Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Ekki hefur tekist að endurheimta lík íslensks karlmanns sem féll á vígvellinum í Úkraínu og óvíst er hvort hægt verði yfir höfuð að endurheimta jarðneskar leifar hans. Fjölskylda mannsins nýtur aðstoðar borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins vegna andláts mannsins sem hét Kjartan Sævar Óttarsson og var 51 árs. Innlent 5.1.2026 16:44
Íslenskur maður lést í Úkraínu Íslenskur maður sem gekk í úkraínska herinn lést á víglínunni. Hann var 51 árs gamall og hafði verið í Úkraínu í tæpan mánuð. Bróðir hans staðfestir andlát hans. Innlent 2.1.2026 21:04
Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Öryggis- og hermálayfirvöld í Úkraínu segjast ekki aðeins hafa sett á svið aftöku Rússa sem stjórnvöld í Rússlandi eru sögð hafa viljað dauðan, heldur einnig hirt verðlaunaféð sem hafi verið sett honum til höfuðs. Erlent 2.1.2026 07:14
Átti gott samtal við Pútín Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa átt gott og mjög áhrifaríkt samtal við Vladímír Pútín Rússlandsforseta á símafundi þeirra í dag. Erlent 28. desember 2025 17:58
„Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum Íbúar Úkraínu glíma við nær daglegt rafmagnsleysi og svefnfriður er jafnan lítill þegar hvað mest lætur í árásum Rússa. Íslendingur í Kænugarði segir umfang loftárása Rússa hafa tífaldast frá því í fyrra með tilliti til fjölda vopna sem nýtt eru til árása á Úkraínu. Það sé til marks um mikla framleiðslugetu Rússa sem sé ekki aðeins áhyggjuefni fyrir Úkraínu heldur Evrópu alla. Innlent 28. desember 2025 17:51
Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Volodýmýr Selenskí Úkraínuforseti hittir Donald Trump Bandaríkjaforseta í Flórída í dag þar sem til stendur að ræða uppfærða friðaráætlun í tuttugu liðum. Fundurinn er haldinn eftir umfangsmiklar loftárásir Rússa á Kænugarð um helgina. Erlent 28. desember 2025 08:43
Leita í rústum íbúðahúsa Hjálparstarfsmen í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, leita nú að fólki sem liggur í rústum íbúðahúsnæðis. Rússar siguðu yfir fimm hundruð sprengjudrónum á höfðuborgina í nótt. Erlent 27. desember 2025 12:13
Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Rússar mega ekki keppa undir rússneska fánanum en þeir komast í gegnum bakdyr inn á Vetrarólympíuleikana sem verða haldnir í Mílano og Cortina á Ítalíu í febrúar á nýju ári. Sport 26. desember 2025 20:15
Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Volodýmýr Selenskí Úkraínuforseti mun funda með Donald Trump Bandaríkjaforseta „í náinni framtíð“ og segir hann að margt geti ráðist fyrir árslok. Erlent 26. desember 2025 08:28
Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Rússar stefna að enduropnun leikhússins í Maríupól fyrir áramót. Leikhúsið er ein táknmynda hryllingsins sem fylgt hefur innrás Rússlands í Úkraínu eins og raunar borgin öll. Erlent 25. desember 2025 18:31
Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Leó fjórtandi páfi bað fyrir því að Úkraína og Rússland myndu finna hugrekki til að ljúka friðarvæðrum þeirra í fyrsta jóladagsávarpi sínu. Þá bað hann einnig fyrir fólkinu á Gasa. Erlent 25. desember 2025 12:27
Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti greindi frá helstu atriðum í tuttugu punkta drögum að friðarsamkomulagi sem Úkraína og Bandaríkin hafa til skoðunar. Forsetinn trúir því að drögin gætu orðið grunnurinn að friðarsamkomulagi þeirra við Rússa. Erlent 24. desember 2025 15:45
Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Þrír létust, þar á meðal tveir umferðarlögreglumenn, eftir að sprenging varð í bíl í Moskvu, höfuðborg Rússlands, í morgun. Erlent 24. desember 2025 08:09
Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Flóð ítarlegra spurninga um vopnaflutninga til Úkraínu og varnir Þýskalands frá þingmönnum öfgahægriflokksins Valkosts fyrir Þýskaland er sagt geta ógnað þjóðaröryggi landsins. Andstæðingar flokksins saka hann um að ganga erinda rússneskra stjórnvalda. Erlent 23. desember 2025 15:14
Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Rússneskur hershöfðingi var ráðinn af dögum í morgun í Moskvu höfuðborg Rússlands. Erlent 22. desember 2025 07:58
Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Steve Witkoff, sendifulltrúi Donald Trump Bandaríkjaforseta í málefnum Úkraínu, sagði á samfélagsmiðlum í gær að hann hefði átt uppbyggilegar og árangursríkar viðræður við fulltrúa Úkraínu og Evrópu í Flórída. Erlent 22. desember 2025 06:39
Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Sænskir löggæslumenn fóru í nótt um borð í rússneska skipið Adler. Það var gert í kjölfar þess að áhöfn skipsins varpaði ankerum undan ströndum Hauganes á Skáni í gær, vegna vélarbilunar. Rússar eru taldir nota skipið til flytja vopn, í trássi við refsiaðgerðir gegn ríkinu. Erlent 21. desember 2025 13:58
Pútín sagður hafa valið Witkoff Steve Witkoff, fasteignamógúll og golffélagi Donalds Trump til langs tíma, hafði starfað sem sérstakur erindreki forsetans í einungis nokkra daga þegar honum bárust skilaboð frá krónprins Sádi-Arabíu. Skilaboðin voru um að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefði áhuga á að hitta hann. Erlent 20. desember 2025 12:47
Lengsta sjálfsvígsbréf í sögu Bandaríkjanna Ef þær hugmyndir sem birtast í nýútkominni þjóðaröryggisstefnu verða lagðar til grundvallar raunverulegri stefnumótun mun áhrifavald Bandaríkjanna í heiminum dvína hratt og geta landsins til að verja sig sjálft og bandamenn sína minnka verulega. Afleiðingarnar verða bæði pólitískar og efnahagslegar – og þær munu snerta alla Bandaríkjamenn. Umræðan 20. desember 2025 11:27
Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Ekki var notast við langdræga sjálfsprengidróna við árásina. Þess í stað var notast við skammdrægri dróna sem notaðir eru til að varpa sprengjum úr lofti. Bendir það til þess að drónunum hafi verið flogið frá öðru skipi eða landi sem verið var að sigla olíuskipinu framhjá. Erlent 19. desember 2025 12:00
Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Evrópuleiðtogar hafa samþykkt að veita Úkraínu 90 milljarða evra lán til að mæta fjárhagslegum þörfum landsins næstu tvö árin en ekki náðist samkomulag um að nýta frystar eignir Rússlands til að fjármagna lánið. Erlent 19. desember 2025 07:05
Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að „evrópsk svín“ hafi tekið höndum saman við fyrrverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna, í þeim tilgangi að fella Rússland. Þeir hafi vonast til að græða á falli Rússlands og segir Pútín þá hafa talið að Rússland myndi fljótt falla. Erlent 17. desember 2025 14:56
Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Rússar munu ekki slaka neitt á kröfum sínum varðandi Krímskaga, Donabas-svæðið eða önnur svæði sem Rússar hafa innlimað í Úkraínu. Slíkt kemur ekki til greina og myndi koma niður á fullveldi Rússlands. Erlent 16. desember 2025 11:11
Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Útsendarar einnar af leyniþjónustum Úkraínu, sem kallast Öryggisþjónusta Úkraínu (SBU), grönduðu rússneskum kafbáti við bryggju í Novorossiysk við Svartahaf í Rússlandi. Þetta er í fyrsta sinn sem vitað er til þess að kafbáti sé grandað með neðansjávardróna. Erlent 15. desember 2025 16:15