Kominn tími til að ræða skyldubólusetningar af alvöru Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 20. nóvember 2021 22:20 Dr. Kluge er áhyggjufullur yfir stöðu faraldursins í Evrópu. getty/Christian Charisius Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur gríðarlegar áhyggjur af mikilli uppsveiflu faraldursins í Evrópu síðustu vikurnar. Svæðisstjóri stofnunarinnar varar við því að 500 þúsund manns geti látist vegna veirunnar í Evrópu fyrir fyrsta ársfjórðung næsta árs og segir tíma til kominn að taka umræðuna um skyldubólusetningar út frá lagalegu og samfélagslegu samhengi. „Covid-19 er enn og aftur orðin helsta dánarorsökin í álfunni okkar,“ segir Dr. Kluge, svæðisstjóri yfir Evrópu hjá WHO, í samtali við Breska ríkisútvarpið. Að hans sögn myndi víðtækari grímunotkun strax hjálpa mikið til. Skyldubólusetningar verði lokaúrræði Síðustu daga og vikur hafa tölur yfir nýsmitaða náð hámarki í fjölda landa, til dæmis á Íslandi. Línuritið sýnir uppgang faraldursins í nokkrum Evrópuríkjum miðað við hverja milljón íbúa. Bylgjan er langstærst í Austurríki, svo Hollandi, Danmörku, á Bretlandi, í Þýskalandi, Póllandi, á Íslandi, þá Frakklandi og loks á Spáni.Our World in Numbers Kluge nefndi þrjá þætti sem skýra þessa miklu útbreiðslu faraldursins síðustu vikur; vetrartímann, hátt hlutfall óbólusettra í ýmsum löndum og þá staðreynd að hér væri delta-afbrigði veirunnar ríkjandi. Hann hvetur til þess að Evrópuríkin setji meira púður í bólusetningar þó hann vilji að bólusetningarskylda verði síðasta úrræði sem ríkin grípi til. Það væri þó kominn tími til að ræða þann möguleika af alvöru. Austurríkismenn fóru þá leið að gera bólusetningu fyrir Covid-19 að lagalegri skyldu en sú ákvörðun hefur vakið hörð viðbrögð margra og orðið kveikja fjölmennra mótmæla víða um landið. Stærstu mótmælin voru í höfuðborginni Vín í dag en þau sóttu tugir þúsunda. Austurríki Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Heilbrigðisráðherra Þýskalands útilokar ekki allsherjar útgöngubann Stjórnvöld í Þýskalandi segja neyðarástand ríkja í landinu vegna útbreiðslu kórónuveirunnar og útiloka ekki að grípa til allsherjar útgöngubanns líkt og komið hefur verið á í Austurríki. 19. nóvember 2021 12:12 Lögregla skaut á Covid-mótmælendur Mótmælendur í hollensku borginni Rotterdam særðust þegar lögregla skaut á þá. Mótmælin í borginni, sem voru til komin vegna fyrirætlana stjórnvalda um að gera atvinnurekendum kleift að meina óbólusettum aðgang að ákveðnum svæðum, breyttust í óeirðir. 20. nóvember 2021 08:42 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Sjá meira
„Covid-19 er enn og aftur orðin helsta dánarorsökin í álfunni okkar,“ segir Dr. Kluge, svæðisstjóri yfir Evrópu hjá WHO, í samtali við Breska ríkisútvarpið. Að hans sögn myndi víðtækari grímunotkun strax hjálpa mikið til. Skyldubólusetningar verði lokaúrræði Síðustu daga og vikur hafa tölur yfir nýsmitaða náð hámarki í fjölda landa, til dæmis á Íslandi. Línuritið sýnir uppgang faraldursins í nokkrum Evrópuríkjum miðað við hverja milljón íbúa. Bylgjan er langstærst í Austurríki, svo Hollandi, Danmörku, á Bretlandi, í Þýskalandi, Póllandi, á Íslandi, þá Frakklandi og loks á Spáni.Our World in Numbers Kluge nefndi þrjá þætti sem skýra þessa miklu útbreiðslu faraldursins síðustu vikur; vetrartímann, hátt hlutfall óbólusettra í ýmsum löndum og þá staðreynd að hér væri delta-afbrigði veirunnar ríkjandi. Hann hvetur til þess að Evrópuríkin setji meira púður í bólusetningar þó hann vilji að bólusetningarskylda verði síðasta úrræði sem ríkin grípi til. Það væri þó kominn tími til að ræða þann möguleika af alvöru. Austurríkismenn fóru þá leið að gera bólusetningu fyrir Covid-19 að lagalegri skyldu en sú ákvörðun hefur vakið hörð viðbrögð margra og orðið kveikja fjölmennra mótmæla víða um landið. Stærstu mótmælin voru í höfuðborginni Vín í dag en þau sóttu tugir þúsunda.
Austurríki Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Heilbrigðisráðherra Þýskalands útilokar ekki allsherjar útgöngubann Stjórnvöld í Þýskalandi segja neyðarástand ríkja í landinu vegna útbreiðslu kórónuveirunnar og útiloka ekki að grípa til allsherjar útgöngubanns líkt og komið hefur verið á í Austurríki. 19. nóvember 2021 12:12 Lögregla skaut á Covid-mótmælendur Mótmælendur í hollensku borginni Rotterdam særðust þegar lögregla skaut á þá. Mótmælin í borginni, sem voru til komin vegna fyrirætlana stjórnvalda um að gera atvinnurekendum kleift að meina óbólusettum aðgang að ákveðnum svæðum, breyttust í óeirðir. 20. nóvember 2021 08:42 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Sjá meira
Heilbrigðisráðherra Þýskalands útilokar ekki allsherjar útgöngubann Stjórnvöld í Þýskalandi segja neyðarástand ríkja í landinu vegna útbreiðslu kórónuveirunnar og útiloka ekki að grípa til allsherjar útgöngubanns líkt og komið hefur verið á í Austurríki. 19. nóvember 2021 12:12
Lögregla skaut á Covid-mótmælendur Mótmælendur í hollensku borginni Rotterdam særðust þegar lögregla skaut á þá. Mótmælin í borginni, sem voru til komin vegna fyrirætlana stjórnvalda um að gera atvinnurekendum kleift að meina óbólusettum aðgang að ákveðnum svæðum, breyttust í óeirðir. 20. nóvember 2021 08:42