Erlent

Gætu sent F-16 orrustu­þotur til Borgundar­hólms

Atli Ísleifsson skrifar
Um 40 þúsund manns búa á Borgundarhólmi.
Um 40 þúsund manns búa á Borgundarhólmi. Getty

Danska ríkisstjórnin hefur ákveðið að auka viðbúnað danska hersins vegna viðbúnaðar rússneska hersins við landamæri Úkraínu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá danska varnarmálaráðuneytinu. Aðgerðirnir snúa meðal annars að því að viðbúnaður þeirra dönsku herfylkja, sem eru á skrá og heyra undir viðbúnaði hjá NATO, verði aukinn.

Þá er opnað á að herinn sendi tvær F-16 orrustuþotur til Borgundarhólms þyki þörf á. Slíkt hafi áður verið gert þegar rússneski flugherinn hefur flogið vélum sínum nærri dönsku loftrými.

Stjórnvöld á Vesturlöndum hafa lýst yfir miklum áhyggjum af því að Rússar ætli sér að ráðast inn í Úkraínu, þó að Rússar hafni því að slíkt standi til. Vesturveldin hafa á síðustu vikum hafnað kröfum Rússa í deilunni, meðal annars um að Úkraína verði aldrei veitt aðild að NATO.


Tengdar fréttir

Var­að­i við kjarn­ork­u­stríð­i í Evróp­u

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segist ætla að gera sitt besta til að finna málamiðlun á deilum Rússa við Atlantshafsbandalagið og Úkraínu. Hann varaði þó við því að ef Úkraína eða Atlantshafsbandalagið myndi reyna að frelsa Krímskaga myndi það leiða til kjarnorkustríðs sem enginn myndi vinna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×