Náttúruhamfarir

Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi
Jarðskjálfti að stærð 7,4 reið yfir í Kamchatka í Austurhluta Rússlands í morgun. Viðbragðsaðilar á svæðinu hafa í kjölfarið lýst yfir flóðbylgjuhættu.

109 látnir og yfir 160 saknað
Alls hafa 109 fundist látnir og yfir 160 er saknað eftir ofsaflóðin í Texas fyrir helgi. Björgunarstörf standa enn yfir en litlar vonir eru um að fleiri finnist á lífi.

Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst
Slökkvilið í Frakklandi hafa í dag barist við mikla skógarelda sem loga í útjaðri Marseille, næststærstu borgar Frakklands. Öllu flugi til og frá borginni hefur verið aflýst.

Yfir hundrað látnir í Texas
Tala látinna í hamfaraflóðunum í Texas í Bandaríkjunum um liðna helgi hefur náð 104, þar af eru 28 börn. Á fimmta tug er enn saknað, þar á meðal stúlkna sem dvöldu í sumarbúðum í Kerr-sýslu í miðhluta ríkisins.

Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað
Fjöldi látinna vegna skyndiflóða í Texas fer hækkandi og enn er rúmlega tuttugu stúlkna leitað sem dvöldu í sumarbúðunum Camp Mystic þegar hamfarirnar skullu á.

Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir
Umfangsmiklar leitaraðgerðir standa yfir í Texas eftir gríðarleg flóð sem riðu yfir í gær. Minnst 43 eru látnir, þar af 15 börn, og fjölmargra er enn saknað.

Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða
Björgunarsveitir hafa staðið í ströngu í alla nótt í Texas þar sem umfangsmesta flóð síðari ára hafa riðið yfir. Úrhellisrigning hafa valdið mikilli hækkun og fjölmargra er saknað. Sumarbúðir stelpna urðu einna verst fyrir flóðinu og er 25 stelpna saknað. 24 hið minnsta eru látnir og fleirra saknað.

Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas
Minnst þréttan manns hafa látið lífið eftir úrhellisrigningu og tilheyrandi flóð í Kerrville í Texas í dag. Fjölmargra annarra er saknað, þar á meðal tuttugu ungra stelpna sem voru í sumarbúðum. Árbakki Guadalupe árinnar reis um átta metra á aðeins 45 mínútum.

Yfirmaður FEMA sagðist ekki vita af tilvist fellibyljatímabila
Forsvarsmenn Almannavarna Bandaríkjanna (FEMA) hafa ákveðið að hætta við að nota nýja viðbragðsáætlun við fellibyljum sem ku hafa verið langt á veg komin. Þess í stað ætla þeir að nota áætlunina frá því í fyrra en nýr yfirmaður stofnunarinnar kom starfsmönnum sínum í opna skjöldu í gær þegar hann sagðist ekki vita af tilvist fellibyljatímabila.

Enn hætta á flóðum þar sem heilt þorp hvarf í aurskriðu
Mögulega þarf að rýma fleiri byggðir í svissneskum Alpadal þar sem þorp gereyðilagðist í mikilli aurskriðu í vikunni. Skriðan hefur stíflað á sem rennur um dalinn og hætta er á flóðum úr lóninu sem hefur myndast við hana.

Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss
Þorp í svissnesku Ölpunum er nærri alfarið í rúst eftir að aurskriða féll á þorpið í gær. Eins er enn saknað.

Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum
Minnst 21 er sagður látinn eftir að hvirfilbylur fór í gegnum tvö ríki Bandaríkjanna.

„Mér finnst þetta ekki rosalega pent“
Sveitarstjóri Súðavíkurhrepps segir það viðvarandi vandamál að fólk dvelji í íbúðarhúsum í eldri byggðinni sem er ekki varin fyrir snjóflóðum. Það geti sett viðbragðsaðila í mikla hættu ætli fólk ekki að fylgja reglunum.

Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst
Tiltölulega litlar líkur eru á því að mannslíf væru í hættu vegna hraunrennslis á höfuðborgarsvæðinu myndi eldgos verða svo nálægt borginni þannig að henni væri ógnað. Það væri vegna þess að í flestum tilfellum væri nægur tími til að rýma byggð. Hins vegar gæti tjón á byggingum og innviðum orðið gífurlegt og gjöreyðilegging möguleg.

Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg
Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur lýst yfir viku langri þjóðarsorg vegna jarðskálftanna sem riðu yfir í landinu í síðustu viku og nú í morgun var þögn í öllu landinu á sama tíma og skjálftinn reið yfir.

Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar
Fjöldi látinna hefur hækkað í rúmlega 1.700 eftir öflugan jarðskjálfta í Mjanmar á föstudaginn. Skjálftinn var 7,7 stig og olli gífurlegum skaða en óttast er að afleiðingarnar verði langvarandi og fari versnandi með því að ýta frekar undir það slæma ástand sem hafði myndast í Mjanmar fyrir jarðskjálftann.

„Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“
Íslendingur í Bangkok segir fjölda vina sinna hafa þurft að yfirgefa heimili sín eftir jarðskjálfta sem reið yfir Mjanmar fyrir helgi og fannst vel í nágrannaríkjum. Þungt sé yfir borginni, og íbúar óttaslegnir. Eftirskjálftar hafa gert björgunarstarf í Mjanmar erfitt.

Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann
Jarðskjálfti að stærðinni 7,7 mældist í Mjanmar á föstudag og olli mikilli eyðileggingu þar og í nágrannalöndum. Björgunaraðgerðir standa enn yfir og finnst fólk enn á lífi í rústunum.

Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum
Sameinuðu þjóðirnar vara við miklum skorti á sjúkravörum í Mjanmar eftir jarðskjálftann sem skók landið á föstudagsmorgun og varð minnst 1600 að bana.

Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar
Fleiri en sextán hundruð manns eru látnir eftir stóra jarðskjálfta í Mjanmar. Þúsundir eru slasaðir og tuga enn saknað.

Tala látinna komin yfir þúsund
Meira en þúsund manns eru látnir eftir að jarðskjálfti að stærð 7,7 reið yfir Mjanmar í gærmorgun. Þar af urðu hátt í sjö hundruð dauðsföll í Mandalay, næststærstu borg Mjanmar. Enn er leitað að fólki undir rústum en óttast er að tala látinna muni hækka enn fremur.

Á annað hundrað látnir í Mjanmar
Að minnsta kosti 144 eru látnir og 732 særðir eftir að jarðskjálftar af stærðinni 7,7 og 6,4 riðu yfir Mjanmar í morgun. Níu hið minnsta eru látnir í nágrannaríkinu Taílandi og í höfuðborg þess Bangkok hrundi háhýsi í byggingu.

Óttast að mörg hundruð séu látin
Að minnsta kosti 20 eru látnir eftir að jarðskjálftar af stærðinni 7,7 og 6,4 riðu yfir Mjanmar í morgun. Skjálftarnir hafa valdið gríðarlegri eyðileggingu, bæði í Mjanmar og í Bangkok á Taílandi.

43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar
Jarðskjálfti af stærðinni 7,7 skók Mjanmar í morgun.

24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum
Að minnsta kosti 24 hafa látist í skógareldum í Suður-Kóreu, sem stjórnvöld segja fordæmalausa. Flestir voru á sjötugs- og áttræðisaldri. Þá eru 26 særðir, þar af tólf lífshættulega.

Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður
Að minnsta kosti 37 eru látnir eftir hvirfilbyli og ofsaveðurs í mið- og suðurríkjum Bandaríkjanna. Neyðarástand er í gildi í þremur ríkjum og hundruð þúsunda án rafmangs.

Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma
Sautján eru látnir og tugir slasaðir vegna hvirfilbylja og ofsafenginna vinda sem hafa farið um mið- og suðurríki Bandaríkjanna síðustu tvo daga. Veðrakerfi sem færist austur yfir landið hefur orsakað mikla sandstorma og mörg hundruð gróðurelda í tólf ríkjum.

Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA
Umhverfisverndarstofnun Bandaríkjanna (EPA) hefur nú það hlutverk að greiða fyrir markmiðum stjórnvalda um að lækka kostnaðinn við að kaupa bíl, hita heimilið og reka fyrirtæki.

„Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“
Stór svæði eru á floti í Suðurnesjabæ eftir veðrið sem hefur gengið þar yfir síðustu daga. Bæjarstjórinn segist lengi hafa kallað eftir bættum sjóflóðavörnum á svæðinu. Bryggjunni í Vogum hefur verið lokað vegna skemmda.

Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá
Mennirnir tveir sem fóru í sjóinn við Akraneshöfn í gærmorgun eru starfsmenn Hagtaks sem er verktaki hjá Faxaflóahöfnum en menn á vegum Hagtaks hafa undanfarið unnið að því að lengja hafnargarðinn í Akraneshöfn. Þeir voru staddir á bryggjunni árla mánudagsmorguns að meta skemmdir sem urðu á hafnargarðinum vegna fyrri lægðar þegar stærðarinnar alda hrifsaði þá til sín með þeim afleiðingum að annar þeirra liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans, hinn náði að koma sér upp úr sjónum af sjálfsdáðum.