Bólusetningar

Fréttamynd

„Gríðar­lega krefjandi“ verk­efni við hræði­legar að­stæður

Kapphlaup við tímann er nú hafið á Gasa, þar sem byrjað er að bólusetja við lömunarveiki. Barnalæknir segir verkefnið gríðarerfitt og að bólusetningarnar einar og sér dugi ekki. Sex gíslar Hamas-samtakanna fundust látnir í hernaðaraðgerð Ísraelsmanna í dag og eru sagðir hafa verið drepnir skömmu áður en herinn náði til þeirra.

Erlent
Fréttamynd

Ný Covid-bóluefni fá grænt ljós

Bandarísk lyfjastofnunin veitti í gær leyfi fyrir tveimur nýjum bóluefnum gegn Covid-19. Heilbrigðisyfirvöld þar mæla með því að allir yfir sex mánaða aldri fá nýju bóluefnin sem eru hönnuð gegn nýrri afbrigði veirunnar.

Erlent
Fréttamynd

„Ég ætla ekki að þegja lengur“

„Það er nákvæmlega ekkert sem útskýrir minn heilsubrest annað en þessi eina sprauta sem ég fékk þann 25. febrúar árið 2021,“ segir Sigrún Ólöf Karlsdóttir. Í dag eru 307 tilkynningar inni á borði Lyfjastofnunar vegna mála þar sem grunur er um alvarlegar aukaverkanir vegna bólusetningar gegn COVID-19. Eitt af þeim er mál Sigrúnar Ólafar sem hefur fjórum sinnum fengið Covid-19.

Lífið
Fréttamynd

Börn lögð inn með kíg­hósta

Börn greind með kíghósta hafa verið lögð inn á spítala hér á landi síðustu vikur. Alls hafa sautján greinst með sýkinguna undanfarið, sem barnalæknir segir áhyggjuefni. Hann hvetur fólk til að huga vel að bólusetningum, einkum barnshafandi konur.

Innlent
Fréttamynd

Barn á Akur­eyri greindist með kíg­hósta

Kíghósti hefur greinst í barni í Brekkuskóla á Akureyri, að því er fram kemur í tilkynningu Landlæknis. Minnt er á mikilvægi bólusetninga gegn sjúkdómum sem kíghósta, en þátttaka barna í bólusetningum hefur dregist saman síðustu ár.

Innlent
Fréttamynd

Að bjarga sex lífum á mínútu í hálfa öld

Fyrirsögn þessarar greinar vísar í afrek sem virðist göldrum líkast. Eins og eitthvað úr ofurhetjusögum. En ofurhetjan hér ber enga skikkju og kemur í ofurlitlu glasi sem síðustu 50 árin hefur bjargað nærri 154 milljónum mannslífa um allan heim. 

Skoðun
Fréttamynd

Allt­of mörg börn misstu af bólu­setningu við mis­lingum

Þátttaka barna í bólusetningum hefur dregist saman síðustu ár og sérstaklega í kringum heimsfaraldur Covid. Kamilla Sigríður Jósefsdóttir yfirlæknir bólusetninga segir ákveðnar bólusetningar hafa verið settar á bið þá vegna annarra forgangsverkefna. Enn sé verið að vinna það upp. 

Innlent
Fréttamynd

Fjögur börn meðal smitaðra af kíg­hósta

Fjögur börn eru meðal þeirra sem hafa greinst með kíghósta á höfuðborgarsvæðinu. Sóttvarnalæknir hvetur þá sem telja sig finna til einkenna að hafa samband við heilbrigðisstarfsfólk.

Innlent
Fréttamynd

Á­kærður fyrir að falsa bólusetningarvottorð

Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti Brasilíu, var ákærður í morgun. Hann og sextán aðrir eru sakaðir um að hafa falsað opinber gögn svo þeir virtust hafa fengið bólusetningu gegn Covid-19. Þetta er í fyrsta sinn sem Bolsonaro er ákærður en hann stendur mögulega frammi fyrir fleiri ákærum á næstunni.

Erlent
Fréttamynd

Enginn annar greinst með mis­linga

Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir það mikið gleðiefni að enginn annar hafi greinst með mislinga eftir að erlendur ferðamaður greindist hér þann 3. febrúar.

Innlent
Fréttamynd

Fólk með mis­linga beðið um að taka upp símann

Fólk sem telur mögulegt að þau eða börnin þeirra hafi smitast af mislingum eru beðin um að fara ekki á heilsugæslu eða sjúkrahús. Þess í stað eigi þau að hringja í 1700 eða hafa samband við heilbrigðisstarfsmenn í gegnum netið.

Innlent
Fréttamynd

Óbólusett börn meðal útsettra

Sóttvarnarlæknir hefur áhyggjur af mögulegri útbreiðslu mislinga hérlendis eftir að erlendur ferðamaður greindist með sjúkdóminn á landspítalanum í gær. Maðurinn fékk útbrot á fimmtudag og leitaði sér heilbrigðisþjónustu á föstudag.

Innlent
Fréttamynd

Verra að fá sýkinguna en bólusetninguna

Sóttvarnalæknir, Guðrún Aspelund, segir börn í miklu meiri hættu ef þau eru ekki bólusett við mislingum. Mislingar eru veirusjúkdómur sem var algengur á Íslandi áður en hefur ekki verið það lengi vegna bólusetninga.

Innlent
Fréttamynd

Rosa­lega margir veikir og toppinum ekki náð

Mikill fjöldi fólks liggur í veikindum vegna ýmissa öndunarfærasýkinga. Nýtt afbrigði Covid er mjög smitandi en veldur ekki alvarlegri veikindum. Sóttvarnalæknir segir þátttöku í bólusetningum vegna Covid og inflúensu undir væntingum þetta haustið. 

Innlent
Fréttamynd

Öllum börnum nú boðin HPV-bólusetning óháð kyni

Börnum í sjöunda bekk er nú öllum boðin bólusetning gegn HPV veirunni, óháð kyni. Samhliða hefur verið tekið í notkun nýtt og breiðvirkara bóluefni en áður sem veitir víðtækari vörn gegn krabbameinum af völdum veirunnar.

Innlent