væri tækifæri til að ná viðræðum á skrið. Hann sagðist einnig sjá vænlega kosti til að draga úr spennu. Selenskí sagðist sjá viðræður um átökin í austurhluta landsins milli Rússlands, Frakklands og Þýskalands fyrir sér í náinni framtíð. Samkvæmt BBC sagðist hann þó vilja sjá raunverulegar aðgerðir frá Rússum í átt að því að draga úr spennu. Hann sagðist leggja meiri trú á gjörðir en orð. Úkraína Frakkland Rússland NATO Hernaður Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Gætu sent F-16 orrustuþotur til Borgundarhólms Danska ríkisstjórnin hefur ákveðið að auka viðbúnað danska hersins vegna viðbúnaðar rússneska hersins við landamæri Úkraínu. 8. febrúar 2022 10:51 Varaði við kjarnorkustríði í Evrópu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segist ætla að gera sitt besta til að finna málamiðlun á deilum Rússa við Atlantshafsbandalagið og Úkraínu. Hann varaði þó við því að ef Úkraína eða Atlantshafsbandalagið myndi reyna að frelsa Krímskaga myndi það leiða til kjarnorkustríðs sem enginn myndi vinna. 7. febrúar 2022 23:58 Segja Rússa „70 prósent tilbúna“ til innrásar Rússland hefur nú náð að byggja upp um 70 prósent af því hernaðarlega afli sem þarf til þess að geta ráðist af fullum mætti inn í Úkraínu, að mati bandarískra embættismanna. Þeir búast við að Rússar styrki sig enn frekar á næstu dögum. 6. febrúar 2022 08:37 Segir rússneskum hermönnum í Hvíta-Rússlandi hafa fjölgað hratt Her Rússlands hefur flutt um þrjátíu þúsund hermenn og nútímavopn til Hvíta-Rússlands á undanförnum dögum. Þetta eru stærstu mannaflutningar Rússa til Hvíta-Rússlands frá tímum Sovétríkjanna, samkvæmt Jens Stoltenberg, yfirmanni Atlantshafsbandalagsins. 3. febrúar 2022 12:02 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Sjá meira
Eftir fundinn með Pútín í gær fór Macron til Úkraínu og ræddi við Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, en fyrir þann fund sagði Macron að Pútín hefði sagt að Rússar myndu ekki auka spennuna og ekki koma upp varanlegri viðveru rússneskra hermanna í Hvíta-Rússlandi. Dmitry Peskov, talsmaður Pútíns, sagði þó í dag að forsetarnir hefðu ekki komist að nokkru samkomulagi af þessu tagi. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar sagði einnig að aldrei hafi staðið til að hafa hermenn í Hvíta-Rússlandi til lengri tíma. Rússland gerði innrás í Úkraínu árið 2014 og innlimaði Krímskaga af ríkinu. Þá hafa aðskilnaðarsinnar, sem studdir eru af Rússlandi, lagt undir sig svæði í austurhluta landsins. Mcaron fundaði með Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, í Kænugarði í dag.AP/Efrem Lukatsky Nú hafa Rússar sent gífurlegan fjölda hermanna að landamærum Úkraínu og krefjast þess að ríkinu verði meinaður aðgangur að Atlantshafsbandalaginu um alla tíð. Þá hefur ríkisstjórn Pútíns einnig krafist þess að ríkjum Austur-Evrópu verði vísað úr bandalaginu en báðum kröfunum hefur verið hafnað. Eftir fund Macrons og Selenskís sagði sá franski að nú væri tækifæri til að ná viðræðum á skrið. Hann sagðist einnig sjá vænlega kosti til að draga úr spennu. Selenskí sagðist sjá viðræður um átökin í austurhluta landsins milli Rússlands, Frakklands og Þýskalands fyrir sér í náinni framtíð. Samkvæmt BBC sagðist hann þó vilja sjá raunverulegar aðgerðir frá Rússum í átt að því að draga úr spennu. Hann sagðist leggja meiri trú á gjörðir en orð.
Úkraína Frakkland Rússland NATO Hernaður Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Gætu sent F-16 orrustuþotur til Borgundarhólms Danska ríkisstjórnin hefur ákveðið að auka viðbúnað danska hersins vegna viðbúnaðar rússneska hersins við landamæri Úkraínu. 8. febrúar 2022 10:51 Varaði við kjarnorkustríði í Evrópu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segist ætla að gera sitt besta til að finna málamiðlun á deilum Rússa við Atlantshafsbandalagið og Úkraínu. Hann varaði þó við því að ef Úkraína eða Atlantshafsbandalagið myndi reyna að frelsa Krímskaga myndi það leiða til kjarnorkustríðs sem enginn myndi vinna. 7. febrúar 2022 23:58 Segja Rússa „70 prósent tilbúna“ til innrásar Rússland hefur nú náð að byggja upp um 70 prósent af því hernaðarlega afli sem þarf til þess að geta ráðist af fullum mætti inn í Úkraínu, að mati bandarískra embættismanna. Þeir búast við að Rússar styrki sig enn frekar á næstu dögum. 6. febrúar 2022 08:37 Segir rússneskum hermönnum í Hvíta-Rússlandi hafa fjölgað hratt Her Rússlands hefur flutt um þrjátíu þúsund hermenn og nútímavopn til Hvíta-Rússlands á undanförnum dögum. Þetta eru stærstu mannaflutningar Rússa til Hvíta-Rússlands frá tímum Sovétríkjanna, samkvæmt Jens Stoltenberg, yfirmanni Atlantshafsbandalagsins. 3. febrúar 2022 12:02 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Sjá meira
Gætu sent F-16 orrustuþotur til Borgundarhólms Danska ríkisstjórnin hefur ákveðið að auka viðbúnað danska hersins vegna viðbúnaðar rússneska hersins við landamæri Úkraínu. 8. febrúar 2022 10:51
Varaði við kjarnorkustríði í Evrópu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segist ætla að gera sitt besta til að finna málamiðlun á deilum Rússa við Atlantshafsbandalagið og Úkraínu. Hann varaði þó við því að ef Úkraína eða Atlantshafsbandalagið myndi reyna að frelsa Krímskaga myndi það leiða til kjarnorkustríðs sem enginn myndi vinna. 7. febrúar 2022 23:58
Segja Rússa „70 prósent tilbúna“ til innrásar Rússland hefur nú náð að byggja upp um 70 prósent af því hernaðarlega afli sem þarf til þess að geta ráðist af fullum mætti inn í Úkraínu, að mati bandarískra embættismanna. Þeir búast við að Rússar styrki sig enn frekar á næstu dögum. 6. febrúar 2022 08:37
Segir rússneskum hermönnum í Hvíta-Rússlandi hafa fjölgað hratt Her Rússlands hefur flutt um þrjátíu þúsund hermenn og nútímavopn til Hvíta-Rússlands á undanförnum dögum. Þetta eru stærstu mannaflutningar Rússa til Hvíta-Rússlands frá tímum Sovétríkjanna, samkvæmt Jens Stoltenberg, yfirmanni Atlantshafsbandalagsins. 3. febrúar 2022 12:02