Heilbrigðismál

Fréttamynd

Þakkar fjöl­miðla­um­fjöllun að grænt ljós fékkst

Bið sérfræðilæknis í lyf- og blóðlækningum í fimm mánuði eftir sérfræðileyfi frá Embætti landlæknis er lokið. Innan við sólarhring eftir að hún steig fram í viðtali vegna stöðunnar sem upp var komin barst tölvupóstur um að leyfið hefði verið afgreitt.

Innlent
Fréttamynd

Fögnum degi sjúkra­liða og störfum þeirra alla daga

Dagur sjúkraliða er í dag. Því ber að fagna og ég óska sjúkraliðum til hamingju með daginn og jafnframt öllum sem á einhverjum tíma þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda, því þá er næsta víst að sjúkraliðar komi að þjónustunni.

Skoðun
Fréttamynd

Þekktu efnin enn þau vin­sælustu

Framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ segir talsvert færri sprauta sig með fíkniefnum en áður. Litlar breytingar á götuverði efna bendi til þess að nægt framboð sé á fíkniefnamarkaði. Amfetamín og kókaín séu enn vinsælustu ólöglegu efnin hér á landi. 

Innlent
Fréttamynd

Sjúkra­liðar er fólkið sem skiptir máli

Hver man ekki eftir ögurstundunum í fréttum, um heilbrigðiskerfið undir pressu, skort á starfsfólki, tæknibúnað á mörkum, langir biðlistar. En í skugganum af fyrirsögnum, í raunveruleikanum þar sem líf fólks er undir, stendur fólk í vinnugalla, með hendur á verkum. Það fólk heitir sjúkraliðar.

Skoðun
Fréttamynd

Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skamm­deginu

Edda Björk Þórðardóttir, sálfræðingur og dósent við Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands, mælir sterklega með því að klukkunni verði seinkað um klukkustund. Edda Björk segir marga þætti geta haft áhrif á líðan í skammdeginu og það skipti verulega miklu máli að halda rútínu. Sólarupprás í dag er um klukkan 10:31 og sólsetur um 15:57.

Innlent
Fréttamynd

Vilja fá konur í mæðra­vernd sama hvernig þær fæða börn sín

Elísabet Heiðarsdóttir, leiðtogi ljósmæðra hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, segir ljósmæður sem sinna meðgönguvernd á Íslandi vilja hitta allar konur sem eigi von á barni. Sama hvar og hvernig þær ætla að fæða sín börn. Hún segir þjónustuna algjörlega á forsendum konunnar og harmar að einhverjar konur, þó fáar séu, vilji frekar fæða börnin sín ein og afþakka meðgönguvernd.

Innlent
Fréttamynd

Þúsundir barna á „al­ræmdum“ bið­listum í brotnu kerfi

Mæður drengja með hamlandi einhverfu hafa ráðist í átak til að vekja athygli á og berjast gegn löngum biðlistum eftir þjónustu fyrir fötluð og einhverf börn. Um fimm þúsund börn séu að bíða eftir þjónustu hjá talmeinafræðingi og útlit fyrir að mörg þeirra þurfi að bíða í mörg ár. Þar á meðal eru börn sem ekki geta tjáð sig. Þær segja að margir hafi hlustað en færri hafi gripið til aðgerða. Þær hafa átt samtal við heilbrigðisráðherra og fleiri stjórnmálamenn en eru enn að bíða eftir að fá áheyrn hjá Ingu Sæland, félagsmálaráðherra sem sjálf hefur lagt ríka áherslu á málefni fatlaðs fólks á sínum stjórnmálaferli.

Innlent
Fréttamynd

Pétur hættur sem for­stjóri Reykja­lundar

Pétur Magnússon hefur sagt upp sem forstjóri Reykjalundar og hefur gert samkomulag við stjórn stofnunarinnar um starfslok. Svana Helen Björnsdóttir, stjórnarformaður Reykjalundar, mun gegna starfi forstjóra þar til nýr forstjóri hefur verið ráðinn. 

Innlent
Fréttamynd

Læknar á sau­tján sólar­hringa bakvakt

Formaður Læknafélagsins leggur til að læknum verði boðin sérkjör fyrir að starfa utan höfuðborgarsvæðisins til að laða að starfsfólk. Erfitt ástand hafi skapast á Sjúkrahúsinu á Akureyri vegna læknaskorts. Dæmi séu um að fólk sé látið standa bakvakt í sautján sólarhringa samfleytt.

Innlent
Fréttamynd

Kemur maður í manns stað?

Sjúkrahúsið á Akureyri er í grunninn einstaklega aðlaðandi vinnustaður. Sjúkrahúsið er vel staðsett, býr að miklum mannauði og fyrirséð er að húsakostur sjúkrahússins muni batna mikið til hins betra á komandi árum ef núverandi áætlanir ganga eftir.

Skoðun
Fréttamynd

Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu

Framkvæmdastjóri Samhjálpar segir að gera megi ráð fyrir því að ný kaffistofa Samhjálpar hefji ekki starfsemi fyrr en í fyrsta lagi eftir áramót. Sem fyrrverandi embættismaður skilji hún vel að boðuð grenndarkynning taki tíma en hún segist ekki hafa eins mikinn skilning á því hvers vegna farið sé af stað með grenndarkynningu yfirhöfuð.

