„Sjálfstæði Taívans þýðir stríð“ Samúel Karl Ólason skrifar 28. janúar 2021 13:36 Frá nýlegri heræfingu í Taívan. EPA/RItchie B. Tongo Yfirvöld Kína hafa hert orðræðu sína gagnvart Taívan töluvert. Í dag varaði talsmaður varnarmálaráðuneytis Kína við því að ef ráðamenn í Taívan lýstu yfir sjálfstæði, þýddi það stríð milli ríkjanna. Þetta kom fram á mánaðarlegum blaðamannafundi í Kína í morgun. Þar var talsmaðurinn Wu Qian spurður út í það að Kínverjar hefðu flogið fjölda sprengjuflugvéla og orrustuþota nærri Taívan undanfarið. Sjá einnig: Halda heræfingar og vara við köldu stríði Wu sagði það hafa verið nauðsynlegt vegna „öryggisástandsins“ á Taívansundi og til að tryggja fullveldi og öryggi Kína, samkvæmt frétt Reuters. Hann sagði aðgerðirnar vera viðbrögð við afskiptum og ögrunum sjálfstæðissinna í Taívan og að þar væri einungis um minnihluta íbúa að ræða. „Við vörum þá sjálfstæðissinna við því að þeir sem leika sér að eldi munu brenna sig og að sjálfstæði Taívan þýðir stríð,“ sagði talsmaðurinn. Ráðamenn í Kína telja að ríkisstjórn sjálfstæðissinna í Taívan stefni á því að lýsa formlega yfir sjálfstæði. Tsai Ing-wen, forseti, hefur þó ítrekað sagt að eyríkið sé þegar sjálfstætt ríki sem heiti Lýðveldið Kína, sem er formlegt nafn Taívan. Formlegt nafn Kína er í raun Alþýðulýðveldið Kína. Herafli Taívans byggir á vel útbúnum og þjálfuðum atvinnuhermönnum og tæplega þriggja milljóna varaliði.EPA/RItchie B. Tongo Í stuttu máli sagt þá hafa Kínverjar lengi gert tilkall til Taívan sem hefur í raun verið sjálfstætt ríki frá árinu 1949. Þá flúðu meðlimir þjóðernissinna til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Taívan hefur þó aldrei formlega lýst yfir sjálfstæði. Á undanförnum árum hefur sjálfstæðissinnum vaxið ásmegin í Taívan. Kínverjar hafa svarað því með auknum pólitískum og hernaðarlegum þrýstingi gegn eyríkinu. Ferðum orrustuþota og herskipa inn á varnarsvæði Taívans hefur fjölgað verulega. Reuters hefur einnig eftir sérstöku ráði í Taívan sem er yfir málefnum meginlandsins að yfirvöld Kína ættu ekki að vanmeta vilja Taívana til að verja fullveldi þeirra, frelsi og lýðræði. Ástand herafla Taívans hefur þó versnað töluvert á undanförnum árum, samhliða auknu álagi á hermenn. Hermenn Taívan hafa verið undir miklu álagi undanfarið.Getty/Walid Berrazeg Háttsettir forsvarsmenn í herafla Taívan sögðu í fyrra að markverð breyting hefði átt sér stað í afstöðu ráðamanna í Kína. Embættismenn og herforingjar hafi hætt að ræða fræðilega um það að hernema Taívan með valdi og farið að tala sín á milli um áætlanir fyrir mögulegar hernaðaraðgerðir. Bandaríkin standa við bakið á Taívönum Ráðamenn í Bandaríkjunum ítrekuðu um síðustu helgi að Bandaríkin stæðu við bakið á Taívan í deilum þeirra við Kína og lýstu yfir áhyggjum af þeim aukna þrýstingi sem verið sé að beita gegn eyríkinu. Sjá einnig: Orrustuþotum og sprengjuvélum flogið yfir Taívansundi Bandaríkin slitu formlegum tengslum við Taívan árið 1979, að kröfu Kínverja, en hafa þrátt fyrir það haldið umfangsmiklum óformlegum tengslum við ríkið og útvega Taívan meðal annars vopn. Taívan Kína Bandaríkin Tengdar fréttir Hóta að refsa Bandaríkjunum vegna Taívan Kínverjar hafa hótað Bandaríkjunum aðgerðum eftir að Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að Taívan tilheyrði ekki Kína. 13. nóvember 2020 10:35 Ráðuneyti samþykkir að selja vopn til Taívan Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur samþykkt að selja ýmiss háþróuð vopn til Taívan. Málið hefur þó ekki enn verið formlega sent til þingsins til staðfestingar en það hefur þegar reitt ráðmenn í Peking til reiði. 