Erlent

Rússar og Hvít­rússar hefja tíu daga sam­eigin­lega her­æfingu

Atli Ísleifsson skrifar
Reiknað er með að um 30 þúsund rússneskir hermenn taki þátt í heræfingunni í Hvíta-Rússlandi.
Reiknað er með að um 30 þúsund rússneskir hermenn taki þátt í heræfingunni í Hvíta-Rússlandi. AP

Sameiginleg æfing herja Rússlands og Hvíta-Rússlands hófst í Hvíta-Rússlandi í morgun og er áætlað að hún standi í tíu daga. Æfingin fer fram á sama tíma og áhöld eru um hvort að rússneski herinn hyggi á innrás inn í Úkraínu.

Sagt er frá heræfingunni í frétt BBC, en Hvíta-Rússland er náið bandaríki Rússlands og á Hvíta-Rússland rúmlega þúsund kílómetra landamæri að Úkraínu. Rússar hafa á síðustu vikum safnað saman um 100 þúsund hermönnum nærri landamærum Úkraínu, en rússnesk stjórnvöld hafna því að herinn hyggi á innrás.

Bandaríkjastjórn segir að með æfingunum séu Rússar að auka á spennu vegna ástandsins í heimshlutanum og segja Úkraínumenn að Rússar séu með æfingunni að beita „sálfræðilegum þrýstingi“.

Reiknað er með að um 30 þúsund rússneskir hermenn taki þátt í heræfingunni í Hvíta-Rússlandi.

Bandaríkin og fleiri ríki hafa varað við að Rússar gætu ráðist inn í Úkraínu á hverri stundu.

Rússnesk stjórnvöld hafa talað fyrir því að þau geti ekki sætt sig við að Úkraína geti á einhverjum tímapunkti gerst aðili að Atlantshafsbandalaginu, NATO. Bandaríkjastjórn hefur hins vegar sagt að Úkraína sé fullvalda ríki og að ekki sé hægt að útiloka að Úkraína gerist NATO-aðili í framtíðinni.


Tengdar fréttir

Ósammála um hvað Pútín sagði

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, virðast ósammála um hvað kom fram á rúmlega fimm klukkustunda fundi þeirra í Moskvu í gær. Macron segir Pútín hafa sagt sér að Rússar myndu ekki bæta á spennuna í kringum Úkraínu. Talsmaður Pútíns segir það þó ekki rétt,

Var­að­i við kjarn­ork­u­stríð­i í Evróp­u

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segist ætla að gera sitt besta til að finna málamiðlun á deilum Rússa við Atlantshafsbandalagið og Úkraínu. Hann varaði þó við því að ef Úkraína eða Atlantshafsbandalagið myndi reyna að frelsa Krímskaga myndi það leiða til kjarnorkustríðs sem enginn myndi vinna.

Segja Rússa „70 prósent til­búna“ til inn­rásar

Rússland hefur nú náð að byggja upp um 70 prósent af því hernaðarlega afli sem þarf til þess að geta ráðist af fullum mætti inn í Úkraínu, að mati bandarískra embættismanna. Þeir búast við að Rússar styrki sig enn frekar á næstu dögum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×