Innlent
Fréttamynd

Læknar veigri sér við á­laginu við að vinna úti á landi

Hildigunnur Svavarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri, segir stöðuna á sjúkrahúsinu alvarlega. Það sé ákveðin áskorun í læknamönnun á sjúkrahúsinu og hún sé sérstaklega erfið á lyflæknadeildinni. Erfiðlega gangi að fá lækna til starfa á landsbyggðinni.

Innlent
Fréttamynd

Í­búar grátandi og í miklu upp­námi yfir flutningi Kaffi­stofunnar

Geir Rúnar Birgisson, formaður húsfélags Grensásvegar 44 til 50, segir íbúa hafa miklar áhyggjur af flutningi Kaffistofunnar í húsnæði við Grensásveg 46. Hann segir íbúa ósátta við það að framkvæmdir hafi hafist áður en flutningurinn fór í grenndarkynningu. Íbúar óttist aukið ónæði og fjölgun innbrota verði Kaffistofan opnuð á þessari staðsetningu. 

Innlent
Fréttamynd

Stöðvar fram­kvæmdir við nýja Kaffi­stofu Sam­hjálpar

Framkvæmdastjóri Samhjálpar hefur stöðvað framkvæmdir á nýrri Kaffistofu Samhjálpar við Grensásveg 46 þar til grenndarkynningu er lokið. Hópur íbúa sem býr í nágrenni við nýtt húsnæði kaffistofunnar hefur mótmælt opnun kaffistofunnar í hverfinu en í íbúagrúppu hverfisins á Facebook eru íbúar aftur á móti mjög jákvæðir.

Innlent
Fréttamynd

Ör­yrkjar fá nú síður gjaf­sókn

Umtalsvert færri úr hópi öryrkja eiga þess kost að leita réttar síns fyrir dómstólum þar sem lágmarksörorkulífeyri er nú töluvert yfir tekjuviðmiði gjafsóknar. Lögmannafélag Íslands telur að það kunni að stangast á við ákvæði bæði stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmála Evrópu.

Innlent
Fréttamynd

Gjörunnin mat­væli skað­leg öllum líf­færum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“

Gjörunnin matvæli skaða öll helstu líffærakerfi mannslíkamans og eru gríðarleg ógn við heilsu manna á heimsvísu samkvæmt viðamestu rannsókn sem gerð hefur verið á unnum matvælum til þessa. Næringarfræðingur segir þessi tímamót sýna að það sé kominn tími til að vakna. Dæmi um gjörunnin matvæli sem margir telja hollustusamleg og heilnæm eru morgunkorn og próteinstykki.

Innlent
Fréttamynd

Ungu fólki í endur­hæfingu vegna of­fitu fjölgar

Læknir segir gríðarlega mikilvægt að bregðast sem fyrst við glími börn við offitu. Ungt fólk þarf í auknu mæli á endurhæfingu að halda vegna offitu sem börn. Algengara er að börn á landsbyggðinni glími við sjúkdóminn. 

Innlent
Fréttamynd

Opnar sig um dulið fóstur­lát

„Við lentum í þeirri leiðinlegu reynslu að ganga í gegnum fósturlát núna fyrir rétt rúmum tveimur vikum,“ skrifar listakonan Árný Fjóla Ásmundsdóttir í Instagram-færslu um dulið fósturlát sem hún og eiginmaður hennar, tónlistarmaðurinn Daði Freyr Pétursson, gengu í gegnum. 

Lífið
Fréttamynd

Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi

Karlmaður á sextugsaldri sem hefur starfað sem læknir fær ekki sviptingu starfsleyfis fellda úr gildi. Heilbrigðisráðuneytið hefur staðfest sviptingu Embættis landlæknis á starfsleyfi hans sem læknir. Ástæðan er sögð sú að hann vanrækti skyldur sínar. Ráðuneytið segir ljóst að læknirinn axli enga ábyrgð heldur kenni kollegum eða sjúklingum um eigin mistök.

Innlent
Fréttamynd

Sí­fellt yngra fólk að greinast með heila­bilun

Ástralskar rannsóknir benda til þess að tilfellum heilabilunar og minnisglapa fari fjölgandi hjá ungu fólki, og hefur aukningin verið rakin til aukinnar notkunar snjalltækja. Steinunn Þórðardóttir, öldrunarlæknir, segir að ekkert liggi fyrir í þessum efnum og tengslin við skjánotkun sé bara vangavelta á þessu stigi máls, þótt hún sé ekki ólíkleg. Þekktir áhættuþættir séu til dæmis einmanaleiki, félagsleg einangrun, þunglyndi og heyrnartap.

Innlent
Fréttamynd

Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir

Flensan er fyrr á ferðinni í ár en síðustu ár og sífellt fleiri tilfelli eru að greinast. Nokkuð er um veikindi í samfélaginu vegna flensunnar og álagið hefur aukist hjá heilsugæslunni.

Innlent