ESB til Taívana: „Þið eruð ekki ein“ Samúel Karl Ólason skrifar 4. nóvember 2021 13:16 Frá fundi Tsai Ing-wen, forseta Taívans, og Raphael Glucksmann, evrópuþingmanni frá Frakklandi. AP/Fosetaembætti Taívans Fyrsta opinbera sendinefnd Evrópuþingsins til Taívan tilkynnti ráðamönnum þar að íbúar eyríkisins stæðu ekki einir gegn sífellt auknum þrýstingi frá Kína. Taívanar leita bandamanna um víða veröld. „Við komum hingað með mjög einföld, mjög skýr skilaboð. Þið eruð ekki ein. Evrópa stendur með ykkur;“ sagði Raphael Glucksmann, evrópuþingmaður frá Frakklandi, við Tsai Ing-wen forseta Taívan. Taívan á ekki í formlegum samskiptum við neitt Evrópuríki nema Vatíkanið. Forsvarsmenn flestra ríkja óttast að eiga í samskiptum við Taívan af ótta við Kommúnistaflokk Kína og mögulegar refsiaðgerðir. Evrópuþingið samþykkti þó í síðustu viku óbindandi ályktun um að auka tengsl við Taívan. Glucksmann sagði þessa heimsókn þingmanna vera mikilvægt fyrsta skref í að byggja upp gott samstarf milli Taívans og Evrópusambandsins. Samkvæmt frétt Reuters er ferð evrópuþingmannanna skipulögð af nefnd Evrópuþingsins um málefni erlendra lýðræðisríkja. Meðal annars verður þessi þriggja daga ferð notuð til að ræða ógnir sem snúa að upplýsingaóreiðu og tölvuárásum. Tasi hefur varað við því að Kínverjar beiti slíkum leiðum til að auka áhrif sín í Taívan og hefur kallað eftir því að öryggisstofnanir eyríkisins grípi til ráðstafana. „Við vonumst til þess að stofna til lýðræðislegs bandalags gegn upplýsingaóreiðu,“ sagði hún á fundinum. Kínverjar segja Taívan tilheyra Kína en árið 1949 flúðu þjóðernissinna til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Forsvarsmenn Kommúnistaflokksins hafa heitið því að ná völdum í Taívan, með valdi ef nauðsynlegt sé. Xi Jinping, forseti Kína, hefur sagt það „óhjákvæmilegt“ að Taívan verði hluti af Kína. Sjá einnig: Heitir því að Taívan verði sameinað Kína á ný Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Taívan Evrópusambandið Kína Mest lesið „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Fleiri fréttir Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Sjá meira
„Við komum hingað með mjög einföld, mjög skýr skilaboð. Þið eruð ekki ein. Evrópa stendur með ykkur;“ sagði Raphael Glucksmann, evrópuþingmaður frá Frakklandi, við Tsai Ing-wen forseta Taívan. Taívan á ekki í formlegum samskiptum við neitt Evrópuríki nema Vatíkanið. Forsvarsmenn flestra ríkja óttast að eiga í samskiptum við Taívan af ótta við Kommúnistaflokk Kína og mögulegar refsiaðgerðir. Evrópuþingið samþykkti þó í síðustu viku óbindandi ályktun um að auka tengsl við Taívan. Glucksmann sagði þessa heimsókn þingmanna vera mikilvægt fyrsta skref í að byggja upp gott samstarf milli Taívans og Evrópusambandsins. Samkvæmt frétt Reuters er ferð evrópuþingmannanna skipulögð af nefnd Evrópuþingsins um málefni erlendra lýðræðisríkja. Meðal annars verður þessi þriggja daga ferð notuð til að ræða ógnir sem snúa að upplýsingaóreiðu og tölvuárásum. Tasi hefur varað við því að Kínverjar beiti slíkum leiðum til að auka áhrif sín í Taívan og hefur kallað eftir því að öryggisstofnanir eyríkisins grípi til ráðstafana. „Við vonumst til þess að stofna til lýðræðislegs bandalags gegn upplýsingaóreiðu,“ sagði hún á fundinum. Kínverjar segja Taívan tilheyra Kína en árið 1949 flúðu þjóðernissinna til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Forsvarsmenn Kommúnistaflokksins hafa heitið því að ná völdum í Taívan, með valdi ef nauðsynlegt sé. Xi Jinping, forseti Kína, hefur sagt það „óhjákvæmilegt“ að Taívan verði hluti af Kína. Sjá einnig: Heitir því að Taívan verði sameinað Kína á ný Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði.
Taívan Evrópusambandið Kína Mest lesið „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Fleiri fréttir Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Sjá meira