Veður

Íshellan í Grímsvötnum farin að síga

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Íshellan í Grímsvötnum er farin að síga sem gæti bent til að Grímsvatnahlaup sé í vændum.
Íshellan í Grímsvötnum er farin að síga sem gæti bent til að Grímsvatnahlaup sé í vændum. Vísir/Vilhelm

Íshellan í Grímsvötnum er farin að síga. Þetta benda nýjar mælingar Veðurstofu Íslands í Grímsvötnum til. Gæti þetta verið vísbending um að Grímsvatnahlaup sé í vændum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu. Vísindaráð almannavarna mun funda um stöðuna síðar í dag og er frekari upplýsinga að vænta að loknum fundi. 

Tíu ár eru liðin síðan eldgos hófst í Grímsvötnum en mikið öskufall fylgdi því gosi. Ekkert varð úr hrakfallaspám vísindamanna síðasta sumar þegar þeir töldu næsta víst að jökulhlaup yrði í Grímsvötnum það árið og því gæti mögulega fylgt eldgos. 

Björn Oddsson, jarðeðlisfræðingur og fagstjóri hjá almannavörnum, sagði í samtali við Vísi í sumar að þegar jökulhlaup yrði úr vötnunum eftir mikla vatnssöfnun væru miklar líkur á að eldstöðin gysi. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×