13. október 2020 13:46 Segja Kína ekki geta ráðist á Taívan strax Varnarmálaráðuneyti Taívan segir að þó að geta herafla Kína hafi aukist til muna, hafi Kínverjar enn ekki burði til að gera allsherjar innrás í Taívan. 31. ágúst 2020 14:20 Kína erfiðari andstæðingur en Sovétríkin Vegna efnagsburða Kína er ríkið að mörgu leyti öflugari andstæðingur Bandaríkjanna en Sovétríkin voru á sínum tíma. 12. ágúst 2020 18:42 Drekinn sýnir klærnar Kínverski herinn sýndi nýjustu vopn sín og í morgun í tilefni af 70 ára afmælis Alþýðulýðveldis Kína. 1. október 2019 09:45 Drekinn að ná í stélið á erninum Undanfarin ár hafa yfirvöld í Kína dælt milljörðum dala í her landsins sem býr nú yfir háþróuðum búnaði og vopnum. Hernaðargeta Kína hefur aukist til muna og eru sum vopn þeirra orðin þróaðri en vopn Bandaríkjanna. 16. janúar 2019 23:24 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Þetta kom fram á mánaðarlegum blaðamannafundi í Kína í morgun. Þar var talsmaðurinn Wu Qian spurður út í það að Kínverjar hefðu flogið fjölda sprengjuflugvéla og orrustuþota nærri Taívan undanfarið. Sjá einnig: Halda heræfingar og vara við köldu stríði Wu sagði það hafa verið nauðsynlegt vegna „öryggisástandsins“ á Taívansundi og til að tryggja fullveldi og öryggi Kína, samkvæmt frétt Reuters. Hann sagði aðgerðirnar vera viðbrögð við afskiptum og ögrunum sjálfstæðissinna í Taívan og að þar væri einungis um minnihluta íbúa að ræða. „Við vörum þá sjálfstæðissinna við því að þeir sem leika sér að eldi munu brenna sig og að sjálfstæði Taívan þýðir stríð,“ sagði talsmaðurinn. Ráðamenn í Kína telja að ríkisstjórn sjálfstæðissinna í Taívan stefni á því að lýsa formlega yfir sjálfstæði. Tsai Ing-wen, forseti, hefur þó ítrekað sagt að eyríkið sé þegar sjálfstætt ríki sem heiti Lýðveldið Kína, sem er formlegt nafn Taívan. Formlegt nafn Kína er í raun Alþýðulýðveldið Kína. Herafli Taívans byggir á vel útbúnum og þjálfuðum atvinnuhermönnum og tæplega þriggja milljóna varaliði.EPA/RItchie B. Tongo Í stuttu máli sagt þá hafa Kínverjar lengi gert tilkall til Taívan sem hefur í raun verið sjálfstætt ríki frá árinu 1949. Þá flúðu meðlimir þjóðernissinna til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Taívan hefur þó aldrei formlega lýst yfir sjálfstæði. Á undanförnum árum hefur sjálfstæðissinnum vaxið ásmegin í Taívan. Kínverjar hafa svarað því með auknum pólitískum og hernaðarlegum þrýstingi gegn eyríkinu. Ferðum orrustuþota og herskipa inn á varnarsvæði Taívans hefur fjölgað verulega. Reuters hefur einnig eftir sérstöku ráði í Taívan sem er yfir málefnum meginlandsins að yfirvöld Kína ættu ekki að vanmeta vilja Taívana til að verja fullveldi þeirra, frelsi og lýðræði. Ástand herafla Taívans hefur þó versnað töluvert á undanförnum árum, samhliða auknu álagi á hermenn. Hermenn Taívan hafa verið undir miklu álagi undanfarið.Getty/Walid Berrazeg Háttsettir forsvarsmenn í herafla Taívan sögðu í fyrra að markverð breyting hefði átt sér stað í afstöðu ráðamanna í Kína. Embættismenn og herforingjar hafi hætt að ræða fræðilega um það að hernema Taívan með valdi og farið að tala sín á milli um áætlanir fyrir mögulegar hernaðaraðgerðir. Bandaríkin standa við bakið á Taívönum Ráðamenn í Bandaríkjunum ítrekuðu um síðustu helgi að Bandaríkin stæðu við bakið á Taívan í deilum þeirra við Kína og lýstu yfir áhyggjum af þeim aukna þrýstingi sem verið sé að beita gegn eyríkinu. Sjá einnig: Orrustuþotum og sprengjuvélum flogið yfir Taívansundi Bandaríkin slitu formlegum tengslum við Taívan árið 1979, að kröfu Kínverja, en hafa þrátt fyrir það haldið umfangsmiklum óformlegum tengslum við ríkið og útvega Taívan meðal annars vopn.
Taívan Kína Bandaríkin Tengdar fréttir Hóta að refsa Bandaríkjunum vegna Taívan Kínverjar hafa hótað Bandaríkjunum aðgerðum eftir að Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að Taívan tilheyrði ekki Kína. 13. nóvember 2020 10:35 Ráðuneyti samþykkir að selja vopn til Taívan Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur samþykkt að selja ýmiss háþróuð vopn til Taívan. Málið hefur þó ekki enn verið formlega sent til þingsins til staðfestingar en það hefur þegar reitt ráðmenn í Peking til reiði. 13. október 2020 13:46 Segja Kína ekki geta ráðist á Taívan strax Varnarmálaráðuneyti Taívan segir að þó að geta herafla Kína hafi aukist til muna, hafi Kínverjar enn ekki burði til að gera allsherjar innrás í Taívan. 31. ágúst 2020 14:20 Kína erfiðari andstæðingur en Sovétríkin Vegna efnagsburða Kína er ríkið að mörgu leyti öflugari andstæðingur Bandaríkjanna en Sovétríkin voru á sínum tíma. 12. ágúst 2020 18:42 Drekinn sýnir klærnar Kínverski herinn sýndi nýjustu vopn sín og í morgun í tilefni af 70 ára afmælis Alþýðulýðveldis Kína. 1. október 2019 09:45 Drekinn að ná í stélið á erninum Undanfarin ár hafa yfirvöld í Kína dælt milljörðum dala í her landsins sem býr nú yfir háþróuðum búnaði og vopnum. Hernaðargeta Kína hefur aukist til muna og eru sum vopn þeirra orðin þróaðri en vopn Bandaríkjanna. 16. janúar 2019 23:24 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Hóta að refsa Bandaríkjunum vegna Taívan Kínverjar hafa hótað Bandaríkjunum aðgerðum eftir að Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að Taívan tilheyrði ekki Kína. 13. nóvember 2020 10:35
Ráðuneyti samþykkir að selja vopn til Taívan Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur samþykkt að selja ýmiss háþróuð vopn til Taívan. Málið hefur þó ekki enn verið formlega sent til þingsins til staðfestingar en það hefur þegar reitt ráðmenn í Peking til reiði. 13. október 2020 13:46
Segja Kína ekki geta ráðist á Taívan strax Varnarmálaráðuneyti Taívan segir að þó að geta herafla Kína hafi aukist til muna, hafi Kínverjar enn ekki burði til að gera allsherjar innrás í Taívan. 31. ágúst 2020 14:20
Kína erfiðari andstæðingur en Sovétríkin Vegna efnagsburða Kína er ríkið að mörgu leyti öflugari andstæðingur Bandaríkjanna en Sovétríkin voru á sínum tíma. 12. ágúst 2020 18:42
Drekinn sýnir klærnar Kínverski herinn sýndi nýjustu vopn sín og í morgun í tilefni af 70 ára afmælis Alþýðulýðveldis Kína. 1. október 2019 09:45
Drekinn að ná í stélið á erninum Undanfarin ár hafa yfirvöld í Kína dælt milljörðum dala í her landsins sem býr nú yfir háþróuðum búnaði og vopnum. Hernaðargeta Kína hefur aukist til muna og eru sum vopn þeirra orðin þróaðri en vopn Bandaríkjanna. 16. janúar 2019 23:24